Ekki bæði sleppt og haldið.

 

Samkvæmt greiningu Ólafs Stefhensens á skoðanakönnun þá fullnægja vinstri grænir þörfum manna fyrir grænt framboð. Skoðanakönnunin sýnir ekki mikið fylgi við þann eða þá grænu flokka sem enn eru í  burðarliðnum.

Þegar við kjósum flokk þá veljum við ákveðið samkrull. Hver flokkur hefur stefnu í sérhverju máli og hafi maður sterkar skoðanir til umhverfismála þá velur maður umhverfisflokk án tillits til afstöðu hans til annarra atriða. Það er athyglisvert hve stór hluti kvenna vill styðja VG. Hann sameinar hugsanlega skoðanir kvenna til umhverfismála og til jafnréttisbaráttunar. Vinstri grænir hafa ekki hampað sérstaklega skoðunum sínum upp á síðkastið til ríkisrekstrar, skatta og viðskiptafrelsis. Ögmundur hefur samt sem áður lýst síg andvígan mörgu sem ríkisstjórnin hefur gert í formi einkavæðingar og frelsis "auðvaldsins" 

 Það verður ekki bæði sleippt og haldið. Til að reka velferðarþjóðfélagið þá verðum  við að hafa mjólkurkýr sem afla ríkissjóði tekna. Best er að hafa þær margar sem greiða hver lítið en til samans mikið. Þetta hefur sýnt sig bæði í efnahagsundrinu á Íslandi og á Irlandi. Þegar ég heimsótti Írland fyrir all mörgum áratugum þá var þar mikil fátækt og þjóðfélagið mjög gamaldags. Nú hefur  efnahagur þess risið úr nær engu í hreint efnahagsundur. Björgúlfur Thor segir að þeir bjóði fyrirtækjum mjög hagstæð skattaskilyrði. Það er undirstaðan.

Við verðum að knýja velferðarkerfið með athöfnum manna sem vilja auðgast og sjá hér tækifæri umfram þau sem bjóðast í öðrum löndum. Ef vinstri grænir eru kosnir á grundvelli jafnréttis kynja og umhverfisstefnu og beita sér að því að snúa til baka þeim efnahagsframförum sem við höfum orðið vitni af og það snertir buddu venjulegra fjölskyldna hér á landi til hins verra er ég hræddur um að stefnan snúist upp í andhverfu sína og í stað umhverfishyggju hugsi menn um það eitt að snúa við atvinnuleysi og fátækt með hvaða ráðum sem bjóðast.  

 

 


mbl.is „Vísbendingar um að VG svari eftirspurn eftir framboði umhverfisverndarsinna"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Vel mælt Jón er þer svo sannlega sammála /Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 12.3.2007 kl. 11:21

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Mér skilst að venjulegur Íri hafi það ekert sérstakt, efnhagsundur eru reiknuð út á máta sem oft hafa ekkert með hag meðaljónsins að gera.

Tökum sem dæmi stóru uppsveifluna í BNA 1995-2000, þeir sem minna máttu sín stóðu algerlega í stað, þeir ríkustu urðu ríkari, fátækari fátækari.

Tökum efnahagsundursfréttum með fyrirvara.

Annað með Ísland er að þjóðfélagið var fyrir löngu komið upp í hágæða líferni upp úr 1980. Menn vilja gleyma þessu í æsingnum með braskarauppsveifluna, sem smágerður hópur hefur hagnast vel á. Þegar ég kom til USA 1983 var ég agndofa yfir fátæktinni sem ríkti þar sem ég fór í nám, hvað allt var afturábak, lítið um tækifæri og lágdeyða í öllu og öllum. Samt var efnahagsundur Reagans komið á fullt.

Ólafur Þórðarson, 13.3.2007 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband