Af hverju sýna Rússarnir klærnar

Rússland hefur löngum verið mikið veldi. Sovétveldið er það sem við þekkjum sem fæddir eru um miðja seinustu öld. Þeir sem eru nú á unglingsaldri og ef til vill eilítið eldri þekkja ekkert til þeirra tíma heldur niðurlægingartíma eftir að Sovétríkin liðuðust í sundur. Fyrir sovétið voru það keisarar. Þegar landið lét af kommúnisma var allt efnahagskerfið ónýtt. Verksmiðjur úreltar, landbúnaður framleiddi aðeins brot af því sem bandarískur landbúnaður framleiddi, og þjóðfélagsskipulagið í rúst. Við tók óöld. Hagfræðingar sem fengnir voru til ráðgjafar komust að þeirri niðurstöðu að undirstað þess kerfis sem þeir boðuðu var ríkisvald sem héldi uppi lögum og reglum. Það var nýtt fyrir þeim. Þeir höfðu aldrei séð svona lögleysu.

Nú eru smátt og smátt margir þættir efnahagslífsins byrjaðir að virka. Sérstaklega er það olían sem byrjuð er að mala gull. Já og mikið er af henni og eftirspurnin óþrjótandi.

Eftir langa niðurlægingu þá er ekkert skrítið að Rússlandi vilji láta til sín taka og öðlast fyrri virðingu. Það er líka nauðsynlegt til þess að halda ríkisheildinni saman. Hluti Rússlands eru landsvæði múhameðstrúarmanna - Mjög ríkt er í þeim heimi hatur á Bandaríkjamönnum og virðast þeir hafa tekið við öllum gömlum syndum vesturlanda gagnvar Arabaheiminum. Ef Rússar virðast leikbrúður Bandaríkjamanna þá missa þeir virðingu Araba og eiga á hættu að innanlandsófriður magnist syðst í landinu.

Íslendingar leggja hart að sér til þess að gera sig gildandi á alþjóðavettvangi eins og framboð til öryggisráðsins er merki um. Það þarf engan að undra að Rússar vilji það líka en þeir eru örlítið fleiri en við.

Bush forseti Bandaríkjanna er ef til vill að berjast við vindmillur í Írak. Þar voru engin gereyðingarvopna eins og áttu að vera, fræðimenn hafa sýnt fram á að hryðjuverkasamtök áttu þar ekki upp á pallborðið. þetta brambolt þeirra kostar efnahag þeirra mikið og þeir vekja rússneska björninn.

Það vita allir sem vilja að Írakstríðið fjallar um olíu. Ætli það hafi nú ekki verið hagkvæmara fyrir Bandaríkin að tryggja með friðsamlegum aðferðum stöðugt streymi olíu frá Rússlandi en þetta hernaðarbrölt sem engum árangri hefur skilað en drepið tugir þúsunda Bandaríkjamanna.

Mun fleiri Írakar hafa fallið eftir að Sadam fór frá völdum en fyrir og ekki sér fyrir endann á þeim hildarleik. 

Ákvarðanir forseta Bandríkjanna og Rússlands og bráðum Kína líka ráða örlögum okkar og næstu kynslóðar. Það er margt ágreiningsefnið sem getur valdið styrjöld á borð við Heimstyrjaldirnar. Við skulum vona að næsti forseti Bandaríkjanna verði ekki svona sjálfhverfur eins og Bush og vonandi hefur hann aðeins meira á milli eyrnanna.   

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð grein og sönn,hefði ekki getað sagt þetta svona vel og skírmerkilega!!!!/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 20.8.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband