Af hverju er að koma kreppa?

Þeir sem ekki nenna að lesa um efnahagsmál er bent á næstu grein á undan.

Við höfum heyrt af því að áhættusöm húsnæðisbréf í USA hafi valdið þeim óróa sem nú er á mörkuðum og sumir spá að haldi áfram um nokkurt skeið og geti jafnvel valdið alvarlegri kreppu.

Af hverju fór sem fór með þessi bréf. Ég er nú búinn að fá skýringu sem ekki er greint frá í fréttum. Bréfin voru veitt þeim sem ekki höfðu örugga skuldasögu þ.e. þeim sem ekki var komin reynsla á að stæðu í skilum. Þau voru þannig að fyrstu tvö árin voru vextir af þeim viðráðanlegir en síðan tvöfölduðust þeir. Skuldararnir áttu fullt í fangi með að greiða lágu vextina og gátu ekki staðið í skilum eftir að vextirnir hækkuð. Þetta átti svo sem að vera allt í lagi. Spáð var hækkandi verði á húsnæðinu sem sett var að veði og því hægurinn einn fyrir bankann að ná sínu þó lántakandi lenti á götunni og missti allt sitt.

Svo varð barasta engin hækkun á húsnæðinu. Verðið lækkaði og varð lægra en andvirði lánanna. Lántakendurnir gátu ekki staðið í skilum og þeir sem höfðu keypt þessi bréf á því verði að það átti að vera trygg ávöxtun misstu allt og fóru á hausinn. Fjármálaheimurinn er allur tengdur. Íslensk fyrirtæki áttu í fyrirtækjum sem höfðu keypt í þessum sjóðum og þau lækkuðu í verði. Fyrirtæki sem áttu í þeim fyrirtækjum sem áttu í fyrirtækjum sem fóru á hausinn lækkuðu í verði. Gífurlegir peningar fuku út í veður og vind. Það hafði verið ofgnótt af peningum á lánsmarkaði og allt í einu hvarf það að hluta. Menn hættu að taka áhættu og færðu fé sitt í minni áhættu. Sú aðgerð dregur úr vexti fyrirtækja og veldur enn meira falli. Til að sporna við þessu dæla ríkisstjórnir (seðlabankar) peningum inn í kerfið og reyna að stoppa spíralinn.

 Sumir spá því að það reynist erfitt. Við skulum vona það besta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þessi atriði sem þu lysir svo vel gætu lika komið og munu koma herna/Husnæði mun verðfalla og verðbólgan ekki stöðvast/það kemur illa fyrir þa´sem eru með 90-100% la´n i synum eiggnum/það er svona þetta eiga menn að vita að uppgangur er ekki óstöðvanlegur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.8.2007 kl. 00:25

2 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Á endanum vinna bankarnir og litlu kallarnir tapa. Svona hefur þetta verið. Þeir sem semja reglurnar gera þær sér í hag.

Ólafur Þórðarson, 20.8.2007 kl. 02:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband