Rússarnir koma

Það var ánægjulegt að heyra frá Japönum að þeir leggja áherslu á að ísland verði aðstoðað út úr krísunni eins og öðrum þjóðum. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn mun gera það og ekki hafa eins ströng skilyrði eins og verið hafa undir öðrum kringumstæðum.  Það tekur okkur tíma að komast í gang þegar óveðrinu slotar eftir eitt til tvö ár skv. spám Alþ gjaldeyrissj.. Við þurfum að lifa þangað til - draga saman seglin og við höfum fullt af ungu fólki til að byggja upp traustara þjóðfélag að kreppunni lokinni.  Fyrir það fólk sem er ungt núna. - Ykkar bíða góðir tíma  - hafið þolinmæði um stund. Það er reynsla af slíkum kreppum að uppbygging hefst að þeim loknum.  Ráðamenn gera margar vitleysur en ég hef þá trú að þeir geri ekki verra en hver annar í þeirra sporum. Þeir standa sig að mörgu leyti mjög vel. Stefna þeirra og annarra þjóðarleiðtoga í Evrópu er hins vegar al vitlaus á heimsvísu. Nú eru menn að átta sig á að það þarf ekki aðeins að bjarga einstökum löndum heldur þarf átak sem er hafið yfir landamæri. Hnútukast "vina" okkar í okkar garð er toppurinn á ísjakanum sem marar yfir Evrópu núna. Ef til vill á hann efir að kæla fleiri en okkur. http://www.guardian.co.uk/business/2008/oct/09/globaleconomy.creditcrunch    
mbl.is Rússar og IMF sameinist um lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Breytt heimsmynd?

1. Íslenskir fjárglæframenn, 20-40 að tölu, hafa sett  landið á hausinn.

2. NATO ríkið Bretland sá að lokum til þess að allt féll um koll.

3. Bretar arðrændu okkar fiskiauðlindir um áraraðir, við skuldum þeim ekkert. Þeir skulda okkur.

4. Nú stöndum við Íslendingar einir eftir með skuldaklafa útrásarprinsanna.

5. Rússar vilja hjálpa okkur, einnig Norðmenn, en alls ekki Bandaríkjamenn, eða aðrar NATO þjóðir.

6. Nú er runninn upp nýr tími, segjum Ísland úr NATO og lýsum yfir sjálfstæði Íslands að nýju, með hlutleysi að hætti Svía.

7. Okkur er enginn akkur í  handónýtum NATO þjóðunum lengur - sjálfstæði og hlutleysi - það er framtíð okkar lands.

8. Íslandi allt, núna og um ókomna framtíð.

Björn Birgisson, 11.10.2008 kl. 02:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband