22.3.2007 | 01:26
Álver á húsavík til að greiða vegabæturnar í Reykjavík.
Mér dettur helst í hug krakkar sem eru að skrifa óskalista fyrir jólin. Það á að leggja Sundabraut ofan eða neðan sjávar og gera þetta og hitt. Flest fyrir Símapeninganna - milljarður á milljarð ofan. Peningar sem tækju alla Íslensku þjóðina mörg ár að telja rjúka út í hugum fólks eins og göturykið sem alla er að kæfa. Á sama tíma berst ótrúlegur fjöldi manna eins og rjúpan við staurinn að reyna að koma í veg fyrir að Íslendingar græði peninga í framtíðinni í nafni Framtíðarlandsins.
Sagt er að Hafnarfjörður eigi að græða mörg hundruð millónir ef ekki milljarða á stækkun í Straumsvík. Allir eru á móti. Ekkert álver hér fyrir sunnan takk. Allir norður á Húsavík hrópa álver líklega til þess að borga vegabætur í Reykjavík sem ef til vill verður aftur svolítið hrein eins og hún var einu sinni - að minnsta kosti í Mogganum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:28 | Facebook
Athugasemdir
Skarplega athugað. Gott innlegg. Allt er þvert fyrir og með straumnum á sama augnabliki.
Ólafur Þórðarson, 22.3.2007 kl. 05:09
Eg er einlægur stuningsmaður Sundabrautar og hefi verið það i 15 ár,við að þarna kom göng og það sem fyrst/það hefur ekkert með Alver að gera er það!!!!!Halli Gamli
Haraldur Haraldsson, 22.3.2007 kl. 14:56
Fiskurinn utan af landi borgaði lengi vel fyrir uppbygginguna á höfuðborgarsvæðinu. Svo var fiskurinn tekinn af landsbygðinni áhugavert nokk og gróðinn fluttur á bankareikninga feitra kalla á höfuðborgarsvæðinu.
Hvernig var þetta aftur með kálfinn og uppeldið?
Ólafur Þórðarson, 29.3.2007 kl. 15:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.