Einokkun glæpur gegn almenningi

Samkeppnisbrot eru taldir glæpir gegn almenningi í siðuðum löndum. Það er viðurkennt að fákeppni leiðir til lakari kjara fyrir almenning. MS hefur brotið grunn reglur sem samkeppniseftirlit fylgist með að séu haldnar.  Þeir viðurkenna það fúslega. Þeir segjast starfa inna einokunarlaga sérstaklega gerðum fyrir þá.  Samkvæmt þeirra sögn er ekki um lögbrot að ræða. Brotin voru framin, það er viðurkennt. Spurningin er hversu víðtækan skotrétt MS hefur á almenning.

Ég hef ekki þá yfirsýn yfir málið að ég geti dregið það í efa. Ég er ekki að ásaka þá um lögbrot. Ef þeir eru ekki sekir um lögbrot eru lögin röng.

Þeir reyna þó að verja gerðir sýnar og rétt sinn til einokunar.

Í þeirra vörn kemur ýmislegt í ljós. Einn talsmaður batterísins  hélt því fram að neytendur græddu á samkeppnisbrotum þeirra. Eftir þessari röksemdafærslu ættum við að auka einokun, afhenta einu olíufélagi einkarétt á að selja okkur bensín og olíur. Það mætti rökstyðja með sama hætti að þar næðust samlegðaráhrif sem kæmu neytendum til góða. Þau myndu í staðin ábyrgjast dreifingu um allt land.

Þessi maður sagði að mun hagkvæmara væri að MS seldi tengdum aðilum mjólkurafurðir á lægra verði því með því næðist hagkvæmni sem lækkaði verði til neytenda og nefndi hann tvo milljarða í því sambandi.

Ef hagræði er í því að selja tengdum aðila mjólk á ákveðnu verði, hvað er það sem hindrar MS að selja mjólk líka til samkeppnisaðila á sama verði. Hún ætti vegna hagræðingarinnar sem talað er um að standa betur að vígi vegna þessarar hennar.

Ekkert rökrænt svar getur verið annað en að MS notar einokunaraðstoð sína til að hindra aðra að framleiða úr mjölk.. Hún brýtur niður sprotafyrirtæki sem reyna að koma á einhverju nýju. Það er ekki aðeins verð sem verður hærra heldur gætu smáfyrirtæki þjónað þörfum sérvitra neytenda. Þeir gætu t.d. sleppt sykri og eiturefninu aspargam úr sínum vörum.

Hver eru svo rökin fyrir einokun MS. MS er ekkert nema iðnfyrirtæki. MS er ekki landbúnaður sem tryggir byggð í landinu. Ein rökin voru þau að MS tæki að sér að sækja mjólk til bænda hvar sem þeir byggju. Olíudreifing sér líka um að alls staðar fáist olía. Með einokun MS er veitt skotleyfi á almenning til að niðurgreiða mjólkurdreifingu. Einokun leiðir alltaf til hærra verðs. Hærra verð jafngildir skattlagningu. Miklu eðlilegra er að beita einhvers konar jöfnunargjöldum, ef þess er þörf.

Er MS fyrirtæki hina dreifðu byggða. Því er öðru nær. MS fækkar vinnutækifærum út um landið og dregur þau til þéttbýlisstaðanna.

Af hverju er ekki löngu búið að stöðva þessa einokun.

Er svarið hugsanlega að fyrirtæki með þessari ofboðslegu veltu haldi uppi mönnum sem tengjast inn í alla stjórnmálaflokka. Ég hef ekkert fyrir mér í þessum vangaveltum annað en það að það er gjörsamlega fáránlegt halda einokunaraðstöðu MS. Sérstaklega eftir þau brot sem talsmaður hennar hefur viðurkennt.

Nú er rætt um það alls staðar á Vesturlöndum að ríkir einstaklingar og fyrirtæki séu að eyðileggja lýðræðið. Jafnvel þó ekkert sé misjafnt í þessu máli verðum við að vera á verði. Hlustum á rök einokunarsinnanna. Ef Þau verða ekki vitrænni en þau dæmi sem nefnd hafa verið þá á leggst grunur um eitthvað misjafnt.

Ef við bættum fyrir fleiri sviðum einokunar þá geturm við haft ríkiseinokunarútvarp og sjónvar. Rökin fyrir því voru menningarlegs eðlis. Við gætum haft eitt samband samvinnufélga sem sæi um alla smásölu. Minna vöruúrval myndi strax spara í byggingum.   Við gætum stofnað gamla kaupfélagssýstem það sem miðstýrt vald í Reykjavík héldi áfram að telja bændum trú um að þetta sé fyrir þá.

 

Sem betur fer veit stór hluti almennings þegar hann er tekinn í rassgatið  Hvað þolum við þetta lengi.

 

Við Þurfum að snú bökum saman svo þessar aðferðir hætti. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband