Jafnrétti á æðstu stöðum

Valgerður utanríkisráðherra fjallar um stöðu kvenna í ríkisstjórnum og bendir m.a. á það að konur hafa ekki gengt ákveðnum ráðherraembættum. Það er til góðs að benda á slíka hluti. Það velkist enginn í efa um að konur eiga yfirleitt upp á brattan að sækja í stjórnunarstöðum jafnt hjá hinu opinbera sem hjá einkafyrirtækjum. Það er hins vegar ekki endilega tákn um þetta að konur hafi ekki gegnt ákveðnum ráðherraembættum. Miklu heldur er  að benda á hversu fáar konur hafa gegnt slíkum embættum. Hvaða embættum konur síðan gegna geta ráðist m.a. á tilviljunum eins og skiptingu ráðherraembætta milli stjórnarflokka og áhuga þeirra kvenna sem veljast til ráðherraembætta. Utanríkisráðherraembættið er yfirleitt talið næst virðulegast ráðherraembættið næst forsætisráðherra og kona gegnir því.

Konur eru ekki eins og menn. Það er að vísu ljóst að munur milli kvenna er aðeins mjög lítill hluti af muni milli einstaklinga og því má ekki segja að kona hafi ákveðna hæfileika eða skorti þá vegna kyns síns. Munurinn er aðeins almennur og kemur fram í stórum hópi en ekki á einstökum einstaklingum. Eftir sem áður þá eru vissir staðir sem þarfnast allra hæfileika bæði þeirra sem meiri líkur eru á að konur hafi og þeirra sem líklegra að karlmenn hafi. Þess vegna ætti t.d. að líta á það að æðsta stjórn ríkisins svo sem Hæstiréttur og ríkisstjórnir hafi jafnari skiptingu milli kynja. Þegar skipað var í hæstarétt og litið frekar á einhverja óskrifaða reglu um að lögmenn hefðu einhvern rétt til embættis fremur en aðrir og það metið meir en jöfnun kynjahlutfalla er náttúrulega algjörlega á skjön við þessa skoðun mína.

Góðar stundir.


mbl.is Umhugsunarefni að konur hafi aldrei gegnt ákveðnum ráðherraembættum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er forsetinn orðinn sjúkur?

 

Yfirlýsingar forsetans um að hann sé þjóðkjörinn og geti því gert það sem honum sýnist benda til þess að forsetinn gangi ekki heill til skógar.

Forseti Íslands hefur sýnt með akademískum árangri að hann hefur námsgáfur og rökgreind. Yfirlýsingar hans bera vott um algjöran skort á dómgreind.

Eins og ég hef sagt  og hef eftir færustu stjórnlagafræðingum á lýðveldistíma Íslands  þá er forseti íslands nánast algjörlega valdalaus. Hann er ábyrgðarlaus og ber ráðherra ábyrgð á gerðum hans skv. ákvæðum stjórnarskrár. Þegar af þessum ástæðum sýnir það hreina bilun að halda því fram að forseta sé frjálst að haga sér eins og honum sýnist og þurfi ekki að fara að stefnumótun ríkisstjórnar og Alþingis.   Hann heldur því fram að hann geti framkvæmt mikilvæga hluti t.d. tekið þátt í pólitískum ráðum án samráðs við ráðherra sem svo ber ábyrgðina. Hann ruglar saman völdum forseta í þingræðisríkjum og ríkjum með ríkara forsetavald.

Forseti skipar ráðherra. Hann verður að gera það í samræmi við þingræðið. Hann verður þar að gera eins og honum er sagt.   Svo er líka með allar aðrar gerðir hans.
 
Það er eðlilega algjörlega út í hött að forseti geti haft sjálfstæða utanríkisstefnu.  Slíkt myndi einfaldlega ekki ganga upp.


Forsetinn er aðeins kosinn kóngur. Engar breytingar voru gerðar á embættinu    þegar við skiptum út danakonungi fyrir forseta Heimildir hans eru nákvæmlega þær sem konungur hefur í þingræðislandi þ.e. nánast engar og jafnvel er stjórnarskrártextinn takmarkaðri fyrir forseta en voru um konung.  Einu sjálfstæðu heimildirnar sem hann hefur er rétturinn til að velja forystumann þingflokks til að vinna að stjórnarmyndun. Ef hann gerir það ekki rétt og flokkar sem hann hefur ekki tilnefnt mynda stjórn getur hann ekkert gert annað en að fallast á þá gerð og skipað þá ráðherra. Hann getur einnig skipað utanþingsstjórn ef þingið getur ekki myndað stjórn en sú stjórn er háð þinginu og geri hann það í andstöðu við vilja þingsing fellir þingið stjórnina með vantrausti og gerðir hans eru þar með orðnar að engu. Flestir stjórnlagafræðingar hafa talið að neitunarvald forseta sé ekki sjálfstætt og synjun forseta á því að skrifa undir fjölmiðlalögin hafi verið stjórnarskrárbrot.

Tilvísun forsetans í það að hann sé þjóðkjörinn og að það gefi honum einhverjar heimildir eru út í hött. Hann var kosinn til valdalauss embættis og hefur fengið þær heimildir og aðeins þær heimildir frá þjóðinni. Hann hefur þegar farið út fyrir þær heimildir. Hann hefur reynt að nota virðingu sem embættið nýtur til að blekkja þjóðina og telja henni trú um að hann hafi einhver völd í því augnarmiði að halda uppi sjálfstæðri “vara rikisstjórn” með synjunarvaldi og sjálfstæðri utanríkisstefnu. Þetta gerir ekki maður með fullu viti.


Hann á að vera sameiningartákn Íslensku þjóðarinnar.  Hafinn yfir gagnrýni en ekki brjóta stjórnarskrá og villa um fyrir þjóðinni í stjórnskipulegu tillit.

Það ættu allir flokkar að sameinast um það að verja stjórnarskrána og lýðræðið og setja forsetann af. Það er minningu hans best að hann verði ekki dæmdur af sjúklegri hegðun í enda starfsferils síns.


Frelsið

 

Það er sagt að orðið frjálslyndur hafi verið eyðilagt með útþynningum. Upphaflega var ætlunin að hafa nánst ekkert ríkisvald. Markaðurinn átti að ráða.

Þó ég hefi alltaf verið talsmaður þess frelsis sem við njótum í dag og þurfti að berjast fyrir gegn afturhaldsöflum þá er ég jafn sannfærður um takmörkun frelsisins. Í fyrista lagi eru það svokallaðir markaðsbrestir t.d. þegar fyrirtæki sameinast gegn neytendum. Þetta átti sér stað í olíumálinu og ef til vill eru bankarnir nú að leika sama leikinn.

Þá hafa fyrirtæki ekki séð sér nægan hag í því að styðja velferðarmálefni þó kenningar séu á lofti um að það geti verið jafn holt félaginu og þjóðfélaginu. Slík viðleitni er engan vegin nægjanleg. Það er t.d. aðeins einn banki sem lýsir því yfir að hann styðji slíkt og aðeins brotabrot af þeim hagnaði sem hann hefur fer í slíkt.

Ég tel að velferð sé þjóðhagslega hagkvæm ef hún er þannig skipulögð að henni sé beint að velferð uppvaxandi kynslóða, fyrirbyggjandi aðgerðum gegn heilsubresti og glæpum og stuðningi og hvatningu til sjálbjargar. Þá er ég hlyntur því að munur milli fátækra og fjöldans verði ekki óhóflega mikill þ.e. að þjóðfélagið stundi vissa jöfnunarstarfsemi með skattakerfinum. Skattakerfið á eftir sem áður að vera einfallt. T.d. er besta aðgerðin til jöfnunar kjara fólks að greiða öllum mjög háar barnabætur og hækka persónuafslátt. 

Ég tel mikilvægt að hafa allar millifærslur einfaldar. Ég tel mikilvægara að koma í veg fyrir "fátæktargildrur" þ.e. það þegar skattlagningu er svo fyrirkomið að á vissu tekjubili fari allar tekjur í hækkuð gjöld en að koma í veg fyrir að meðaltekjumaður fái styrk svo sem niðurgreidd barnaheimilisgjöld eða því um líkt.

Þá er náttúrulega grunnregla frelsisins að enginn má genga á rétt annarra til að njóta síns frelsis.

 Að þessu gefnu þá á grunnreglan að vera að allt sem ekki er bannað sé leyft en ekki það sem sumir vilja að allt sem er ekki leyft sé bannað.

 

Góðar stundir.  

 

  

 

 


Sækjum þróunaraðstoð til Noregs

 



Ég tek mikið af myndum og átti meðal annarra myndir af blindum börnum og unglingum sem birst höfðu opinberlega. Af þvi tilefni leitaði til mín sérkennari hér á landi sem ættuð er frá Sviss en hefur búið hér í nokkur á og öðlast hér ríkisborgararétt. Tilefni heimsóknarinnar var að fá myndir til að sýna með fyrirlestri sem hún kemur til með að halda í þekkingarmiðstöð blindra í Noregi.


Hún átti með réttu ekki orð til að lýsa því hvað Íslendingar eru aftarlega á merinni hvað varðar kennslu og þjónustu fyrir blinda. Tæplega 170 börn hér á landi falla undir skilgreiningar Blindrafélagsins sem eru viðmiðunarreglur víða þ.e. hafa undir 30 % sjón með bestu hjálpartækjum. Stór hluti þessara barna getur ekki lært svartletur eins og þeir sem sjá lesa. Til að þau verði læs og skrifandi verða þau að læra blindraletur sem er samsett úr tveimur dálkum af punktum yfirleitt með þremur þunktum í hvorum. Það er skemmst frá því að segja að nær engin slík kennsla fer fram. Aðeins einn sérhæfður blindrakennari er starfandi og engin þekkingarmiðstoð sem getur stutt almenna kennara í kennslu við blinda.


Þegar þjónusta við fullorðna blinda er skoðuð tekur varla betra við. Einn umferliskennari þ.e kennari sem kennir blindum að athafna sig og ferðast um er starfandi og er að hætta. Hann þjónar þeim 1400 mans sem teljast undir sömu viðmiðunarmörkum.


Ef menn geta ekki lesið, hvernig bjarga menn sér? Með aðstoð tölvu er t.d. Hægt að skanna inn bréf og láta breyta myndinni sem þannig myndast í tölvuletur sem talgervill les. Á fundi í Blindrafélaginu kom m.a. fram að nýblindri konu á miðjum aldri var synjað um talgervil af því fjárveitingar voru uppurnar og eldra fólki er einfaldlega synjað vegna forgangs þeirra yngri. Þeir sem stunda skólanám fá yfirleitt þessi hjálpartæki. Þá eru styrkir til tölvukaupa mjög skornir við nögl á þeim forsendum að tölvur teljist til almennra tækja sem allir eiga að geta veitt sér. Það er að vísu rétt að margar heimilistölvur eru til hér. Það er hins vegar nánast útilokað að blindur maður geti deilt tölvu með öðrum, sérstaklega ekki unglingum sem eitthvað kunna fyrir sér. Blindi maðurinn hefur sára lítla möguleika að laga það sem fer úrskeiðis því slíkt er svo sjónrænt. Þar að auki er blindi maðurinn miklu háðari því að hafa tækin í lagi og er því litð svo á að hann verði að hafa sér tæki fyrir sig og eru því tölvukaup blindra og sjónskertra yfirleitt greidd að fullu á Norðurlöndum.


Kennsla blindra barna er mjög sérhæfð. Gera þarf sérstakar upphleyptar myndir fyrir þau ganga verður um með þeim og sýna þeim hvern hlut í umhverfinu og taka verður tillit til fötlunar þeirra við allar útskýringar. Þá þarf að beita sérsniðnum aðferðum í ýmsum fögum svo sem stærðfræði, eðlisfræði o.þ.l.


Meðan aðeins er einn blindrakennari sem sinnir einu barni af nærri 170 í skólakerfinu þá sviptum við blind börn þeim rétti sem þau hafa samkvæmt lögum jafnréttisákvæðum og félagsákvæðum stjórnarskrár að mennta sig.


Meðan gamallt fólk sem verður blint fær enga aðstoð eða kennslu þá lokum við það inni, ekki aðeins í bókstaflegri merkingu heldur einnig hvað varðar aðgang að samfélaginu.


Nýlega var lagður niður sérhæfður skóli fyrir blinda. Það var gert á grundvelli þess að fatlaðir áttu ekki að vera einangraðir frá heilbrigðum börnum. Þetta leit flott út á pappírnum. Það var hins vegar sleppt þeim mikilvæga hluta að legga fé til að stiðja skólana til að geta annast þetta hlutverk og koma upp þekkingarmiðstöð sem skólar geta leitað til um stuðning og kennslu.


