3.4.2008 | 17:45
Fylkjum okkur í kringum foringja á stríðstímum.
Lögreglan á að rannsaka hverjir standa fyrir því ofbeldi sem atvinnurekendastétt nokkur hefur í frami gegn þeim sem vilja komast leiðar sinnar um götur borgarinnar. Síðan á að kæra þá fyrir það að valda almannahættu og gera þá ábyrga ef rekja má dauðsföll til þeirra. Þá á að kæra þá fyrir manndráp af gáleysi og þar sem hættan sem þeir valda er mikil á dómur að verða harður.
Ríkisstjórnin er að róa lífróður gegn utanaðkomandi aðstæðum og hugsanlega árás á efnahagskerfi okkar. Hún segir að ætlunin sé að setja gildru fyrir þá sem veðjað hafa á hrun krónunnar og með því stuðlað að falli hennar. Að líkindum gerir hún það með óvæntum aðferðum sem lætur hið gangstæða koma fram þe. lækka gengisvísitöluna og lækka þannig ekki aðeins bensín á lúxusbíla heldur það sem skiptir meira máli lífsnauðsynjar til einstaklinga sem ekki geta beitt ofbeldi til að verja sína stöðu.
Ég óska ríkisstjórninn velfarnaðar í þeim átökum sem hún stendur í. Hvort sem ég hef verið hlynntur henni í gegnum tíðina eða ekki þá styð ég hana á erfiðum tímum. Það ættu menn að gera nú þegar framtíð okkar er í hennar höndum.
Hávær mótmæli við Arnarhvol | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Tek heils hugar undir þetta með þér. Mér fannst það verulega athyglisvert þegar forsprakki þeirra kom fram í Íslandi í dag, núna í kvöld. Þá gat hann ekki lagt fram neinar skýrar kröfur sem þeir væru með. Að þessu leiti eru þeir verr staddir en óþekkur krakki í sælgætisbúð, því krakkinn veit nákvæmlega hvað hann vill.
Guðbjörn Jónsson, 3.4.2008 kl. 21:09
Ef þú hefði lesið fleiri greinar Þorvaldur þá mundurðu ekki spyrja. Ég tel að stjórnvöld beri mikla ábyrgð. Það er hins vegar ekki rétt að hafa hestaskipti í miðri á.
Jón Sigurgeirsson , 5.4.2008 kl. 18:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.