Erlendir verkamenn. Minni dýrtíð

Ég sagði við vin minn í seinustu kaffihúsa-bjarga-heiminum-törn að við hefðum ekki fengið nægilega marga erlenda verkamenn hingað upp á síðkastið. Ha sagði vinur minn sem er frekar andsnúinn innflutningi útlendinga hingað til landsins. Ja sko þessir menn sem komu hingað erlendis frá og ráðnir voru hjá starfsmannaleigum - þeir komu og fóru. Komu þegar við þurftum á því að halda og fóru þegar vinnan dróst saman. Þetta líkaði vini mínum vel. En af hverju vildi ég hafa fleiri. Jú sjáðu til. Það er vont að fá skyndilega mikla peninga inn í þjóðfélagið sérstaklega ef þeir hverfa eins skyndilega eins og þeir komu.  Að hluta til er það brjálæði í kaupum á óþarfa, hækkun fasteignaverð og þ.u.l. því að kenna að  hluti af peningunum sem fóru í að byggja upp Kárahnjúka dreifðist hér innanlands. Þetta jók á væntingar manna og menn tóku að eyða og spenna eins og vitlausir væru. Ef fleiri starfsmenn hefðu verið ráðnir hefði meira af peningunum farið út úr landinu jafn óðum og ekki valdið þeirri spennu sem var hér á vinnumarkaði og raun alls staðar í þjóðfélaginu. Fólkið sem tók lán eins og vitlaust væri reiknaði með að hafa þau himin háu laun það sem eftir væri lífsins - það kæmi aldrei kreppa þó samdrátturinn væri séður fyrir og því fór sem fór. Þannig margfaldaðist vitleysan sem byrjaði þegar hafist var handa við byggingu Kárahnjúka og endaði þegar hún var búin. Heyrðu þetta er alveg rétt hjá þér þú þarft að blogga um þetta sagði vinur minn og að sjálfsögðu skorast ég ekki undan. Of seint núna en gæti komið sér vel næst..

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: proletariat

Næst þegar þú bjargar heiminum, fyndist mér vænt um að vera boðið með

proletariat, 7.4.2008 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband