Karrý on

 

Já það er karrý sem er umræðuefni þessa pistils. Sum okkar hafa tröllatrú á náttúrulækningum og helst flestum sem ekki eru menntaðir í venjulegri læknisfræði.

Í nútíma þjóðfélgi þá trúum við á vísindin. Við gerum þær kröfur til þeirra að þau leysi öll okkar vandamál. Læknisfræði er hluti af vísindunum og læknar mega ekki vera mannlegir og gera mistök enda kostar það stundum okkur sjúklingana lífið. Það er líklega þess vegna sem mér datt ekki í hug að læra læknisfræði enda með afbrigðum mannlegur að þessu leiti.

Að sjálfsögðu eru "gervilæknarnir" ekki fullkomnir. Við gerum heldur ekki kröfu til þeirra að þeir séu það. Þegar einhver læknast sem fer til slíks þá er það undur og stórmerki en ef lækni tekst vel upp er það bara af því honum tókst að vinna vinnuna sína skammlaust í það skiptiðþ

Læknavísindin teygja sig alltaf öðru hvoru yfir í óhefðbundnar lækningar. Það eru komnir áratugir síðan ég las það að læknanemar í bandaríkjunum væru ekki aðeins valdir eftir námsframistöðu heldur einnig eftir mannlegum þáttum í líkingu við óhefðbundna lækna. Slík atriði hafa áhrif. Ætli það sé ekki af slíkum ástæðum sem var spurt út í Barbapabba á inntökuprófi hér á landi.

Nú er verið að rannsaka fyrirbrigði sem hefur veirið notað til lækninga í yfir fimmþúsund ár og við höfum líka étið í langan tíma. Það er Karrý. Í nýjasta hefti Scientific American er fjallað um þetta töfralyf. Það á að auka minni gamalmenna - hafa læknandi áhrif á sum krabbamein, Alzheimar og elliglöp svo eitthvað sé talið. Ég var búinn að ákveða að éta karrý í hvert mál það sem eftir var lífsins. þeir eyðilögðu það að vísu. Þeir sögðu að slíkt lyf sem hefði svo víðtæk áhrif gæti einnig valdið einhverju sem ekki væri eins æskilegt. Ætli maður éti karrý aðeins eftir læknisráði í framtíðinni.

Hér er meðalhófið best eins og oftast.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Ef þú færð magaverki af öllu karrý átinu, geturðu drukkið piparmyntute. Það slær mjög vel á magaverki og ristilkrampa

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.4.2007 kl. 01:55

2 identicon

Já en karrý er ekki bara karrý. Karrý er blanda af allskonar, og ekkert eitt alheimskarrý til.

gerdr (IP-tala skráð) 3.4.2007 kl. 18:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband