Nú voru framin innbrot í Reykjavík?

 

Þessa nákvæma frétt af innbrotum í Reykjavík er eins og um nýlundu sé að ræða. Í mínu hverfi var brotist inn í nokkur hús fyrir tæpu ári. Þá heyrði maður sögur úr öðrum hverfum og lögreglan lætur að því liggja að þetta sé nánast daglegt brauð. Svo uppgötva fréttamenn þetta endrum og eins og gera úr því frétt frekar en að hafa mánaðar yfirlit yfir innbrot skv. skrám lögreglunnar.

Ég vek athygli á þessu til að leggja áherslu á það hversu mikilvægt er að lögreglan vinni raunverulega í anda hugmynda sem lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins leggur upp með það er sýnilega löggæslu í samvinnu við íbúa og grendargæslu.

Mér lýst þannig á lögreglustjórann að hann sé til þess líklegur að framkvæma það sem hann segir og þá eru það aðeins stjórnvöld og fjárveitingarvaldið sem geta komið í veg fyrir það.

 


mbl.is Þjófar á ferð á höfuðborgarsvæðinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fishandchips

Er þetta ekki bara þjóðfélagið??? Það er enginn til að líta til með börnum okkar og unglingum. Foreldrar allir svo uppteknir í vinnunni. Hvernig er næsta kynslóð að koma inn? Allir fíklar eða hvað. Held að við ættum öll að líta í eigin barm. Við erum að ala upp næstu kynslóðir. Og það er okkar ábyrgð

Fishandchips, 28.2.2007 kl. 21:40

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg þekki þetta vel var í forsöðu fyrir Hverfissatökum Iðnvga og mörg ár og setum við þar af stað Staðbundna vakt i öllu Hverfinu 1975 og siðan hefur hun verið/Aður en það varð var það hverfi eiggn þjófana!!!En hefur komið best ut öll þessi ár siðan/Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 28.2.2007 kl. 21:50

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Kæra Kristín.

Það eru ekki aðeins foreldrar sem eiga sökina. Næstum allir foreldrar leggja sig fram en gæta þess ekki að þeir verða stundum að velja á milli þess að fylgja fjöldanum í lífsgæðakapphlaupinu og hinu að sinna börnum sínum. Þegar ég var að ala upp þá tvo syni sem ég var svo lánsamur að eignast var kona mín heima með þeim á daginn og ég á kvöldin þegar konan fór út og kenndi nokkra tíma á kvöldi. Mér hefur tekist vel til. Drengirnir mínir eru báðir í yndislegum samböndum og hafa gefið mér heilbrigð barnabörn sem þeir sinna mjög vel. Ég átti ekki geðveik börn sem komust ekki fyrir á geðsjúkrahúsi vegna sparnaðar og var komið fyrir á sama stað og fíklar. Ég var ekki fátæk einstæð móðir sem gat ekki séð börnum mínum farborða svo þau voru tekin og sett á upptökuheimili þar sem 80% barnanna varð að afbrotamönnum.  Okkur vantar að leggja fé í forvarnir - bæði þjóðfélagsins og fjölskyldna.

Jón Sigurgeirsson , 1.3.2007 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband