Ofbeldi er ofbeldi hver sem tilgangurinn er.

  

Margir eru hrifnir af ofbeldi vörubílstjóra þegar þeir stöðva umferð á annatímum og taka þá þá áhættu að einhver deyi af þeirra völdum.

 

Á ég að geta hindrað för allra sem búa í sömu götu og ég og heimtað af þeim pening af því ég er svo blankur. Á ég að geta hindrað för konu til að þvinga hana til að dansa við mig. Ofbeldi er ofbeldi og á ekki að eiga sér stað. Ég tala nú ekki um þegar atvinnurekendur ætla að stjórna landinu með ofbeldi.

 

Ríkisstjórnin rær nú lífróður til þess að bjarga okkur. Takist það hækkar gengi íslensku krónunnar og verð á eldsneyti og öðrum nauðsynjum lækkar.

 

Ef ekki þá fer matarverð hér upp úr öllu valdi og allt annað sem erlent er eða byggir á innflutningi að meira eða minna leyti.

 

Matarverð á eftir að hækka.. Þeir sem vilja að ríkisstjórnin greiði niður eldsneyti á lúxusbíla landsmanna minnast ekki á það að greiða niður matinn fyrir einstæðu móðurina sem rétt skrimtir og getur ekki beitt neinu ofbeldi þegar maturinn hefur hækkað svo mikið að hún getur ekki lengur brauðfætt börnin sín.

 

Ef niðurgreiða á eldsneyti á allt of stóran bílaflota svo menn þurfi ekki að taka strætó, ganga eða hjóla þá verða menn að segja hvar á að taka peningana. Hætta við framkvæmdir og sætta sig við atvinnuleysi. Taka að láni og minnka lánshæfismatið þannig að ekki sé hægt að koma í veg fyrir bankakreppu?

 

Ofbeldismenn hugsa aldrei dæmið til enda.

 

Ertu þú ofbeldismaður eða styður þú það?

 

  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Jón eg verð að viðurkenna það að eg er  ekki sammála,og hlýt þá að vera ofbeldismaður,eg veit að þetta er kannski á hálum is en hvað er til ráða,á að ganga endalaust á þeim sem aka bifreiðum sem eru ekki bara lúxus þetta er nauðsyn i dag bifreiðin og við þurfum þessa flest/auðviðað á lika að lækka tolla á matvörum og öllu þegar svona árar til hvers erum við að safna 40 milljörðum i Rikskassan!!!!/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 3.4.2008 kl. 23:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband