Er kapítalisminn dauður.

 Viðskipti eru jafn gömul mannkyninu og jafnvel eldri. Viðskipti milli manna eiga sér stað þar sem þau eru bönnuð. 

Mis mikið af viðskiptum geta átt sér stað í fyrirtækjum í eigu einstaklinga annars vegar og ríkisins hins vegar. Viðskipti einstaklinga verða hins vegar ekki brotin niður.

 

Menn hafa afneitað þeirri kenningu fyrir löngu að markaðurinn geti annast sig sjálfur. Menn hafa uppgötvað svokallaða markaðsbresti. Einn af þeim er tilhneiging til samþjöppunar fyrirtækja þangað til þau ná markaðseinokun. Þá fara fjárfestar eins langt og lög leyfa og getur hegðun þeirra orðið skaðvænleg öðrum. Í þriðja lagi fara menn út fyrir það sem lög heimila, stunda ólögleg viðskipti sem erfitt er að fylgjast með. Alls kyns leiðir eru valdar til þess að hylja slóðina og reynist það eflaust auðveldar hjá fyrirtækjum sem reka stöðvar í mörgum löndum.

Þrátt fyrir þá miklu kreppu sem nú er í heiminum er ljóst að ekkert kerfi er betra en tiltölulega frjáls markaður. Ég segi tiltölulega frjáls. Ríkið verður að setja leikreglur og gæta þess að leikmenn á frjálsa markaðnum skaði ekki hagmuni annarra eða þjóðarinnar í heilda. Frjáls markaður virkjar fólk og auðlindir betur en nokkuð annað kerfi.

 

Kreppan leiðir í ljós fjölmarga galla á regluverkinu og siðferðilega vafasama hegðun ef ekki ólöglega. Þá er ég ekki að tala um íslenska athafnamenn sem nú heita bara auðmenn. Skuldavafningarnir vegna vonlausra húsnæðislána í Bandaríkjunum klæddu glötuðu lánin í felubúning sem mér finnst hljóta að hafa verið siðferðilega vafasamt svo ekki sé meira sagt jafnvel þó einhver ábyrgð væri tekin á þeim var ekki fé í sjóði til að standa við þá tryggingu.

 

Það sem við uppskerum í lok kreppunnar sem nú hefur vonandi náð hámarki er mikil yfirferð yfir hvað fór úrskeiðis. Við þurfum að gera það og breyta reglum og auka eftirlit.

 

En án kapítalisma þurfum við ekki að láta okkur dreyma um að ná okkur á strik að nýju. -


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Sammála þessu!!!Góður pistill/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.10.2008 kl. 00:15

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Ég veit ekki hvort satt er að markaður frelsi fólk svona mikið, fer eftir hvort þú ert bara að selja eitthvað eða hvað? En að venju góð færsla.

Ólafur Þórðarson, 26.10.2008 kl. 19:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband