Kommísaragötur.

Komisarar þurfa einkagötur. Þeir geta ekki verið á yfirfullum strætum borgarinnar í 40 mínútur að fara á milli hverfa eins og ég var í dag.

Ég vil ekki ameríska bílaborg segir Dagur eins og hann viti ekki að bílafjöldinn í Reykjavík slær hvaða borg í Bandaríkjunum út. Það sem hann vill ekki eru greiðar samgöngur fyrir pöpulinn en vill sjálfur láta einkabílstjórann skjóta sér um borgina. Pöpullinn getur sko tekið strætó enda bæði einkabílstjórinn hans og strætisvagnabílstjórinn borgarstarfsmenn.

Það kom maður um daginn í sjónvarpið og sagðist vera eyða þremur tímum á dag í strætó að fara úr og í vinnu og þykir gott. Borgarstjóri getur ekki gert slíkt enda önnum kafinn en við hin sem aldrei þurfum að vinna - tökum bara yfirdráttarlán á lán ofan þurfum ekkert að gera annað en bíða eftir því að komast heim til okkar í strætisvögnum. Við gætum jafnvel sparað okkur mikinn líkamsræktar kostnað ef við barasta hjóluðum svona amk þegar er ekki rok upp á 30 metra, helli rigning slabb eða snjókoma.

Við vitum líka að það átti að redda þessu með þéttingu byggðar. Þá átti að verða styttra í alla þjónustu með því að fleiri byggju á sama blettinum. Þétting byggðar var framkvæmd við Skúlagötuna ef þið vitið það ekki. Þegar svo kom að því að skipuleggja Valssvæðið var kvartað yfir því að ekki væri farið eftir þeim áætlunum og var svarið að búið væri að þétta byggðina við Skúlagötu.

Við sem þykjumst sjá lengra fram í tíman en til morgundagsins spáum því að enn eigi eftir að flytjast fólk utan af landi til Reykjavíkur, jafnvel líka frá útlöndum. Við sjáum það einnig fyrir að við munum enn halda áfram að fjölga okkur með náttúrulegum hætti eða með aðstoð Ítalskra sérfræðinga og allir þessir nýju einstaklingar muni haga sér eins og við hin og kaupa sér bíl. Vandamáli á því ekki eftir að minnka heldur aukast með hverjum Degi og hans líkum.  

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Í dag átti Mosi brýnt erindi suður í Kópavog, nánar tiltekið til Hjartaverndar í tékk. Ákveðið var að leyfa ökutæki fjölskyldunnar að bíta gras uppi í Mosfellsbæ og taka fremur strætisvagna ofan úr Skólavörðuholti þar sem Mosi starfar og þangað suður eftir. Þráttfyrir góðan vilja og þolinmæði þá getur Mosi ekki mælt með að nota strætisvagna á þessari leið. 

Þarna í suðurhluta Kópavogs er einhver sú lélegasta landnýting sem þekkist norðan Alpafjalla þó víðar sé leitað. Ekki vantar göturnar og bílastæðin að ekki sé öllum þessum hræðilegu hryllingsbúðum og þeim tilheyrandi gleymt. Vagnarnir ganga aðeins tveir um hverfið og það á hálftíma fresti. Víða vantar göngustíga m.a. vegna hrikalegra framkvæmda sem virðast engan endi ætla að taka. Er von að fólk nánast flýi á náðir einkabílsins sem bæði mengar, tekur dýrmætt pláss á götum og stæðum auk þess má ekki gleyma að hann veldur oft mjög miklum töfum á annatímum? Góðar almenningssamgöngur gætu leyst mörg þessi vandkvæði.

Er þetta sú draumsýn sem við viljum: óheftur einkabílismi?

Mosi fer ógjarnan í vinnuna öðruvísi en með strætisvagni. Í þau fáu skipti sem hann kemur akandi í vinnuna þá tekur langan tíma að finna hvar ökutækinu var lagt þa um morguninn. Sá tími sem tekur að finna það út er betur varið að aka með strætisvagnilangleiðina upp í Mosfellssveit.

Mosi lítur á bílinn sem nauðsyn til að aka e-ð út úr bænum út í sveitina, til innkaupa og annars transports. 

Mosi 

Guðjón Sigþór Jensson, 17.10.2007 kl. 21:47

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svona var þetta í Sovett þar höfðu Kommisarara allan fargang!! gátu breitt ljósum ser i hag og fleira/ Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.10.2007 kl. 15:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband