18.6.2007 | 13:51
Eftir góða þjóðhátíðarhelgi
Ég fór út á land um helgina og gisti á tjaldstæðinu við Vík í Mýrdal. Þar átti að vera þurrt en var bæði úði og nokkuð hvasst þegar við komum þangað. Við vorum með hjól með okkur og það var bara gaman að reyna hjóla á móti vindinum sem var að vísu ekkert ofsarok en reyndi mátulega á okkur þegar vætunni var bætt við.
Ég er nýlega búinn að uppgötva hversu frábært er að vera Íslendingur. Að vísu dregur úr áhuganum í allri vætunni, klakanum og rokinu og dimmunni yfir svartasta skammdegið en þó endurnýjast maður allur þegar fer að vora. Maður hagar sér eilítið eins og kýrnar sem sletta úr klaufunum þegar þeim er sleppt út í fyrsta skiptið.
Ég hef velt því fyrir mér að búa erlendis a.m.k. yfir dimma tíma ársins sem fer verulega í mig en alltaf komist að þeirri niðurstöðu að best sé hér að búa.
Sólin og Danski kúrinn hefur læknað bæði sál og líkama og nú einbeiti ég mér að sundi, hjólreiðum og því um líku.
Ég hugsa ekkert til þess að bráðum kemur nýr vetur og nýtt hýði til að leggjast í. Finna afsakanir til að fara ekkert út. Það er svo vont veður og þegar glætan kemur þá er rútínan farin og ekkert verður að góða ásetningnum. Ég veit það að eftir það kemur nýtt vor með nýjum ásetningi.
Ég verð að reyna að halda heilsu því ekki er víst að velferðarsvið sveitarfélagsins sinni mér þó lífið liggi við og ég verði hægfara étinn af fuglalifrum.
13.6.2007 | 23:01
Erðabreytt matvæli.
Lífverur eru efnaverksmiðjur sem framleiða bæði lífsnauðsynleg efni og baneitruð fyrir alla nema tegundina sem þau framleiða.
Lífverur eru settar saman úr agnarsmáum einingum einni eða fleirum sem kallast frumur. Inn í þeim eru formúlur sem kallast gen og tækjabúnaður til að búa til litlar efnaverksmiðjur sem kallast ptótein, eggjahvítuefni eða efnahvatar náttúrunnar. Þessar efnaverksmiðjur ráða síðan öllum vexti og viðgangi fruma og þar með lífverunnar allrar að því gefnu að ytri skilyrði séu rétt.
Þegar talað eru um erðabreytt matvæli þá hefur geni úr annarri líffveru verið komið fyrir í frumu matjurtarinnar þannig að hún byrji að framleiða efni sem sóst er eftir. Möguleikar á þessum breytingum eru næstum óendanlega margir og geta sumar breytingar verið til góðs en um aðrar leikur meiri vafi.
Ókostir erfðabreyttra matvæla eru margir og kostirnir líka.
Menn hræðast það að gerð veri líffvera sem er hættuleg umhverfinu, eigi sér t.d. enga óvini og yfirtaki búsvæði annarra lífvera. Þessi hætta er fyrir hendi hvort sem um kynblöndun innan tegundar er að ræða eða erfðabreyting. Í a.m.k. 10.000 ár hafa menn valið saman til æxlunar einstaklinga úr jurta eða dýraríkinu sem hafa heppilega eiginleika og auka þannig afurðirnar. Öll okkar matvæli og búsmali hefur þróast frá einstaklingum sem eru mjög ólíkir núverandi afkomendum sínum.
Efnin sem nýju genin framleiða gætu verið hættuleg neytendum. Oft er verið að setja gen í plöntu til að skordýr forðist hana eða drepist af henni. Þá er palntan byrjuð að framleiða einhver efni sem líkja má við kemisk efni. Það er ekkert öruggt að þau fari vel í menn og hugsanlega gætu þær jurtir sem ekki eru ætlaðar til átu eða lenda í fæðukeðju okkar.
Kostir erðabreyttra matvæla eru ótal margir. Með erðabreytingum er komið fyrir eiginleikum í líffverum sem við gætum alldrei eða seint fengið fram með kynblöndun. Við skulum taka dæmi. Mais er planta sem er full af næringarefnum og næstum þvi fullkomin en ódýr fæða. Prótein eru byggð upp af amínósýrum. Það eru ekki allar amínósýrur sem við þurfum í maís. Með því að bæta henni við úr líffveru sem framleiðir hana er hægt að gera góða matjurt enn hollari fyrir sveltandi heim. Það er hugsanlegt að við náum enn meiri afurðum á flatareiningu með erfðabreyttum matvælum þ.e. við búum til einstaklinga sem einfaldlega framleiða meira. Hljómar það ekki vel í sveltandi heimi.
Við getum líka búið til jurtir sem verjast skordýrum og þannig komið í veg fyrir notkun kemiskra efna.
Á seinustu öld ætluðu Suður Amerískir bændur að auka afurðir býflugna sinna sem voru af Evrópskum uppruna og gáfu lítil nyt í hitanum þar. Þeir vissu af Afrískri flugu sem var vön hita og fannst þeim það upplagt að blanda þeim saman til að fá hitaþolna flugu. Það fer ekki allt eins og ætlað er. Afkvæmin urðu herská og hættuleg og hafa valdið stór skaða. Þessi blendingur er kominn til Bandaríkjanna og fer þar alltaf norðar og norðar.
Það er eins með erfðabreytt matvæli. Mistök geta verið dýrkeypt.
Við höfum eftirlit með framleiðslu alls konar kemiskra efna sem geta lent ofaní mansmaga. Erfðabreytt matvæli geta verið með náttúrulegum efnum sem geta verið jafn skaðleg.
Ég tel að óráð sé að vera alveg á móti erfðabreyttum líffverum. Til þess er flóran of fjölbreytt. Hins vegar ætti að stíga varlega til jarðar og það ætti að vera álíka eftirlit með slíkri framleiðslu og framleiðslu á lyfjum og kemískum efnum í matvælum.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.6.2007 | 20:58
Ógnin af ofsatrú.
Öfgar eru yfirleitt til ills eins. Við tengjum hryðjuverk yfirleitt við Múhameðstrúaða öfgamenn sem lesa í fræðin með sérstökum gleraugum. Öfgamenn eru ekki einskorðaðir við eina trú heldur finnast í Kristni ekki síður en öðrum trúarbrögðum. Öfgamenn í Kristni eru ekki að berjast gegn sömu hlutunum og Múhameðstrúarmennirnir einfaldlega vegna þess að Kristni heimurinn hefur yfirhöndina í heiminum.
Við sjáum þó á því undantekningar þar sem kaþólikkar sem sætta sig ekki við kúgun nýlenduherra á Norður Írlandi og nýlenduherrarnir telja sig ekki vera nýlenduherrar heldur löglegir íbúar landsins sem búið hafa þar í marga mansaldra.
Það eru ekki þeir öfgamenn sem ég ætla að gera að umtalsefni heldur hryðjuverkamenn gegn mannréttindum og vísindum, bókstafstrúarmenn sem hafa tekið dæmisögu um kynþroskan í Mósesbók sem heilagan sannleika og neita vísindalegum raunveruleika eins og þá að heimurinn er eldri en 10 þúsund ára og tegundirnar hafa þróast í milljónir ára.
Það er ef til vill allt í lagi að menn trúi enn að himininn sé úr gleri og geimferðir séu lygi og allt hafi orðið til á sjö dögum fyrir tíu þúsund árum síðan þ.e. ef þeir halda því fyrir sig. Öfgarnar eru ekki fólgnar í því að trúa einhverri vitleysu. Öfgarnar eru í því fólgnar að troða einhverri vitleysu upp á aðra og vitleysan hefur gífurlega skaðvænleg áhrif á þá sem hún er þvinguð upp á. Þannig er það með þessa ofsatrúarmenn. Þeir hafa komið því til leiðar að ákveðnar grunn staðreyndir vísindanna eru bannaðar í vissum hlutum Bandaríkjanna. Ungmenni sem læra við þær aðstæður eru útilokaðar frá raunverulegu vísindanámi nema með viðbótarmenntun.
Vísindin eru ekki eingöngu til þess að skapa þá velmegun sem við lifum við heldur glíma vísindamenn við þau vandamál sem eru samfara gífurlegum mannfjölda á jörðunni, mannfjölda sem gæti ekki lifað hér an vísindanna. Mikil menning og menntun hefur fallið í gleymsku fyrir tilstilli slíkra manna og þá komið mörg hundruð ára hnignunarskeið í kjölfarið. Á miðöldum voru öll vísindi bönnuð sem ekki féllu að vilja kirkjunnar og voru menn brendir ef þeir komust að annarri niðurstöðu eða tóku kenningar sínar til baka eins og Galileo.
Ef til vill hafa því slíkir öfgamenn geigvænlegri áhrif en þeir sem drepa nokkra einstaklinga.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
11.6.2007 | 01:54
Kárahnjúkar - Eru þeir óarðbærir.
Ég lauslega reiknaði út arðsemi Kárahnjúkavirkjunar með því að margfalda framleiðslumagnið 4.600 Gwst á ári með 2 kr./kwst. (Verði Orkuveitunnar)og reiknaði með 100 milljarða fjárfestingu og reiknaði síðan hversu mörg prósent arðurinn yrði. Niðurstaðan varð að fjárfesting væri 9,2%. Þá tók ég ekki tillit til neins rekstrarkostnaðar eða umhverfiskostnaðar. Nú er sagt að verð sem Landsvirkjun vill ekki segja okkur frá sé miklu mun lægra eða 1 kr og 70 aurar á kwst. Samkvæmt því er arðsemiskrafan miklu minni. Það lítur út fyrir að þarna hafi verið samið um gífurlegar fjárhæðir, svo háar að það myndi gjör breyta lífi hér á landi ef þær renna út í sandinn til að eltast við litla arðsemi þegar tillit er tekið til áhættu. - Það gert til að skapa nokkur störf á austurlandi og tryggja þannig atkvæði austfirðinga. Í samningnum er tekin áhætta á gengi bandaríkjadals og áhætta um þróun álverðs og kostnaði af mengun, svo dæmi séu tekin.
Það er hræðilegt að menn beri fyrir sig eitthvað viðskiptasjónarmið til að leyna þjóðinni ráðstöfunum á svo miklum hluta þjóðarauðsins sem þessar 100 milljarðar eru. Slíkt ætti einfaldlega að banna og ég er viss um að við seldum orkuna eftir sem áður.
Við eigum að virkja - Barasta selja orkuna háu verði - bíða frekar en að gefa hana jafnvel þó einhver störf og einhverjir skattar séu í húfi um tíma. Ég geri mér grein fyrir að arðsemisútreikningar eru mun flóknara fyrirbrigði en hér er gefið í skyn. Við gætum reiknað þetta betur ef spilin væru lögð á borðið.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
10.6.2007 | 14:13
Barátta um vatn og fisk
Í Darfur er stríð milli hirðingja og bænda sem lifað hafa í sátt og samlindi. Svo þrengdi að. Sahara stækkar og bithagar fyrir búfénað hirðingjanna minnkuðu. Þjóðarmorð, hörmungar. Þetta eru sömu ástæður og forfeður okkar höfðu fyrir því að leggjast í víking, nema lönd og ræna önnur, nauðga konum og ræna og drepa karlana.
Nú er hér hins vegar barist um fiskana í sjónum sem við veiðum alltaf meira og meira af - af minni og minni stofni og hunsum ráð sérfræðinga sem gætu verið of varfærin. Svo erum við sagðir henda fiski í sjóinn dauðum og engum til gagns. Ef til villa aðeins svartir sauðir. Ef að þeir sem fara með auðlindina eru með sömu siðgæðiskröfur og þeir sem selja vinnu sína einstaklingum og svíkja undan virðisaukaskattinn þá eru svindlararnir ekki voðalega fáir. Hinir gera þetta líka og við erum jú í samkeppni. Ekki getum við látið skussana eina vera eftir sem eigendur kvótans.
Í Darfur er baráttan upp á líf og dauða. Hér er hún upp á nokkur þúsund bíla og ef til vill hægt að hliðra til i öðrum tegundum svo skellurinn við að takmarka þorskveiðarnar verði ekki eins geigvænlegur. Við lifum þetta af, enda löngu hættir að drepa fólk út af svona löguðu, heldur út af allt öðru.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.6.2007 | 23:45
Grænland
Rétt handan við hafið hér fyrir vestan okkur er strjál byggð Inuita á Grænlandi. Ég hef ekki séð aðra hluta þessara risa eyju en hluta af eyju á Austurströndinni Kulusuk. Þangað flýgur Flugfélag Íslands og ég hef farið tvær dagsferðir þangað og gengið um þorpið sem er í um tveggja kílómetra fjarlægð frá flugvellinum.
Lítið er um atvinnu á þessum stað aðra en þá að þjónusta hverjir aðra og svo nokkur vinna við flugvöllinn sem haldið er opnum flesta daga ársins. Einn gætir þess að menn sigli ekki fullir og annar gætir kamranna. Þá er sorphirða, verslunarstörf, bankastörf. Þarna er hjúkrunarfræðingur og þyrlustrætó er við Angmagsalik þar sem er sjúkrahús. Þyrlustrætóinn er aðallega fyrir ferðamenn. Þegar mikið liggur við taka Grænlendingar hann en farið er það hátt að hann er ekki til daglegra nota fyrir fólk sem lifir á sjálfsþurftabúskap eða velferðarkerfinu. Mjög stór hluti fullorðinna er drukkinn um hábjartan daginn og ranglar um þorpið iðjulaus. Karlmennirnir eru ef til vill veiðimenn sem veiða sel á veturna og einn ísbjörn er drepinn þarna fyrir hvern mánuð ársins.
Þegar ég sá þessa eymd hugsaði ég mér hversu gott við eigum íslendingar. Hér var drykkja mjög almenn á tímabili og eymd og volæði einkenndi mannlífið rétt eins og Grænlendinga í dag. Við vorum nýlenda. Mér var líka hugsað til þáttar sem bar saman ástandið á Nýfundnalandi og Íslandi. Þeir glötuðu sjálfstæði sínu og efnahagurinn er ekki upp á marga fiska. Sjálfstæði 'Islendinga er hornsteinn þeirra velmegunar sem hér ríkir. Gleymum því ekki og verum ekki með neitt óðagot að selja það til Brussel til að leysa tímabundin velmegunarvandamál í efnahagslífinu.
Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.6.2007 kl. 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
6.6.2007 | 09:07
Skipun hæstaréttardómara o.fl.
Heimspekingar komust að því fyrir stjórnarbyltinguna í Frakklandi fyrir allmörgum árum síðan (1789) að stjórnvöld gætu spillst og því rétt að þau takmörkuðu hvert annað sona svipað og fyrirtæki eiga að gera í samkeppnisumhverfi. Þeir sögðu því að rétt væri að hafa ríkisvaldið þrígreint þ.e. löggjafarvald sem Alþingi fer með, stjórnsýsluvald sem ríkisstjórnin stýrir og dómsvald þar sem Hæstiréttur hefur síðasta orðið. Þessi regla komst svo inn í íslensku stjórnarskrána. Það var svo önnur regla sem er svolítið á skjön við þessa sem þróaðist fyrir baráttu þings og konungs á Englandi allt frá samningi sem þessir aðilar gerðu með sér um svipað leiti og Íslendingar losuðu sig við sjálfstæði sitt í hendur Noregskonungi en varð ekki fullmótuð fyrr en á 19 öld og segir að þingið ráði nokkurn vegin hver situr í ríkisstjórn. Þannig verða tvær greinarnar að einni í raun.
Það sem heldur aftur af ríkisstjórnum og meirihluta Alþingis er því eingöngu Hæstiréttur. (Ef til vill valdalaus stjórnarandstaða og forseti að einhverju leyti). Þegar ég var í lagadeild var sagt að hæstiréttur færi eftir því megin sjónarmiði að teygja stjórnarskránna eins langt og hægt væri í átt til vilja Alþingis og ríkisstjórna á þeirri forsendu að hæstaréttardómarar væru ekki þjóðkjörnir. Forseti hélt sig einnig til hlés og má því segja að aðeins einn þáttur ríkisvalds hafi verið virkur. Nú hefur Hæstiréttur breytt um stefnu fyrir all mörgum áratugum og hefur dæmt fjölmörg lög ríða í bága við stjórnarskrá. Forseti hefur einnig veitt ríkisstjórn aðhald í fyrsta skipti í sögu lýðveldis hér nú fyrir skömmu eins og alþekkt er.
Þessar pælingar eru tilkomnar vegna þess að ég hitti gamlan bekkjarfélaga minn um daginn, gamlan sjálfstæðismann sem hefur ekki alveg kyngt öllu sem flokkurinn hefur gert. Við spjölluðum um landsins gagn og nauðsynjar eins og gengur og meðal annars um skipun Hæstaréttardómara. Það er í raun einn ráðherra sem ræður vali á einu löppinni sem ver stólinn falli. Nú er sjálfstæðisflokkurinn búinn að vera í ríkisstjórn í 16 ár og stefnir í 20 ára valdatíð hans. Hann hefur skipað stóran hluta af hæstaréttardómurum og hafa gagnrýnisraddir haldið því fram að skipanirnar hafi ekki verið af hlutleysi heldur þvert á móti hafi ríkisstjórnin verið að raða eigin pótintátum í réttinn. Ef svo er þá hverfur eina vörn almennings gagnvart stjórnvöldum.
Í Bandaríkjunum er raunveruleg þrígreining valdsins þ.e. þing er kosið sérstaklega og forsetinn sem velur ríkisstjórn sérstaklega. Þar koma þessir valdaaðilar sér síðan saman um skipun dómara. Þar getur forsetinn ekki setið nema í átta ár og því getur sami maður ekki skipað jafn mikinn fjölda dómara og hér.
Ég hef enga lausn um það hvernig á að skipa dómara í Hæstarétt. Það er hins vegar ótækt eins og það er.
Við skulum segja að Baugsmálið sé pólitískt og tveir hæstaréttardómarar af 8 hafa fengið stöðu sína vegna pólitískra sjónarmiða. Getum við treyst að niðurstaðan verði hlutlaus.
Hæstiréttur á að vera virt stofnun sem fólk getur treyst. Er það svo?
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 09:18 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
5.6.2007 | 17:27
Hvað með fórnarlömbin
Fyrir nokkru tröllriðu fjölmiðlunum fréttir af illri meðferð einstaklinga á upptökuheimilum. Þangað komu kynferðisglæpamenn og áttu greiðan aðgang að börnum og unglingum. 80% þeirra sem vistaðir voru á einu heimilinu lentu í fangelsi síðar á ævinni.
Nú eru fréttavefirnir búnir að fá sig full sadda á þessu og stein hættir að minnast á það. Þetta er eins og sagt er um þá sem missa maka sinn. Allir eru svo umhyggjusamir fyrst á eftir að það ofgerir þolinmæði bestu syrgjenda og síðan ekki söguna meir. Það gleymist að það tekur langan tíma að vinna úr slíku og oftast meiri þörf fyrir umhyggju þegar mesta álagið er búið eftir jarðaförina.
Núna er þörf að halda þessu máli vakandi þannig að það gleymist ekki að gera allt það sem lofað hefur verið gagnvart fórnarlömbunum. Nú þurfa blaðamenn að spyrja réttu spurninganna. Það er ný stjórn komin og auðvelt að afsaka aðgerðarleysi með því að aðrir hafi lofað því sem lofað hefur verið.
Loforð stjórnmálamanna hafa stundum þynnri merkingu en annarra.
5.6.2007 | 01:41
Kirkjuferð við þingsetningu.
Við teljum okkur all flest kristin og hefð fyrir ríkiskirkju og ríkistrú er mjög gömul. Okkur finnst það eðlileg aðlögun útlendinga að okkar þjóðfélagi að taka þessum hefðum okkar eins og þær eru.
Þessi hugsun liggur svo beint við ef maður hugsar alltaf frá sama sjónarhorninu þ.e. er naflanum á sjálfum sér. Á þeirri hugsun byggja öll stríð allt frá heimiliserjum til heimsstyrjalda.
Ef við ætlum að fá viðsýnan skilning á venjum okkar verðumvið að skipta gestum okkar út, setja okkur sem gesti í Múhameðslandi og athuga hvernig okkur líkaði það að verða gert að falla á hnén og tilbiðja Allah fimm sinnum á dag. Eða líta til þess hvernig okkur finnst trúarríki eins og Íran þar sem sérstök stiðgæðislögregla passar upp á að konur hylji andlit sín o.s.fr.
Okkur finnst ekkert að því að tengja trúna stjórn ríkisins af því að okkur hugnast trúin og við erum vön siðunum. Það eru fleiri en útlendingar sem ekki kjósa að játa kristna trú. Við höfum fjöldann allan af efahyggjufólki, trúleysingjum og afkomendur víkinganna sem hafa kosið önnur trúarbrögð.
Ég ræddi við mann um daginn, sem virtist ósköp venjulegur Íslendingur, þ.e. það sást ekki á honum annað en að hann væri af íslensk bergi brotinn. Hann sagðist mjög á móti því að farið væri í Kirkju við þingsetningu af því hann sjálfur væri trúlaus. Það var í framhaldi af því sem ég fór að leggja þetta upp fyrir mér frá hans sjónarmiði. Ég sá ekki annað en hann hefði fullan rétt til þessara skoðanna sinna og það værum við sem værum í villu, við sem höfum tekið slíkt sem eðlilegan hlut. Ég vil gjarnan tilheyra ríkiskirkjunni og myndi gera það hvort sem hún væri ríkiskirkja eða ekki. Ég virði hins vegar rétt annarra til þess að vera á öndverðu meiði. Það er grundvallar skoðun mín að trú eða trúleysi eigi að vera samkvæmt eigin samvisku og ríkið eigi ekki að hafa áhrif á þá skoðanamyndun á nokkurn hátt.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.6.2007 | 21:27
Líffæragjafir
Þegar gjafalíffæri eru annars vegar eru við Íslendingar ómerkilegir betlarar. Sumstaðar erlendis er það þannig að allir eru líffæragjafar sem ekki hafa lýst því skriflega yfir að þeir vilji ekki gefa líffæri sín. Hér geta menn tekið þá ákvörðun að gefa líffæri með yfirlýsingu. Hver gerir slíkt? Það eru margfalt fleiri sem væru tilbúnir til þess að verða að gagn ef þeir deyja ungir af slysförum en þeir sem láta sér detta í hug að slíkt geti komið fyrir þá hvað þá heldur að þeir komi því í verk að gera yfirlýsinguna. Jafnvel þó viðkomandi hafi gefið slíka yfirlýsingu geta ættingjar sem eru í losti eftir skyndilegt áfalla neitað slíku.
Annað hvort eigum við að leyfa líffæragjafir og gera ráðstafanir til þess að fleiri gefi sín líffæri eða sleppa því.
Ein aðferðin er sú að allir séu líffæragjafar sem ekki hafa lýst því yfir að þeir séu það ekki eins og áður segir. Einnig er hægt að leggja fyrir menn spurningalista þar sem fyrst er spurt hvort viðkomandi myndi þiggja líffæri ef hann þyrfti á því að halda og væri svarið bindandi þannig að hann geti ekki afturkallað synjun eftir að þörfin kæmi í ljós og síðan væri spurt hvort viðkomandi væri tilbúinn að gefa líffæri. Mjög margir hikuðu við að neita því um aldur og æfi að þiggja líffæri og þá er orðið siðferðilega erfitt fyrir þá að neita að gefa.
Ef hægt verður að nýta eitthvað úr því rotnanlega af mér sálin hefur komið sér á betri stað þá er vel.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:32 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)