Laxeldi og fleiri stórgróðafyrirtæki.

Vitleysan í stjórnmálamönnum með misvitra sérfræðinga við hlið rís og hnígur eins og rjúpnastofninn sagði ég í kaffihúsaspjalli áðan. Félagar mínir sem eru hinir spökustu menn annar pípulagningameistari og hinn verkfræðingur töldu að ég hefði hitt naglann á höfuðið.  Það er merkilegt í þessu sambandi hvað við erum fljót að gleyma. ´Ævintýrin eru óteljandi. Ég ætla aðeins að minnast á hve mikill gróðavegur átti að verða í Laxarækt. Það var sagt að markaðir væru ótæmandi. Við þau orð staldraði ég.  Hvers konar hagfræði er það sem heldur því fram að mikil matarhola sé í boði og enginn komi og nýti hana þó allir viti um hana. Reyndin varð eins og flestir máttu sjá að hagstæðustu skilyrði í heimi til laxaræktar voru ekki hér og aðrir voru fljótir að nýta sér þetta tækifæri.  Alveg eru loforðin um mengunarlausu orkuna jafn innihaldslaus þegar grannt er skoðað. Við höfum á að skipa afbragðs mönnum á þessu sviði bæði iðnaðar og verkamönnum, jarðvísindamönnum og verkfræðingum. Við höfum hér mikla þekkingu og að örlitlu leyti einstaka.  Mikill hluti tækninnar er hins vegar þekktur og aðilar erlendis eru komnir lengra að nýta orku þar sem aðstæður eru aðrar en hér. Virkjun með djúpborunum á að vera tækni sem við ætlum að tileinka okkur og vera þannig fremstir. Of seint. Menn hafa þegar virkjað jarðhita niður fyrir 5000 m. undir yfirborði jarðar í Ástralíu og á fleiri stöðum.  Happdrættis og lottóþjóðin spennist öll upp þegar draumórar um mikla peninga eru annars vegar. Og þó við vitum að þeir renni allir í vasa auðmanna sem við erum dugleg að agnúast út í þá fyllumst við stolti yfir þessum ÍSLENDINGUM. Við lánum þeim jafnvel forsetann og ráðherra sem sölumenn fyrir þessari snilli. Þeir koma líka með eða í staðin fyrir mellur og brennivín sem oftast er notað í sama augnamiði. Já ef við getum ekki orðið frægir fyrir afrek okkar (nema þa Björk) þá getum við orðið frægir að endemum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Einn vinur minn hvíslaði að mér að það liti út eins og ákvarðanir í stjórnsýslunni væri teknar nú til dags í kaffihúsasspalli í 101 Reykjavík.

Og ef satt er ! er ekki að undra hvernig þetta Orkuveitumál hefur farið algjörlega úr böndunum.

Jafnframt má íhuga Jón eins og þú bendir réttilega á að forsetinn hefur sennilega gleymt tveimur aðalatriðum í sínu embættisferli, að vera öryggisvari þegar stjórnmálamenn fara út af sporinu, og þar með taki ekki að sér sölustarf fyrir einstaka auðmenn (kanski fellur eplið ekki langt frá eikinni, var pabbi hans ekki fisksali )og hinsvegar sameiningartákn þjóðarinnar þar sem aldrei fyrr hefur myndast eins djúp gjá á milli auðmanna og almennra borgara þjóðarinnar.

Því miður hefur verið tekið frá fast sæti fyrir forsetann í þotum auðmannanna og þar stefnir hann hraðbyri frá almúga þessarar þjóðar.

Og nú er Össur Skarphéðinsson búin að gerast sölu og þotufarþegi hjá auðmönnum, en hann er óðfluga að gleyma að hann fékk umboð sitt frá almennum borgurum, til þess að að vinna að réttlæti og jöfnuði. Ég sé hann í anda á þriðja glasi í þotunni með Guðmundi og Bjarna á leið til Indónesíu þar sem hann segir ,,Strákar mínir ég kippi Rei málinu í lag "!

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 15.10.2007 kl. 18:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband