1.3.2007 | 11:48
Kennsla í lýðræði
Hætta velmegunarþjóðfélagsins er letin. Hvað kemur mér það við? Með átaki fjölbrautarskólans við Ármúla er ýtt víð unga fólkinu svo það sofni ekki á verðinu. þeirri varðstöðu sem borgarar hafa í lýðræðsþjóðfélaginu.
Það er svo ágætt að kæla nemendur niður í sjóböðum ef þeir verða of æstir út af því sem betur má fara.
Hvað kemur mér það við? | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
28.2.2007 | 21:21
Nú voru framin innbrot í Reykjavík?
Þessa nákvæma frétt af innbrotum í Reykjavík er eins og um nýlundu sé að ræða. Í mínu hverfi var brotist inn í nokkur hús fyrir tæpu ári. Þá heyrði maður sögur úr öðrum hverfum og lögreglan lætur að því liggja að þetta sé nánast daglegt brauð. Svo uppgötva fréttamenn þetta endrum og eins og gera úr því frétt frekar en að hafa mánaðar yfirlit yfir innbrot skv. skrám lögreglunnar.
Ég vek athygli á þessu til að leggja áherslu á það hversu mikilvægt er að lögreglan vinni raunverulega í anda hugmynda sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins leggur upp með það er sýnilega löggæslu í samvinnu við íbúa og grendargæslu.
Mér lýst þannig á lögreglustjórann að hann sé til þess líklegur að framkvæma það sem hann segir og þá eru það aðeins stjórnvöld og fjárveitingarvaldið sem geta komið í veg fyrir það.
Þjófar á ferð á höfuðborgarsvæðinu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
27.2.2007 | 19:01
Ráðstefna um stöðu kennslumála blindra barna.
Ég er að koma af Grand Hóteli þar sem kynnt var skýrsla tveggja Breta sem tóku út kennslu blindra barna á Íslandi. Niðurstaðan var auðvitað sú að það er engin kennsla fyrir blind börn. Hún var til staðar fyrir 50 árum en er engin í dag.
Skýrsluhöfundar sem voru tveir og hafa að baki samtals yfir 60 ára reynslu á þessu sviði gerðu í skýrslu sinni heildar tillögur að þjónustu við blind börn. Sjónarmið þeirra var það sem og þeir sögðu að gilda eigi um kennslu allra barna þ.e. að allir aðilar, foreldrar og stofnanir eigi að vinna að því markmið að barnið öðlist menntun.
Móðir tveggja og hálfsárs blinds barns gat ekki komið nema taka barnið með sér og lét það ekki á sig fá. Hún þurfti að fara fram með barnið og tók ég hana tali. Barnið er eðlillegt að öllu öðru leyti en að vera al blint. Það var brosmillt og naut þarna að leika sér við móður sína og fá athygli þeirra sem fram hjá gengu. Þessi fjölskylda verður að flytja út ef ekkert er gert. Hún var reið út í aðgerðarleysið. Barnið þarf í raun að fá þjálfun sérfræðinga fljótlega skv. álit bresku sérfræðinganna.
Það jákvæða var að Vilhjálmur borgarstjóri lofaði að beita sér í málinu. Þarna var umboðsmaður barna. Því vona ég að áfrýjunarorð ráðstefnunnar um að tími nefnda sé liðinn og tími aðgerða sé runninn upp verði látin ráða í framtíiðinni.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.2.2007 | 16:59
Strætó hvað
Það vakti athygli mína i frétt um svifriksmengun að ekki var minnst á nagladekkin. Það er sagt að maður eigi að aka minna og taka strætó. Auðvelt 10 km ferð með strætó kostar vel á þriðja hundrað krónur. Breytilegur kostnaður vegna slíkra ferðar með einkabíl er á.a.g. 90 kr. Ef ég á einkabíl þá kostar það þrefallt meira að fara með strætó en mínum bíl. Þar að auki tekur ferðin mun lengri tíma með strætó og ég þarf að ganga marga kílómetra áður en ég kemst á stoppustöðina. (Miðað við einstakling sem býr út á Arnarnesi sem dæmi.) Ég get þurft að taka marga strætisvagna sem geta verið of seinir þannig að ég missi af næstu leið. Þá er strætó stundum of fljótur og það þarf að bíða í 20 mínútur eftir næsta vagni o.s. fr.
Þá er skipulag hverfa og þjónustu þannig háttað að ekki er hægt að komast af án einkabíls. Það eru ákaflega fáir sem borga svo mikið fé fyrir að vera umhverfisvænir vitandi af því að þeir taka bara meira inn í sig af menguninni sem hinir spúa út.
Strætó er ekkert að bjóða þjónustu sem er ásættanlegt fyrir venjulegt fólk.
Svona rugl gengur ekki. Menn verða að horfast í augu við staðreyndir málsins og taka ákvarðanir í samræmi við það.
Ein leið gegn svifriksmengun er að þvo allar götur oft á dag. Þá má gera það kleift að ferðast um án nagla. Hreinslun gatna er ekki nærri nógu góð til þess.
Ef fara á út í þetta strætó dæmi verður að dæla í það nokkrum milljörðum. Það verður að hafa ókeypis í strætó. Gera sérleiðir fyrir vagnana með göngum undir helstu þveranir á leiðum þeirra. Þá mætti hafa litla bíla í því að fara um hverfin og safna farþegum í stofnleiðirnar eða keyra þeim innan hverfis.
Þá verður að gera raunverulegt átak í að þétta byggð. Þegar R-listatalsmaður svaraði fyrir skipulag undir Hlíðarfæti og var spurður af hverju byggðin væri ekki þéttari þá svaraði hann því til að byggðin hefði verið þétt í Skuggahverfinu og það átak var þvi búið. Svoleiðis gengur ekki. Þá verður borgarstjóri að standa við kosningaloforðið um að foreldrar fengju pössun og þjónustu fyrir börn sín nálægt heimili sínu.
Það er fjöldi möguleika. Það þýðir ekki að leysa málið með einhverri skírskotun til almnnings. Stjórnvöld verða að gera eitthvað sjálf.
Svifryksmengun fór yfir heilsuverndarmörk í höfuðborginni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
26.2.2007 | 01:51
Allir bloggvinir sofnaðir
Allir úti eru nú
Ei þann sút ég laga
Leggst og lúti minni frú
Litla hrút að draga
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2007 | 01:25
Hlutleysið lifi
Það kemur fyrir þegar ég opna útvarpið að ég lendi inn í miðjum þætti sem ég gjarnan vildi heyrt hafa frá byrjun. Þannig var það þegar ég heyrði á máli eins viðmælanda sem greinilega hafði menntað sig í Bandaríkjunum um málefnið að íslenskar fréttir endurspegluðu of mikið sjónarmið þeirra sem hefðu hagsmuni að gæta. T.d. er óeðlilegt að rektor Háskóla Íslands stjórni umræðunni um HÍ. Mér datt þetta í hug þegar ég sá þessa frétt sem greinilega er öpuð eftir einhverjum sem eru sérstaklega hliðhollir Ísrael. Það eru saklausir Ísraelskir hermenn sem eltast við herskáa Palestínumenn. Svona er Ísland í dag.
Ísraelskir hermenn leita herskárra Palestínumanna í Nablus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2007 | 00:40
Davíð og blind börn - umfjöllun DV
Ég keypti DV. Yfirleitt játa menn því ekki að hafa gert slíkt. Rétt eins og þetta væri að kaupa klám sem mjóg margir gera en enginn viðurkennir. Þar sem boðið er upp á lestur blaða frítt er DV alltaf lesið með svo mikilli áfergju að það er næstum því ólæsilegt þegar maður kemst í það. Nú brá svo við að það fjallaði um mál sem ég vildi gjarnan fylgjast með. Það var talað við eitt af þeim foreldrum blindra barna sem flúið hafa land því við höfum ekki ráð á að veita þeim nokkra kennslu í skólum. Þetta er að því leiti líkt Breiðavíkurmálinu að við erum að spara nokkra aura í dag og valda okkur óhemju kostnaði í framtíðinni Blindir einstaklingar eru eins og aðrir. Sumir eru vel gefnir og eiga erindi í skóla. Jafnvel er það þannig að hjá blindu barni er það minna sem truflar heldur en hjá sjáandi og ætti það að auðvelda nám. Ég hef upplifað það að barn sem varð blint í lok grunnskóla fór að standa sig betur í skóla eftir að hafa misst sjónina. Það er hins vegar nánast forsenda þess að blindur einstaklingur geti séð fyrir sér sjálfur að hann mennti sig. Með því að svipta hann þeim möguleika er verið að dæma hann til þess að eyða ævinni á vernduðum og niðurgreiddum vinnustöðum. Til að fæddir blindir geti staðið jafnfætis sjáandi einstaklingum þurfa þeir að vera læsir og skrifandi. Þeir þurfa að læra blindraletur og læra á blindraskrifara og tölvu. Það síðasta þurfa þurfa þer að læra miklu fyrr en jafnaldar þeirra. En það er ekki aðeins þetta. Þau þurfa að læra á umhverfið sitt með öðrum aðferðum en þeir sem sjá það. Á Álftanesi er eini blindrakennarinn á landinu að mér vitandi og kennir hann einni stúlku. Kennarinn útbýr upphleyptar myndir til að lýsa umhverfi og söguþáttum fyrir þessum nemenda. Það kostar vinnu, sérstaklega þegar aðeins er um einn nemenda að ræða.
Það er kallað umferlisfræðsla þegar kennt er að rata og ná tökum á umhverfinu í næsta nágrenni. Ekki veit ég til þess að börnin fái nægilega kennslu í því frekar en öðru.
Önnur frétt í sama blaðið var af honum Davíð Oddssyni. Þegar hann var 12 ára fór hann inn að Silungapolli og sótti hálfsystkini sín sem þar voru vistuð. Hann sagði þeim að þegar hann yrði stór skyldi hann láta rífa staðinn sem hann og gerði þegar hann varð borgarstjóri. Hann rökstuddi gerðir sínar vel fyrir barnaverndarnefnd að sögn blaðsins. Það er ýmislegt sem leifir eftir af hans ríkisstjórn sem eru síst betri en Silungapollur. Ég held að kennslu blindra hafi verið betur komið á þessum árum. Um áraraðir var rekinn blindraskóli - seinustu árin sem deild í Álftamýrarskóla. En þá var sagt - engir sérskólar - Það gleymdist að það þarf eitthvað að koma í staðinn. Ef hæstiréttur er samkvæmur sjálfum sér þá er mjög líklegt að hann dæmdi meðferðina á blindum brot á stjórnarskrábundnum rétti blindra barna. Ég er í raun sannfærður um það. En það er ekki hægt að leggja slíkt á herðar eins foreldris fatlaðs barns. Vitandi það að barnið er orðið fullorðið áður en niðurstaða fengist.
það fylgdi fréttinni að menntamálaráðherra væri að sinna einhverju mikilvægara og gæti ekki komið á baráttufund Blindrafélagsins sem verður á Grandhóteli á þriðjudaginn vegna þessa máls. Ég hef rætt þetta áður og mund ræða aftur og fleiri slík mál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 01:55
Vandlætingarmenn.
Það er margt mannanna bölið. Nú eru allir stjórnmálaflokkar á móti klámi!
Ekki ætla ég að draga úr því að klám hefur sínar skuggahliðar og hef ég ekki þekkingu á að meta hversu mikill hluti þess hefur þá hlið.
Það eru gefin út rit og seld hér í blöðum af nöktu fólki. Við höfum heyrt dæmi um það að ungstirni á framabraut auglýsi "söluvöru" sína þ.e. útlítið á þennan hátt til að eiga von í harðri baráttu um athygli heimsins. Þær hafa svo sumar orðið frægar og vilja óðar og uppvægar þagga niður í þessari fortíð sinni.
Í umræðunni hefur það virst að franleiðendur slíks efnis séu barnaníðingar og perrar sem versli með kvennfólk eins og þræla sem er neytt í þessa iðju.
Ég ætla ekki að efa það að það sé til.
Jóna Ingibjör Jónsdóttir hefur frætt landann um kynlíf um ára raðir og reynir hún hér á blogginu jonaingibjorg.blog.is að færa umræðuna á vitlegt plan.
Við leyfum ýmislegt sem hefur sínar skugga hliðar af því að megin þorri þeirra sem tekur þátt, annað hvort veitendur eða neytendur gera það þannig að það skaðar engann.
Ég er viss um að Villhjálmur borgarstjóri hefur skoðað erótískar myndir sem flokkuðust undir klám fyrir nokkrum árum.
Ég man ekki hvort það var Ford eða Carter forsetar Bandaríkjanna sem viðurkenndi að klæða konur úr í huganum þegar honum leist á þær. Öll bandaríska þjóðin ætlaði af göflum að ganga út af þessu. Þau 50% þe. karlmennirnir sem allir gerðu þetta meira eða minna (nema þeir sem klæddu karlmenn úr í huganum) þorðu ekki öðru en hneikslast.
Klám á ekki að vera hömlulaust. Við verðum að gæta þess að misbjóða ekki bligðunarkennd barna með því t.d. hvað þá heldur þegar framleiðslan byggist á þrælahaldi eða sölu, ofbeldi eða og barnaníð.
Við þurfum að uppfræða börnin okkar um ástina og samskipti kynjanna, hættu sem geta verið í kynlífi og þeirri vá em stafar af brenglun einstaklinga og viðbrögð við slíku. Við þurfum aldurstengt efni handa foreldrum. Ég segi aldurstengt þ.e. við dembum ekki fræðslu sem hæfir unglingi yfir ungabarn.
Við höfum ef til vill nægja fræðslu um mekaník og líffræði. Við þurfum að ræða tilfinningar virðingu og samskipti byggð á vináttu og jafnrétti. Við þurfum að leiða börnum okkar fyrir sjónir hvað vinnst með slíku á móti tjáskiptum sem þetta skortir.
Við þurfum að koma í veg fyrir alla misnotkun einstaklinga hvað þá heldur þrælahald.
En í öllu falli verðum við að vera hrein og bein. Ekki segja eitt og hugsa annað af því það er pólutískt "rétt". Þá dettur mér helst í huga "Nýju fötin keisarans."
Að banna einhverjum tölvunördum sem halda utan um löglegar heimasíður sem eru engu svæsnari en bleikt og blátt og ætluðu barast í blaá lónið er svolítið falskt. Við létum aðrar reglur gilda um útlendinga en okkur sjálf - Það er ekki gott hvað sem kláminu víðvíkur.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 26.2.2007 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
21.2.2007 | 19:26
Synjunarvald Forseta Íslands
20.2.2007 | 20:12
ER mogginn sorpblað?
Á mbl.is er frétt um framburð manns sem misþyrmti dóttur sinni kynferðislega. Framburðurinn er ekki síður sjúkur en hegðun hans eins ógeðsleg sem hún er og ætla ég ekki að fjalla um hana.
Mér finnst miður að mbl.is skuli vera að fjalla á þennan hátt um slíkan hrylling.
Ég talaði við mann sem er fæddur 1921 um ýmislegt m.a. um það að hann hafi misst tvær dætur sínar úr krabba. Hann sagði að enginn lífsreynsla sem hann hafði upplifað væri verri en sú að missa barnið sitt og hann hafði gert það tvisvar.
Ég hugsaði til þess hvernig ég bryggðist við ef ég missti annan tveggja drengja sem ég á og nú eru fullorðnir menn. Ég gat ekki hugsað þá hugsun til enda.
Ég held að það séu eðlilegar og heilbrigðar tilfinningar, væntumþykja gagnvart sínum. Þegar menn geta misþyrmt börnum sínum eins og þessi frétt segir frá þá hljóta menn að vera svo brenglaðir að það teljist sjúkt. Ef menn eru með svo sjúkt geðslag og hafa engar tilfinningar fyrir tilfinningum annarra getum við haft þá í þjóðfélaginu?
Er réttlætanlegt að við látum menn sem rústa lífi annarra til frambúðar nánast drepa menn andlega ganga lausa?
Þegar rætt er um þessi mál þá er rætt um þau af hefndarhug. Slíkt hefur ekkert upp á sig. Aðalatriðið er að verja þjóðfélagið fyrir mönnum sem eru gangandi tímasprengjur. Þar er ekki rætt um sök eins og reglur um sóttvarnir eru t.d. dæmi um.
Ég ætla ekki að fjalla nákvæmlega um hvað menn þurfa að hafa gengið í gengum áður en þeir teljast hafa fyrirgert rétti til að búa eftirlitslaust í þjóðfélaginu. Við höfum dæmi um menn sem hafa gert það og allir eru sammála um það. Hvar mörkin eru veit ég ekki. Hins vegar verður þjóðfélagið að verja sig. Það verður að kosta fé til að gera það. Þar sem ég get ekki fallist á það að slíkan viðbjóð geri heilbrigðir menn þá finnst mér vel koma til greina að gera líf þessara manna eins gott og hægt er mv. að þeir séu undir stöðugu eftirliti og komið í veg fyrir að þeir endurtaki brot sín.
Eftirlitið má hafa með stöðugum heimsóknum, rafrænni gæslu eða öryggisgæslu eins og ósakhæfir fá. Barast að þeir fremji ekki fleiri brot.
Segir unga dóttur hafa tekið við starfi vændiskonu af móður sinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |