16.8.2007 | 11:38
Erfiðir tímar
Eins dauði er annars brauð. Við Íslendingar höfum verið á eyðslufylliríi. Ég var á Dalvík á fiskidögum. Þar á tjaldstæðinu voru hjólhýsi og húsbílar fyrir hundruð milljóna, flest skráð á seinustu tveimur árum. Einstaka sérvitringur var enn í tjaldi en lágmarks útbúnaður taldist fellihýsi eða tjaldvagna. Fyrir áratug var öldin önnur. Þá gátu menn gert sér tjöldin að góðu. Það er ekki svo að við eigum fyrir þessum vörum. Við höfum tekið óhemju fé að láni. Fjárfestar hafa dælt inn peningum í skammtímalánum og haldið uppi sterku gengi. Nú flýr þetta fjármagn. Vextir hækka enn meir og gengið hrinur. Þeir þurfa að kaup gjaldeyri fyrir andvirði lánanna sem þeir veittu. 12,6% er lítil lækkun. Seðlabankinn segir að krónan eigi eftir að lækka um 26%. Það er gott fyrir sjávarútveginn en vont fyrir skuldugan almenning sem verður að greiða nauðsynjar hærra verði. Ballið er búið í bili.
Krónan hefur veikst um 12,6% á tæpum mánuði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:40 | Facebook
Athugasemdir
Satt segirðu Jón ,þetta var alltaf i spilunum og verður áfram,við sem höfum lifað tímana tvenna vitum þetta ,og hræðumst svona /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 16.8.2007 kl. 18:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.