Þegar að þessi kona hafði samband við yfirmann þekkingarmiðstöðvarinnar og sagði upp og ofan frá því sem hún ætlaði að segja þá sagði hann að Noregur veitti þróunaraðstoð og miðað við þetta þá væri Ísland verr sett en þau lönd sem þeir væru að styrkja – Ísland gæti þvi sótt um.


Það var grundvallar stefna gamla sjálfstæðisflokksins sem hvar í einhverja öfga hægristefnu að styðja menn til sjálfsbjargar. Blindir Íslendingar hafa stjórnað fyrirtækjum eru alþingismenn, verkfræðingar, lögfræðingar nuddrar og starfa við símvörslu svo dæmi séu tekin. Blindir geta menntað sig og stundað störf sem krefjast menntunar. Ef þeir njóta ekki menntunar eru möguleikar þeirra mjög fábrotnir. Sækjum því um þróunaraðstoð og setjum í þetta það fé sem vantar.


Týndi milljarður Framsóknar.

Hverfandi leyf að einum fjórflokkanna kallar sig enn Framsókn. Flokkurinn stóð á bak við verslunareinokun kaupfélaganna sálugu þar sem bændum var skylt að leggja inn til slátrunar fé sitt og gátu ekki tekið út andvirðið nema í vörum hjá viðkomandi kaupfélagi.  Þetta þótti svo sjálfsagt að til undantekninga heyrði að einhver mótmælti.  Flokkurinn vill í dag gleyma þessum syndum sínum og afneitar þeim með öllu. Ekki verður hægt að láta fara fram hlutlausa rannsókn á þessu fyrr en flokkurinn er allur og styttist vonandi í það.  Flokkurinn lifði á mismunandi gildi atkvæða. Það þótti sem sagt rétt að maður sem valdi sér búsetu úti á landi réði miklu meiru um stjórn landsins en höfuðborgarbúinn.  Með tökin í gegnum kaupfélögin að vopni og einhvers konar félaglegar aðgerðir þar sem kaupfélagið batt vaxtalítið fé hinna ríku í óðaverðbólgu í vörum sem seldar voru á úreltu verði til fjöldans þá kusu fátækir bændur flokkinn. Þegar svo atkvæðamismununin stóðst ekki lengur tímans tönn missti flokkurinn tökin. Vernd yfir kaupfélögunum veik fyrir frelsinu og þau stóðust ekki samkeppni. Nú telja menn til sveita mesta þjóðþrifamálið að opnuð hafi verið Bónusverslun.  Flokkurinn hefur upp á síðkastið reynt að skilgreina sig sem framsækinn miðjuflokk. Fyrir kosningar lýgur hann því að þjóðinni að svo sé. Hann hefur þó síðustu 12 ár gert verstu atlögu að íslensku velferðarkerfi sem gert hefur verið frá því að alþýðuflokkurinn sálugi kom núverandi kerfi á með stuðningi Sjálfstæðisflokksins.  Hann lofaði milljarði í varnir gegn fíkniefnum. Hann hefur reynt að sannfæra þjóðina um að það hafi verið gert. Peningarnir sem hann tilgreinir eru einhverjar millifærslur á milli liða í sama málaflokki og standast ekki verðbreytingar.  Byrgismálið er til komið vegna þess að ráðherrar framsóknar veigruðu sér við að setja fé í úrræði sem gæti komið  í staðin og hunsuðu því viðvaranir. SÁÁ er á kúpunni af því að sá félagsskapur er að reyna að hjálpa langt leiddum fíklum – smitberunum – af götunni. Framsókn er ekki til í að styðja það starf þrátt fyrir kosningarloforð.  Framsóknarflokkurinn var með stærstu loforðin fyrir seinustu kosningar og verstu svikin með hræðilegustu afleiðingunum.  Látum flokkinn sæta pólitískri ábyrgð.   

Ekki varanleg stéttaskipting

Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor hefur reiknað út að kaupgeta tekjulægstu Íslendinganna hefur aukist þó hún hafi ekki aukist jafn mikið og þeirra ríku. Þeir fátækustu hafa nú 2,8 % meiri kaupgetu en áður en þeir ríkustu mörg þúsund sinnum meiri. Þetta finnst honum hið besta mál. Betra er að hafa þessa ríku hérna en að þeir færu með auð sinn út.

Ég er alveg sammála Hannesi að svo fremi sem milljarðamæringar misnoti ekki auð sinn til illra verka er mjög gott að þeir geymi auð sinn hér. 2000 ríkustu Íslendingarnir skipta engu máli í því sem ég fjalla um. Við getum litið fram hjá þeim. Án þess að hafa nákvæmar tölur þar um þá óttast ég að þó þeir væru ekki með í dæminu þá hafi dregið í sundur með fátækustu einstaklingunum og miðtekjufólkinu. Það er miður.

Ástæður fyrir því að þetta bil má ekki vera of mikið er nokkrar.

1. Ef bilið er mjög mikið myndast tvær þjóðir í landinu. Þeir fátæku upplifa reglur samfélagsins sem reglur “hinnar” þjóðarinnar sem þvingaðar eru upp á þá. Það eykur tilhneigingar til andþjóðfélagslegrar hegðunar. Þessi þróun er löngu byrjuð.

2. Ríkidæmi er afstætt. Bæði er það tilfinningin um ríkidæmið og líka möguleikarnir.  Ýmislegt sem er takmarkað verður dýrara þegar fjöldinn sem hefur meðaltekjur auðgast. Dæmi: Flestir gátu átt hest fyrir áratug. Með auknum peningum meðaljóna þá verður beitiland  og hesthúspláss og ýmislegt varðandi reiðmennsku mun dýrara. Alls kyns veiðileyfi, jarðnæði og fleira sem ekki telst til daglegrar neyslu verður dýrara. Það þýðir að sá fátæki getur veitt sér minna eftir því sem meðaljóninn verður ríkari.

3.  Þegar ég var að alast upp komust menn ágætlega af án bíls. Kaupmaðurinn á horninu hafði flest það sem mönnum vanhagaði um. Vörurnar voru aðeins dýrari en það sparaðist margfellt á því að þurfa ekki að reka bíl. Með auknum tekjum meðaljónsins hafa hverfaverslanir dáið drottni sínum og engin kemst af án bíls.

Þessi dæmi sýna að það sem skiptir máli þegar metið er hvort sá fátæki er betur eða verr settur á einu tímabili en öðru er ekki eingöngu samanburður á tekjum hans á öðru tímabilinu í samanburði við hitt heldur einnig samanburður á tekjum hans miðað við meðaljóninn.

Í samanburðinum má heldur ekki gleyma hversu mikið af mikilvægri þjónustu er ókeypis eða niðurgreidd og hvernig þjóðfélagið jafnar möguleika barna til þess að “fara á milli stétta” þ.e. hvort ákveðin hluti þjóðfélagsins verður dæmdur í einhvera stétt mann fram af manni.

Tökum vel á móti heiðarlegum fjármagnseigendum en gætum bilsins á milli meðaljónsins og þess fátæka með góðum persónuafslætti á skatti, ókeypis skólum, stuðningi við félagslega illa  sett börn og fötluð, háum barnabótum – ótekjutengdum – stuðningi við tómstundastarf og námskeið barna svo sem listnám utan skóla.  Þó allir þessir styrkir séu ótekjutengdir þá minnka þeir bilið. Hver króna vegur miklu meira hjá þeim tekjuminni – þess vegna fær hann meira þó hann fái jafnt.


Hin þögla stjórnskipunarbylting

  Í umræðunni um heimildir forseta Íslands er mikið lagt upp úr því að hann sé þjóðkjörinn og menn álykta frá  því að hann hafi sjálfstæð völd.

 

Slíkt mundi aldrei ganga upp. Það er ekki hægt að hafa tvær ríkisstjórnir í landinu. Þar að auki eru mjög fastmótaðar reglur sem takmarka allt vald konunga í lýðræðisríkjum með þingræði eins og okkar. Forsetinn er ekkert nema kosinn konungur skv. stjórnarskrá. Lítill munur er á stjórnarskrá konungsríkisins Íslands og lýðveldisins Íslands með þeim breytingum þó að í stað konungs kom orðið forseti. Þá var neitunarvald konungs afnumið og sett ákvæði um skot máls í þjóðaratkvæði í staðinn. Þar sem það hefði verið brot á venjubundinni stjórnskipunarreglu að konungur synjaði lögum staðfestingar og tilgangur íslenska ákvæðisins var að takmarka enn frekar þessa möguleika þá er það einnig brot á stjórnskipunarvenju að forseti neiti að staðfesta lög. Neitun á staðfestingu hlýtur að vera stjórnarathöfn vegna áhrifa hennar og engin stjórnarathöfn hefur gildi nema ráðherra undirriti.

 

Það eru líka alls kyns óleysanlegar flækjur sem gætu komið upp í stríði forseta og ríkisstjórnar. Af sögu þingræðis er ljóst að það að neita að skrifa undir lög er ekkert annað en að segja ríkisstjórn stríð á hendur.

 

Nú ætlar forsetinn í "frítíma" sínum að taka þátt í há pólitískri ráðgjöf þ.e. ráðgjöf um stjórn annars ríkis. Getur englandsdrottning verið ráðgjafi Norður Koreu í frítíma sínum. Þjóðhöfðingjar hafa engan frítíma. Þeir eru alltaf í hlutverkinu að því leiti að þeir mega ekkert aðhafast sem samrýmist ekki embættinu. Ráðgjöf forseta við stjórnun annars ríkis er utanríkismál og algjört brot á öllum reglum um embættið að taka þátt í slíku nema sem fulltrúi Íslands þ.e. ríkisstjórnar Íslands en utanríkisráðherra fer með þessi máli. Hann ber ábyrgð á öllu sem forsetinn gerir.

 

Forsetanum var ekki boðið þetta sem fyrrverandi alþingismanni, ráðherra eða háskólakennara. Honum var boðið þetta sem forseta Íslands.

 

Ég er ekki að gagnrýna einmitt þau mál sem forsetinn setur á oddinn. Þau eru góð og gild. Það er að hann hafi gert það sem er alvarlegt fyrir framtíðina, stjórnskipun okkar og lýðræðið.  


Flokkun þjóðfélagsþegnanna.

Við höfum heyrt í fréttum sorgleg dæmi um illa meðferð á einstaklingum sem færðir hafa verið eða ákveðið að fara sjálfir undir verndarvæng hins opinbera eða einkastofnanna styrkta af því.  Það er sameiginlegt með tveimur verstu dæmunum að staðirnir eru ruslakistur fyrir einstaklinga sem skylt er að sinna á viðeigandi stofnunum en ódýrar er að sleppa því og koma þeim fyrir þar sem minnst vandræði verða af þeim. Góður vinur minn sagði að það væri hæpið og opna fjörutíu ára gömul mál með slíkum látum sem Breiðavíkurmálið er opnað. Hann hefur mikið til síns máls. Sumir af þeim sem vistaðir hafa verið þar fá martröð þegar þessi ósköp eru rifjuð upp. Það er hræðilegt ef þeir einstaklingar sem ekki koma fram líða enn meiri kvalir en ella vegna einhvers skemmtana­gildis hryllingsins.    Gyðingar hafa aftur á móti haldið sjálfir á lofti minningunni um helförina á þeim forsendum að slíkur hryllingur megi aldrei gleymast og aldrei endurtaka sig.  Get ég líkt þessu saman? Menn voru í öðru tilfellinu drepnir og í hinu tilfellinu í raun sviptir miklum hluta lífsins.  Þetta skeður ekki í dag? Jú-  Birgismálið er í dag. Það er sameiginlegt með þessum málum að við flokkum borgara landsins. Sumir eru þriðja flokks og fá ekki þá þjónustu sem getur bjargað þeim. Á meðan heldur þjóðfélagið við fíkniefnaneyslu og glæpum eða jafnvel býr til glæpamenn. Hvað er gert við þriðja flokks borgara í dag, börn og fullorðna?  Börnin sem lentu á Breiðuvík voru frá fátækum og brotnum heimilum. Vandræðin voru hjá foreldrunum eða þjóðfélaginu en ekki hjá börnunum. Óregla á heimili, fátækt, geðraskanir barnsins, ofvirkni, athyglisbrestur eða aðrar sérstakar fatlanir eða jafnvel eðlilegur óvita­skapur stundum framinn eftir áföll. Börnunum var hins vegar hengt.  Er haldið betur utan um þessi börn í dag? Ég veit að það eru enn mjög miklar brotalamir í þjónustu við slík börn. Ég er sannfærður um það að enn er verið að rústa framtíð einstaklinga á Íslandi í  sparnaðarskyni.   Meðan illa er haldið utan um þá einstaklinga sem stjórnvöld flokka í þriðja flokk, þá er réttlætanlegt að halda syndum þess opinbera á lofti. Ég bið þolendur afsökunar á að halda við umræðunni. Ég geri það til að kvöl ykkar verði ekki til einskis. Það er eina sem réttlætir umræðuna er að gera verulega bragarbót og láta aldrei koma upp aðra Breiðuvík.  Mér þætti vænt um að einhver svaraði því til af hverju er verið að koma á stofnun fyrir ofvirk börn úti í sveit í stað þess að hafa hana nálægt foreldrum barnanna.  Er sagan að endurtaka sig. Ef þessi umræða kemur í veg fyrir það þá er vel.

Draugalandið

Draugalandið.

Gamlar og nýjar beinagrindur – mannslíf skemmd – engin ábyrgur. Ekki er um peninga að ræða. Þetta er ekki efst á Baugi heldur tengist stjórnvöldum og þau eru ekki dregin í dómstóla. Pólutísk ábyrgð? Hvernig vitum við hver er sekur þegar þeim tekst að segja gáfulegar sögur um að það sé einhver annar sekur – ekki þeir. Hvaða flokkur er saklaus og ef hann er það er það aðeins af því að hann hefur ekki haft aðstöðu enn.

Hvert málið á fætur öðru sem krefst ýtarlegrar rannsóknar dúkkar upp  – frásögn frá virtum manni – sem var ef til vill ekkert virtur þá því sjónvarpið hafði ekki gert hann frægan og skýrsla sérfræðings nægði ekki til aðgerða.

Stofnun rekin um áraraðir sem framleiddi niðurbrotna einstaklinga sem lentu á götunni í heimi fíknar og afbrota. Stofnun sem eyðilagði líf fjölda manna og kostaði þjóðfélagið ómælt fé og hefur áhrif á alla sem tengjast þeim.

Aldrei hefur íslenskur ráðherra verið sóttur til saka. Eru þeir saklausir? Hver ber þá  ábyrgð?

Meðan þeir eyða tugum milljarða í gælu verkefni er ekki til fé fyrir læknisþjónustu fyrir langt leidda fíkla. Það er leitað til kuklara sem býður ódýra þjónustu með einhverjum trúarlegum fronti á hreinum misgjörðum. Peningamálin í rúst en of dýrt að stöðva hann því það myndi kosta að það þyrfti að taka á málunum. Mannlegur harmleikur segja stjórnmálamenn og engum um að kenna. Það vantaði allt eftirlit og engum um að kenna. Það heyrði ekki undir mitt ráðuneyti þó kæmu tilkynningar um að starfsmenn misnotuðu skjólstæðinga sína og gerðu konur ófrískar.

Engin ástæða til rannsóknar – Við erum stjórnmálamenn og megum gera það sem okkur sýnist – Við erum hafnir yfir ábyrgð – bendum á pólutíska ábyrgð sem segir ekki neitt ef ekki er fundið út hver ber ábyrgðina. Ekkert má rannsaka og kjósendur kjósa áfram að venju. Jafnvel þó þeir færðu sig milli flokka kæmust hinir seku áfram að – þeir kysu sér aðeins stærri samstarfsflokk eða flokka.

Þetta eru bara olnbogabörn sem enginn vill vita af eins og gamla fólkið sem rænt er sérmerktu fé í hjúkrunarrými til að gera auglýsingar fyrir ráðherra og í önnur gæluverkefni meðan hjón geta ekki eytt æfikvöldinu saman vegna skorts á slíkum rýmum.

Olnbogabörnin eru fleiri eins og við öll vitum. Mannslíf er lítils metið. Aðeins völd og þeir sem þau hafa samtryggja sig gagnvart okkur vesalingunum almúganum þessum 299 þúsund 9 hundruð sem allt eigum en ráðum þó engu.

Það eru margar beinagrindur í draugalandinu. Svona er þetta ekki í siðuðum löndum.

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband