11.10.2008 | 12:55
Gjaldþrot er hreinsun
Nú er uppi áætlun G7 ríkjanna um að ríkisvæða bankakerfi heimsins í stórum stíl. Hagfræðingur hjá erlendum fréttamiðli sagði þetta alveg ömurlega aðgerð. Í stað þess að láta markaðinn leysa það hvaða fyrirtæki lifa og hvaða deyja og láta menn taka tapið af hættulegum lánum svo sem vöndlalánunum bandarísku þá er dælt peningum í kerfið. Nauðsynleg hreinsunin á slæmum viðskiptum og fyrirtækjum fer ekki fram og fjárfestar fá ekki þá trú á kerfið sem nauðsynleg er. Við tekur ríkisrekstur með þeim takmörkunum í hagvexti sem því fylgir. Gífurlegt tap sem orðið hefur í kreppunni vinnst ekki upp og kreppan dregst á langinn.
Ég skal ekki segja hvort þessi gagnrýni sé rétt en mér finnst hún hljóma mjög sannfærandi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ég er sammála þér rökin virðast sannfærandi. Sinubruni er líka hreinsun. Spurningin er bara hvor við erum tilbúin að taka afleiðingunum.
Björn Bjarnason, 11.10.2008 kl. 13:21
Já holdum áfram í sömu skynsemis átt. Nokkrir mjög góðir vinir fara í ljósmyndaferð á góðum jeppa og nú er farið sem leið liggur, en svo óheppilega vill til að ein brúin sem farið er yfir brestur og aðeins einn lifir af, eftirá horfir hann yfir sviðið og segir, þetta var nauðsynleg hreinsun.
Það er nefnilega þannig að ég er bara pípari og ég geri mér grein fyrir að vatnið verður að koma frá uppsprettu og það verður að komast áfram ef það á að renna.
Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 11.10.2008 kl. 13:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.