Álög leyst af álfabæ

 Það er löngu þekkt að mikil álfabyggð er í Hafnarfirði margir álagastaðir og eitt álver.

Nú er verið að stöðva álverið með íbúalýðræði sem er eitthvað nýtt fyrirbrigði. Það er sagt að Davíð hafi látið kjósa um hundahald og það hafi verið íbúalýðræði. Ég man hins vegar ekki betur en það að lýðræðisleg niðursstaða úr þeirri kosningu hafi verið nei við hundahaldi og eftir það var hundahald leyft þ.e. bannað að nafninu til en leyft í reynd.

Kannski verður þetta eins með álverið. Hafnfirðingar héldu að þeir væru að kjósa um álver en voru aðeins að kjósa um það hvort það verði stækkað innan eða utan girðingar.

Og svo má endalaust spyrja hvað fólk var að meina þegar það kaus á móti. Var það á móti spennunni á vinnumerkaði, með litla manninum á móti auðhringnum, móti öllum peningnum sem áttu að koma í bæinn, á móti nágranna sínum sem hefur atvinnu af álverinu eða hvað. Ef til vill vildi það fá lóð undir einbýlishús eða atvinnurekstur.

Þetta er svo framtíðin. Íbúalýðræði og enginn veit fyrirfram hvað snýr upp eða niður í frelsinu sem þó fékk smá byr um tíma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Íbúalýðræði í þessum álmálum eru óskiljanleg. Ef á að fara kjósa um þetta, kjósa um hitt þá þarf að setja reglur um að a.m.k. 80% íbúa verða að samþykkja tiltekin mál.

Síðan fylgir auvitað skoðanakönnun, aftur og aftur skoðanakönnun með fjölmiðlafári sem endar auðvitað með því að allir hætta að taka mark á skoðanakönnunum og missa áhuga á málefninu. Ekki skapandi lausn til að vikrja fólk um menn og málefni. 

Besta lýðræðið er umræða á málefnalegum grunni og fá fram bestu fánlegu niðurstöðu.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 17.4.2007 kl. 17:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband