Þrír mánuðir skilorðsbundnir.

Það er ekki séð fyrir endan á Baugsmálum svokölluðum. Hæstiréttur á eftir að kveða sinn dóm.

Menn fengu stutta og skilorðsbundna dóma.

Enginn maður má vera  hafin yfir lög. Gestur Jónsson hrl.  sá mæti maður talar um afleiðingar þess að sá sem stjórnar miklu verslunarveldi, ekki aðeins á Íslandi heldur einnig á Bretlandi og víðar skuli dæmdur fyrir refsibrot.

Það er eins og hann geri því skóna að vissir menn, ofurmennin í Íslensku fjarmálalífi séu hafnir yfir lög.

Það er undirstaða þess að frelsið gefi vel af sér fyrir alla að hér sé haldið uppi lögum og reglu og eitt sé látið yfir alla ganga. Þetta kom í ljós þegar vestrænar hagfræðikenningar brustu í Rússlandi eftir fall Sovétríkjanna. Þar vantaði löggæsluna.

Hitt er aftur annað mál hvort aðkoma yfirvalda í þessu máli hafi verið þeim til sóma.

Það eyðilagði trúverðuleika stjórnvalda í upphafi að þáverandi forsætisráðherra landsins lýsti yfir sekt þessara mann. Slít gengur ekki í réttarríki. Málfrelsi felst ekki í því að geta lýst ódæmda menn glæpamenn. Þá verða yfirvöld að gæta þess að þeirra málfrelsi er takmarkað vegna embætta sem þeir gegna og hvorki Davíð Oddsson né Ólafur Regnar hafa getað klætt sig úr embættinu svona í frítímum.

Þegar öll kurl eru komin til grafar og pólitíkin kólnar og sagnfræðin tekur við verður vonandi hægt að draga lærdóm af þessu máli. Við hefðum líka þurft að draga lærdóm af Hafskipsmálum og Geirfinnsmálum og öðrum málum þar sem annarlegir þættir geta hafa haft áhrif en við lærum aldrei af mistökum okkar Íslendingar. Þess vegna erum við svona lítt kröfuhörð á stjórnmálamenn í samanburði við siðaðar þjóðir.


mbl.is Baugsmálið neikvætt fyrir viðskiptalífið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Helgi Seljan tekinn í karphúsið.

Helgi Seljan fréttamaður var að sinna eftirlitshlutverki fjömiðla og inna Jónínu Bjartmarz ráðherra um ástæður þess að tilvonandi tengdadóttir hennar hafi fengið hér ríkisborgararétti með allt öðrum hætti en almennir umsækjendur.

Það er skemmst frá því að segja að Jónína skammaði fréttamanninn fyrir dylgjur og hann ætti ekkert með það.

Forseti Íslands hefur einu sinni neitað að undirrita lög. Það voru fjölmiðlalögin á þeirri forsendu að fjölmiðlar væru virkt afl í lýðræðinu þ.e. að þeir veittu spilltum stjórnmála aðhald eins og forseta alsherjarnefndar.

Það er ekki dylgjur að spyrja. Ég veit ekki til þess að Helgi Seljan hafi farið með rangt mál. Alla vega gat Jónína ekki bennt á það. Hann hefur bent á það að afgreiðsla þessa ríkisborgararéttar er fordæma laus. Ragnar Aðalsteinsson hrl. hefur staðfest að hann hafi sótt um ríkisborgarrétt fyrir flóttamenn þar sem miklu mikilvægara hefur verið að veita ríkisborgarrétt en í þessu tilfelli og erlendir menn hafa komið fram sem eru í  raunar ríkisfangs lausir og hafa ekki fengið neina undanþágu.

Þeir alþingismenn sem að þessu stóðu hafa fengið fjölda tækifæra til þess að sýna fram á fordæmi. Skætingur er eina sem ég hef heyrt frá þeim.

Það er ekkert svar að segja: Við ræðum ekki um einstakar afgreiðslur og þetta var allt eðlilegt.

Hvernig væri að þessir háttvirtu menn bentu á fordæmi.

Það að ljúga að fólki að þeir hafi ekki vitað um tengslin er hræðilegt. Konan var skráð á heimili ráðherrans. Það stóð semsagt í  umsókninni að hún væri tengd ráðherranum. Halda menn ef til vill að hún reki gistihús.

Þessir sömu þingmenn stóðu fyrir mjög umdeildum lögum sem komu í veg fyrir að fólk á aldri viðkomandi umsækjanda fengi ríkisborgararétt á grundvelli giftingar. Það er sú regla gildir ekki ef þú þekkir ráðherra.

 Kæri Helgi.

Þú þarft ekki að skammast þín. Þú ert að gegna mikilvægu hlutverki sem er óháð pólitík. Ég vona alla vega að þú hjólir í alla sem eru grunsamlegir um spillingu.  

 

 

 


Vegamálin

Út og suður allir fara

eilíft berjast flokkarnir

að vaxi allir vilja bara

vegamálastokkarnir.


Álög leyst af álfabæ

 Það er löngu þekkt að mikil álfabyggð er í Hafnarfirði margir álagastaðir og eitt álver.

Nú er verið að stöðva álverið með íbúalýðræði sem er eitthvað nýtt fyrirbrigði. Það er sagt að Davíð hafi látið kjósa um hundahald og það hafi verið íbúalýðræði. Ég man hins vegar ekki betur en það að lýðræðisleg niðursstaða úr þeirri kosningu hafi verið nei við hundahaldi og eftir það var hundahald leyft þ.e. bannað að nafninu til en leyft í reynd.

Kannski verður þetta eins með álverið. Hafnfirðingar héldu að þeir væru að kjósa um álver en voru aðeins að kjósa um það hvort það verði stækkað innan eða utan girðingar.

Og svo má endalaust spyrja hvað fólk var að meina þegar það kaus á móti. Var það á móti spennunni á vinnumerkaði, með litla manninum á móti auðhringnum, móti öllum peningnum sem áttu að koma í bæinn, á móti nágranna sínum sem hefur atvinnu af álverinu eða hvað. Ef til vill vildi það fá lóð undir einbýlishús eða atvinnurekstur.

Þetta er svo framtíðin. Íbúalýðræði og enginn veit fyrirfram hvað snýr upp eða niður í frelsinu sem þó fékk smá byr um tíma.


Karrý on

 

Já það er karrý sem er umræðuefni þessa pistils. Sum okkar hafa tröllatrú á náttúrulækningum og helst flestum sem ekki eru menntaðir í venjulegri læknisfræði.

Í nútíma þjóðfélgi þá trúum við á vísindin. Við gerum þær kröfur til þeirra að þau leysi öll okkar vandamál. Læknisfræði er hluti af vísindunum og læknar mega ekki vera mannlegir og gera mistök enda kostar það stundum okkur sjúklingana lífið. Það er líklega þess vegna sem mér datt ekki í hug að læra læknisfræði enda með afbrigðum mannlegur að þessu leiti.

Að sjálfsögðu eru "gervilæknarnir" ekki fullkomnir. Við gerum heldur ekki kröfu til þeirra að þeir séu það. Þegar einhver læknast sem fer til slíks þá er það undur og stórmerki en ef lækni tekst vel upp er það bara af því honum tókst að vinna vinnuna sína skammlaust í það skiptiðþ

Læknavísindin teygja sig alltaf öðru hvoru yfir í óhefðbundnar lækningar. Það eru komnir áratugir síðan ég las það að læknanemar í bandaríkjunum væru ekki aðeins valdir eftir námsframistöðu heldur einnig eftir mannlegum þáttum í líkingu við óhefðbundna lækna. Slík atriði hafa áhrif. Ætli það sé ekki af slíkum ástæðum sem var spurt út í Barbapabba á inntökuprófi hér á landi.

Nú er verið að rannsaka fyrirbrigði sem hefur veirið notað til lækninga í yfir fimmþúsund ár og við höfum líka étið í langan tíma. Það er Karrý. Í nýjasta hefti Scientific American er fjallað um þetta töfralyf. Það á að auka minni gamalmenna - hafa læknandi áhrif á sum krabbamein, Alzheimar og elliglöp svo eitthvað sé talið. Ég var búinn að ákveða að éta karrý í hvert mál það sem eftir var lífsins. þeir eyðilögðu það að vísu. Þeir sögðu að slíkt lyf sem hefði svo víðtæk áhrif gæti einnig valdið einhverju sem ekki væri eins æskilegt. Ætli maður éti karrý aðeins eftir læknisráði í framtíðinni.

Hér er meðalhófið best eins og oftast.


Álver á húsavík til að greiða vegabæturnar í Reykjavík.

 

Mér dettur helst í hug krakkar sem eru að skrifa óskalista fyrir jólin. Það á að leggja Sundabraut ofan eða neðan sjávar og gera þetta og hitt. Flest fyrir Símapeninganna - milljarður á  milljarð ofan. Peningar sem tækju alla Íslensku þjóðina mörg ár að telja rjúka út í hugum fólks eins og göturykið sem alla er að kæfa. Á sama tíma berst ótrúlegur fjöldi manna eins og rjúpan við staurinn að reyna að koma í veg fyrir að Íslendingar græði peninga í framtíðinni í nafni Framtíðarlandsins.

Sagt er að Hafnarfjörður eigi að græða mörg hundruð millónir ef ekki milljarða á stækkun í Straumsvík. Allir eru á móti. Ekkert álver hér fyrir sunnan takk. Allir norður á Húsavík hrópa álver líklega til þess að borga vegabætur í Reykjavík sem ef til vill verður aftur svolítið hrein eins og hún var einu sinni - að minnsta kosti í Mogganum.

 


Ekki bæði sleppt og haldið.

 

Samkvæmt greiningu Ólafs Stefhensens á skoðanakönnun þá fullnægja vinstri grænir þörfum manna fyrir grænt framboð. Skoðanakönnunin sýnir ekki mikið fylgi við þann eða þá grænu flokka sem enn eru í  burðarliðnum.

Þegar við kjósum flokk þá veljum við ákveðið samkrull. Hver flokkur hefur stefnu í sérhverju máli og hafi maður sterkar skoðanir til umhverfismála þá velur maður umhverfisflokk án tillits til afstöðu hans til annarra atriða. Það er athyglisvert hve stór hluti kvenna vill styðja VG. Hann sameinar hugsanlega skoðanir kvenna til umhverfismála og til jafnréttisbaráttunar. Vinstri grænir hafa ekki hampað sérstaklega skoðunum sínum upp á síðkastið til ríkisrekstrar, skatta og viðskiptafrelsis. Ögmundur hefur samt sem áður lýst síg andvígan mörgu sem ríkisstjórnin hefur gert í formi einkavæðingar og frelsis "auðvaldsins" 

 Það verður ekki bæði sleippt og haldið. Til að reka velferðarþjóðfélagið þá verðum  við að hafa mjólkurkýr sem afla ríkissjóði tekna. Best er að hafa þær margar sem greiða hver lítið en til samans mikið. Þetta hefur sýnt sig bæði í efnahagsundrinu á Íslandi og á Irlandi. Þegar ég heimsótti Írland fyrir all mörgum áratugum þá var þar mikil fátækt og þjóðfélagið mjög gamaldags. Nú hefur  efnahagur þess risið úr nær engu í hreint efnahagsundur. Björgúlfur Thor segir að þeir bjóði fyrirtækjum mjög hagstæð skattaskilyrði. Það er undirstaðan.

Við verðum að knýja velferðarkerfið með athöfnum manna sem vilja auðgast og sjá hér tækifæri umfram þau sem bjóðast í öðrum löndum. Ef vinstri grænir eru kosnir á grundvelli jafnréttis kynja og umhverfisstefnu og beita sér að því að snúa til baka þeim efnahagsframförum sem við höfum orðið vitni af og það snertir buddu venjulegra fjölskyldna hér á landi til hins verra er ég hræddur um að stefnan snúist upp í andhverfu sína og í stað umhverfishyggju hugsi menn um það eitt að snúa við atvinnuleysi og fátækt með hvaða ráðum sem bjóðast.  

 

 


mbl.is „Vísbendingar um að VG svari eftirspurn eftir framboði umhverfisverndarsinna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stormur í vatnsglasi.

Hefur ákvæði í stjórnarskrá um sameign á náttúruauðlindum sjávar einhverja merkingu. Á Geir Haarde má skilja að svo sé ekki. Ríkið hefur talið sér heimilt að úthluta þessum heimildum og ákvæðið á ekki að raska því. Það á heldur ekki að raska óbeinum eignarrétti sem kvótaeigendur hafa öðlast á auðlindinni með því að þeim var heimilað að framselja kvótann og veðsetja sem eign sína.

Mörg ákvæði eru í stjórnarskrá sem eru merkingarlaus eða merkingarlítil. Almenningur hefur síðan krafist þess og fengið þann skilning á að þau fái merkingu. Við höfum dæmi úr umræðunni um forseta Íslands. Hann sjálfur hefur jafnvel haldið því fram að ákvæði sem alltaf hafa verið talin vera eingöngu táknræn fái eitthvað gildi. Almenningur vill ekki stjórnarskrá sem það getur ekki skilið. Eftir 20 ár verður þessi kosningaskjálfti Framsóknarflokksins gleymdur. Þá getur svo farið að almenningur fari að gefa ákvæðinu einhverja merkingu sem aldrei var ætlunin að gefa því. Dómstólar verða að dæma eftir vilja löggjafans þ.e. að þetta sé merkingarlaust og gjá myndast milli þeirra og almennings.

Eiga lögfræðingar að ráða spyr almenningur. Geta þeir sagt annað en textinn segir.

Merkingarlaus ákvæði eru skaðleg eins og umræðan um vald forsetans hefur sýnt.

 

 


mbl.is Formenn stjórnarflokka flytja frumvarp um stjórnarskrárbreytingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hollendingar brjóta herfilega velsæmismörkin.

Fréttin fjallar um það að líkamsræktarstöð í Hollandi leyfi als berum einstaklingum að trimma. Nú verður Hótel Saga að banna öllum Hollendingum að gista. Ef það verður síðan stefna hjá hótelinu að banna alla hópa þar sem eihverjir einstaklingar hafa brotið lög á kynferðissviðinu þá geta þeir ekki einu sinni tekið á móti prestahópi. Devil
mbl.is Berrassaðir í líkamsrækt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Björgum heiminum

JarðgerðUmhverfissinnar eru margir uppteknir af einum litlum drullupolli þegar allt vatnið er að mengast. Tökum sem dæmi að berjast hatramri baráttu og virkja helstu áhrifamenn í þjóðfélaginu til að berjast gegn því að fáeinum hvölum sé slátrað þegar allt lífríkið er í hættu vegna  mengunar. Það að taka á vandamálunum er of stórt og því er ráðist á einhverjar smá misfellur og þær helst sem eru í annarra garði. Þú villt ekki vera hataður heima hjá þér. (Þess vegna dáist ég af hvalaverndunarsinnunum íslensku).

 Við getum verið á móti virkjunum í Þjórsá eða við Kárahnjúka.  Ég er hvorki með ná á móti virkjunum. Ef þær eru notaðar rétt þá geta þær verið uppspretta mengunarlausrar eða -lítillrar orku sem kemur á móti notkun á þeim orkugjöfum sem eru að bylta öllu lífríki jarðar með því að valda ófyrirsjáanlegum hitabreytingum. Það er ljóst að við slíkar hamfarir eiga fjöldi tegunda eftir að líða undir lok.

Ég er talsmaður mengunarskatts. Ekki til þess að auka tekjur ríkisins heldur til þess að flytja fé á milli: - til  þeirrar starfsemi sem er umhverfisvæn og frá þeirri mengandi. Ef hver og einn greiðir t.d. af eldsneytiskaupum sínum fyrir ræktun trjáa sem binda mengunina  þá eykst með þvi atvinna í sveitum án þess að um beina ríkisstyrki sé að ræða. Olíufélögin gætu boðið út ræktunina. Vottunarstofur staðfesta að landið sem rækta á sé staðsett þannig að nægur vöxtur verði á trjágróðri þar og fylgjast síðan með vextinum og mæla þannig bindinguna.

Að sjálfsögðu yrði að koma upp heilmiklu eftirliti en það er svo sem ekkert örðuvísi en með annarri skattlagningu. Peningarnir ættu samt helst ekki að blandast í ríkiskassann.

Ég er talsmaður þess að Íslendingar reyni að vera í fararbroddi í þessum efnum.  Því hefur verið haldið fram að þeir sem riðja brautina græða að lokum vegna sölu á þeirri tækni sem til verður. Evrópa er í startholunum Bandaríkin draga lappirnar. Þó við séum aðeins agnarsmá í stórum heimi  þá hefur íslenskt efnahagslíf sýnt að það er sveigjanlegt og fljótt að bregðast við - jafnvel yfirburðargott að þessu leyti.

Ef við tökum upp stefnu sem er umhverfisvæn á heimsvísu, þá getum við ná yfirburðarstöðu á einstökum sviðum umhverfisþróunar sem gæti átt eftir að skapa hér mikinn auð.

Í stað þess að deila um einstaka fossa eða jarðhitasvæði þá ættum við að kortleggja möguleikana sem eru sýnilegir í augnablikinu, gera hressilega áætlun um nýtingu þeirra í umhverfisvæn verkefni (sem álframleiðsla getur verið) og forgangsraða virkjunarkostunum þar sem þjóðin fær að sjá möguleikana, fórnarkostnað og vinningsmöguleika. Sérfræðingar verði fengnir til að meta fjárhagsleg og umhverfisleg áhrif og þjóðin látin velja.

Við erum með sterka menn á báðum endum - virkjunarsinna og umhverfissinna. Náum sæmilegri sátt.

En í öllu falli gerum eitthvað róttækt strax.   


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband