Jarðarför í beinni

Áður en Villi gerðist borgarstjóri fannst mér hafa verið gengið fram hjá honum sem borgarstjóraefni. Maður sem unnið hefur vel  að sögn flestra í sambandi sveitarfélaga og ég vænti mikils af honum.

Ég er hræddur um að hans dagar séu taldir í pólitík. Það hafa orðið mistök sem hann ber ábyrgð á. Þá skiptir ekki aðal máli hvort hann hafi vitað um einstaka þætti málsins eða ekki. Ef hann hefur ekki vitað þá hefur hann ekki kafað ofan í svona stórt mál eins og ætlast má til af manni í hans stöðu. Það er hægt að treysta embættismönnum og fulltrúum borgarstjórnar í stjórn orkuveitunnar fyrir ákveðnum hlutum. Þegar gerður er milljarða samningur um eignir borgarinnar verður borgarstjóri að sjá til þess að hann hafi réttu upplýsingarnar. Annað eru stórkostleg embættisafglöp. Afglöp af þeirri stærðargráðu að þau verða ekki fyrirgefin. Mér er hlýtt til Villa og held að hann sé ágætis drengur. Ég held að hann sé aðeins peð í þessum leik. Ef til vill er hann peðið sem verður fórnað og þá sleppa allir hinir sem hafa stuðlað að því sem ég tel óhæfu eins og fyrri greinar mínar segja.

 

Í viðtali við Bjarna og Villa í sjónvarpinu nú aðan fannst mér Vilhjálmur verða jarðaður í beinni.


mbl.is Minnist þess ekki að hafa séð minnisblaðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Bergsveinn Ívarsson

Ég held að þú sért ekki í lagi.  Bjarni var ekki eins borubrattur og hann er vanur að vera í viðtölum.  Hann varekki að segja satt.

Gísli Bergsveinn Ívarsson, 15.10.2007 kl. 23:05

2 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Gísli þú heldur semsagt að Bjarni komi nú fram með falsað minnisblað og stólað á að Villi hafi tínt sínu frá því í september ?????????????????????? hmmmmmmmmm


Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 15.10.2007 kl. 23:23

3 Smámynd: Ívar Pálsson

Jú, þú hefur rétt fyrir þér, Jón. Nær óháð staðreyndum málsins, þá var Vilhjálmur „jarðaður í beinni“ í lok Kastljóssins. Hann gat einungis fullyrt að hafa ekki séð blaðið, á meðan Bjarni gat fullyrt við annan mann að hafa sýnt það og skilið það eftir. Þannig leit þetta allavega út.

Ívar Pálsson, 15.10.2007 kl. 23:48

4 Smámynd: Egill Rúnar Sigurðsson

Sammála hverju orði, Jón.  Vilhjálmur var endanlega jarðaður! 

Egill Rúnar Sigurðsson, 16.10.2007 kl. 00:21

5 Smámynd: Guðmundur Jóhannsson

Ég hef fylgst með þessu máli hérna í USA  og horfði á Villa og Bjarna í kvöld.  Mitt mat að að Bjarni var að "lúga" hagræða sannleikanum, það er auðvelt núna að kenna Villa um sem mest.  Svipurinn á Bjarna var mjög ólíkur honum, hann horfði niður og var ekki sannfærandi, var nánast að yfirliði kominn af skelfingu yfir því sem hann var að gera.  Þessi svipur og látbragð sagði mér að þeir þrímenningar hafa komið sér saman um að beina spjótum að Villa, Bjarna leið svona af því aa hann vissa af því að hann var að hagræða sannleikanum. 

Þessi svo kallaður kynningarfundur heima hjá Vilhjálmi hefur verið að þeirra ósk, þar fara þeir yfir málið munnlega, leggja fullt af pappírum á borðið og freista þess að fá að halda málinu áfram.  Auðvitað þurfti samþykki borgarstjóra til að halda málinu áfram, gera samning um að flytja verðmæta partinn, (þennan óefnislega) í REI.  Fyrirtækið sem Bjarni keypti í fyrir 500mill í, ekki gerist Bjarni fjárfestir í svona félagi nema til þess að hagnast.  Enda fengu þeir félagar heimild til að halda málinu áfram.  Ekki gleyma því að þarna voru menn sem Villi treysti fyrir stóru verkefni, þeir sýndu akki allt.  Það er auðvelt að villa mönnum sýn og sannfæra um hlutina.  Núna þarf bara að fela slóðina og slátra Villa.



Guðmundur Jóhannsson, 16.10.2007 kl. 02:31

6 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Vonandi að þetta verði krufið til mergjar,svo við getum séð sanleikan i þessu máli/annars er þetta sakamál,er það ekki????Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 16.10.2007 kl. 17:15

7 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Fyrirsögnin hefur greinilega afvegaleitt menn. Ég sagði það ekki skipta máli hvað Villi hafi séð. Ef hann hefur ekki kynnt sér málið þ.e. vitað af þeim atriðum sem deilt er um þá hefur hann ekki gert skyldu sína. Hvort hann var að ljúga eða ekki skiptir þannig ekki megin máli. ´

Í dómum yfir stjórnarmönnum hlutafélaga hefur það ekki þótt skipta máli að þeir vissu ekki um atvik. Þeir voru taldir skyldugir að kynna sér þau. Það sama hlýtur að eiga við mum æðsta stjórnanda Reykjavíkur.

Jón Sigurgeirsson , 17.10.2007 kl. 20:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband