Veiting dómaraembætta

Eitt sinn var sagt að menn ættu ekki að líða fyrir það að vera framsóknarmenn eftir eina pólitíska veitinguna þegar framsóknarflokkurinn hafði tögl og haldir í öllum ríkisstjórnum hvort sem voru til vinstri eða hægri.

Nú halda Sjálfstæðismenn embætti dómsmálaráðherra og í hvert skipti sem þarf að raða í dómstólana hliðhollum mönnum er fundið eitthvað hjá þeim sem hinir hafa ekki og það gert að aðalatriði þó engum hefði dottið í hug fyrirfram að svo væri. Þannig skipta málefnaleg sjónarmið engu máli - öll sjónarmið eru gerð málefnaleg eftir á.

 Aldrei fyrr í Íslandssögunni hafa rökin fyrir skipun dómara verið eins óforskömmuð eins og nú við veitingu dómaraembættis á Norðurlandi. Það skiptir engu máli um hæfileika viðkomandi manns sem kemur barasta vel fyrir. Það skiptir engu máli heldur að hann er sonur Davíðs Oddssonar. Hvorki á það að vera honum til lofs eða lasts því hann gat engu um það ráðið.

Rök ráðherra voru að dómnefnd hafi ekki metið rétt mikilvægi þess að hann hafi verið aðstoðarmaður ráðherra. Hvaða reynslu fylgir því starfi. Embættismenn sjá um lögfræðina í ráðuneytinu. Aðstoðarmaður ráðherra á að gæta pólitískra hagsmuna ráðherra. Það er reynslan sem Árni Matthisen telur mikilvægasta. Hann telur að dómari þurfi að hafa reynslu í að gæta pólitískra hagsmuna Sjálfstæðisflokksins.

 Þetta er sjónarmið sem öllum hefur boðið í grun að væri efst´í huga Sjálfstæðismanna þegar þeir hafa raðað mönnum í innsta kjarna flokksins í slík störf. Nú játa þeir það blákalt og þeim finnst það sjálfsagt.


Gleðilegt nýtt ár.

Ég sendi stundum ljósmyndir á ákveðin vef í útlöndum. Þar inni eru að jafnaði þúsundir manna frá öllum heimshlutum. Flestir tilheyra hinum fyrsta heimi kristinna en þar eru allra þjóða kvikindi eins og sagt er.

Þarna á ég minn vinahóp og er ekki að gera greinarmun á þeim eftir lit, trú eða heimsálfu sem þeir tilheyra. Ég skellti á þá alla einni jólakveðju sem reyndist ef til vill ekkert sniðugt. Þegar ég leit á svörin vöru nokkrir sem svöruðu með kurteisu commenti um mynd sem ég hafði sent inn án þess að þakka fyrir kveðjuna. Ég sá að þessir menn og konur voru gjarnan frá þeim heimshlutum sem kristni er ekki eins algeng og á Íslendi.

Á þessu bloggi eru flestir í okkar tímatali og því hlýtur að vera óhætt skammlaust að óska ykkur öllum gleðilegs árs. Ef einhverjir eru hér sem miða tímatal sitt við annað viðmið en okkar áramót og fæðingu Jesús þá bið þá barasta að eiga sem björtustu framtíð því ég gleymi örugglea að óska þeim gleðilegs árs þegar nýtt ár kemur hjá þeim.

Það eru margir svartsýnir á framtíðina og vissulega eru miklar blikur á lofti bæði hérlendis og erlendis. Það eru ófáir miljarðarnir sem við töpuðum á árinu, jafnvel þó aðeins sé tekin þessi nokkurra prósenta meðallækkun hlutabréfa sem varð þegar litið er til ársins í heild, þó ekki séu tekin mið af þeim sem tóku verstu punktana, keyptu þegar verðið var hæst og seldu nú fyrir áramótin.

Það eru allar líkur á því að minni framkvæmdir, minni fiskur og minnkandi tekjur af fjárfestingarstarfsemi eigi eftir að koma við pyngju okkar á næsta ári. Mikið atvinnuleysi, fólksflótti og aðrar viðlíka hörmungar eru líklegar.

Forsetinn mælti með aðhaldi. Það voru orð í tíma töluð. Síðustu árin höfum við Íslendingar verið á eyðslufylliríi. Fyrir nokkrum árum þótti gott að vera í tjaldi og þeir sem meira lögðu í útilegudótið áttu tjaldvagn. Þá komu nokkrir algjörar eyðsluklær með milljón króna tjaldvagna sem er einhverskonar söluheiti á bestu tjaldvögnunum. Ég fór á Fiskidaginn mikla á Dalvík og gisti þar á tjaldstæðinu. Nú er þeir sem minnst hafa efnin í fellihýsum. Flestir sem vilja teljast menn með mönnum hafa stærðar hjólhýsi eða glampandi nýja húsbíla. Þessar eignir hafa margar hverjar verið keyptar að mestu með lánum á þeim okurvöxtum sem kallast bílalán - yfir 10 % auk vísitölutryggingar.

Við fengum þessar eignir á hagstæðu gengi en það kemur að skuldadögunum. Þegar skórinn kreppir að falla þær í verði og standa ekki undir áhvílandi lánum. Gengið verður að öðrum eignum sem einnig falla í verði og dómínóáhrif byrja. Tap eins fer yfir á aðra.

Er þetta óhugsandi. Menn sem eru komnir á minn aldur hafa fylgst með þessum sveiflum í Íslensku efnahagslífi. Menn gátu á árum áður flúið til Svíþjóðar, Ástralíu, Kanada og Noregs svo einhver minnisstæð dæmi séu tekin. Norðmenn eru eins og skrattinn á fjósbitanum og fitna þegar aðrir blóta ástandinu. Olían hækkar og olíuframleiðendur verða ríkari. Ætli við sættum okkur ekki barasta við sameiningu Noregs og förum aftur heim eftir rúmlega 1130 ára fjarveru.

Það hefur hins vegar oft farið svo að hrakspár rætast ekki alveg. Það getur farið svo að efnahagsmál heimsins taki skyndilega kipp eftir að Demokratar ná völdum í Bandaríkjunum og þá getur verið að ríkisstjórn auki opinberar framkvæmdir verulega þegar atvinnuleysi eykst. Eitt vitum við að allar sögur hafa góðan endi - spurningin er aðeins hvar við viljum láta punktinn.

 

 


Hraðakstur og fíkniefni.

Ég var að aka norður Hafnarfjarðarveginn í gegnum Garðabæinn. Ég reyni alltaf að halda mig á hægri akrein þegar ég er ekki að fara fram úr og jók aðeins hraðann til að smeygja mér inn í hægri röðina og hægði síðan ferðina. Nokkuð seinna eða þegar ég var kominn inn í Kópavoginn tek ég eftir lögreglubíl sem setur ljósin á og ég vík út af veginum og geng á móti lögreglumanninum sem hafði staðið upp úr bifreiðiinni. Ég viðurkenndi sökina og var hinn kurteisasti. Lögreglumaðurinn hafði á orði að það væru ekki allir sem tækju þessu svona vel. Ég svaraði því til að flestir eru ákafir að hvetja lögregluna til verka þegar hún beinir athyglinni að einhverjum öðrum en þeim sjálfum. Mér varð að vísu á í þessum efnum en vil fara að lögum og tek afleiðingum gerða minna. Sektin er löngu greidd.

 

Ég er ekkert sammála öllum aðferðum til að takmarka hraða og ekki sammála þeim ákvörðunum sem eru settar um hámarkshraða víða. Við getum hins vegar ekki haft 320 þúsund mismunandi reglur og verðum því að fara eftir því sem lög segja til um.

 

Jafnvel þó við verðum sum pirruð þegar löggæslan “lendir” á okkur sjálfum þá verðum við að gera okkur grein fyrir því að lögreglan er besti vinur okkar. Með sterkari eiturlyfjum og lausung sem samfara er þeirri spennu sem hefur verið í þjóðfélaginu er löggæslan mikilvægari en nokkru sinni fyrr. Ég rita þessi orð vegna þeirrar viðurkenningar sem stöð tvö veitt fíkniefnalöggæslu. Ég hef aldrei verið svona himin lifandi með slíka ákvörðun. Ég tel að þessi ákvörðun sé sterkur leikur í baráttu fyrir betra þjóðfélagi. Ég vona við berum gæfu til að efla löggæsluna. Betur menntaðir  og betur launaðir og fleiri lögreglumenn er ósk mín til stjórnvalda.

.


Eitt merkilegast plagg mannkynsögunar er til sölu.

 

Ég las það nýlega í Times að Magna Carta væri til sölu. Hvaða er nú þetta Magna Carta.

 

Um það leyti sem við vorum að gera samning við Noregskonung  á 13 öld um yfirráð yfir Íslandi var gerður annar samningur á Englandi sem fór í þver öfuga átt og varð undirstaða undir þróun lýðræðis og þingræðis á Englandi, sem tók að vísu 600 ár. Lávarðadeild Breska þingsins varð til og hafði það hlutverk að setja landinu fjárlög. Konungur gat þannig ekki lagt á skatta nema með samþykki aðalsmanna sem greiddu skattana (meðal annars af leigu af þrautpíndum leiguliðum sínum.)

 

Á þessu árabili smá þokaðist í rétta átt – fyrst fyrir aðalinn, síðan bættust auðmenn við. Völd konungsins minnkuðu í fleiri málum. Undir lok 19 aldar voru síðustu fjörbrot valdabaráttu konungs og þings þar sem þingræðisreglan var endanlega staðfest.

 

Þessi merkilegi samningur er til í útfærslu sem er frá 1297 með undirritun konungs – hann er í einkaeign og til sölu. Mér finnst þetta með því merkilegra sem ég hef lesið lengi. Mér datt ekki í hug að hann væri til hvað þá heldur í mörgum eintökum og í einkaeign. Mér varð hugsað til þess hvernig minningar um okkar afrek eiga eftir að varðveitast næstu 700 árin.


Óviss framtíð

Áður vorum menn hræddir við allsherjar eyðingu lífs í kjarnorkustríði. Enn hræðast menn kjarnorkuna en trúa á "minni" stríð aðeins eytt einni þjóð en ekki öllu mannkyninu. Menn sofa því rólega og hugsa ekki hér.

 En það er svo sem af nógu að taka hvað ógnir varða. Nú er það hitnun jarðar. Vinur minn sagði að það væri viðbrögðin við hitnuninni sem væru ógnin.

Bæði hitnunin sjálf og viðbrögðin við henni eiga eftir að gjörbreyta efnahag og lífsháttum manna víða um heim. Svæði sem hafa verið sælureitir verða of heitir og aðrir sem hafa verið of kaldir verða byggilegir. Lönd sem hafa verið forðabúr breytast í eyðimerkur og önnur og ný verða tekin til ræktunar. Þetta hefur gífurlegar efnahagslegar afleiðingar og þrýstir á um mikla fólksflutninga sem erfitt verður að sporna við. Í þessum breytingum verða sumir undir og aðrir auðgast. Þeir sem verða undir svelta og deyja. Þær þjóðir sem telja sig hafa ráð á orkufrekum iðnaði og samgöngum knýja vél efnahagsins með jurtaeldsneyti í stað olíu sem þegar er byrjað að hækka matvælaverð.

Það þarf ekki að líta á þetta sem hörmulega framtíð. Það verða hörmulegir tímar fyrir suma og það eru hörmulegir tímar víða. Þeir verða ef til vill víðar. Nú þegar er verið að drepa heilu þjóðirnar vegna aukinna þurrka og stækkun eyðimerkur svo sem í Darfur.  Slík dæmi hljóta að verða fleiri. Við sem búum í vestrænum þjóðfélögum höfum miklu meiri möguleika og þar að auki er stór hluti okkar landa utan áhættusvæða. Við erum jafnvel í þeirri stöðu að aðstæður batni hjá okkur frekar en hitt.

Við getum keppst við að halda okkar hlut á kostnað annarra sem ekki eru svo lánsamir. Í auði okkar felst þá dauði annarra en það gerir hann í dag að einhverju leyti. Barasta í útlöndum svo það skiptir okkur ekki miklu máli. Við erum líka svo fá að okkar auður vegur lítið í heildinni.

Við getum líka opnað markaði okkar og aukið fríverslun við fátækar þjóðir, aðstoðað þær við uppbyggingu framleiðslu, bæði matvæla og iðnvara aukið menntun þeirra og aðstoðað þær við að nýta þær auðlindir sem eru í löndum þeirra. Þá gætum við haldið áfram að njóta lífsins með betri samvisku.

Nú eru menn að ganga til friðar. Það sem Íslendingar geta lagt til friðar er það sem bætir kjör þeirra sem þurfa. Misskipting er mesta ógn við fríð í heiminum í dag.


Af hverju eða af hverju ekki

Klámhugtakið er loðið og teygjanlegt eins og Jónatan Þórmundsson sagði forðum eins og frækt er orðið.

 


mbl.is Vilja bera brjóstin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Siðlaus siðanefnd lækna

 

Formaður Læknafélags Íslands og Kári Stefánsson öttu kappi í Kastljósi um úrskurð siðanefndar Lækna nú nýverið um að Kári hafi brotið siðareglur lækna með ummælum sínum um að Jóhann Tómasson hafi haft hann (Kára) á heilanum.

 

Á heimasíðu Læknablaðsins má sjá að hlutlausri ritstjórn var falið að fjalla um þau ummæli Jóhanns Tómassonar læknis að Kári Stefánsson hafi ekki gilt lækningaleyfi og enga praktíska þekkingu í taugalækningum en honum hafði verið falið að sinna tímabundið slíku starfi.

 

Þau ummæli sem Jóhann hafði um Kára eru mjög meiðandi. Þau stríða á móti skýrum ákvæðum siðareglna lækna sem kveða á um það að ekki eigi að draga hæfni læknis í efa opinberlega. Þau ráðast á starfsheiður og æru Kára á tilefnislausan og svívirðilegan hátt enda úrskurðaði þessi hlutlausa ritstjórn að þau ættu að taka út úr grein í læknablaðinu sem þegar hafði verið birt.

 

Um sannleiksgildi ummælanna er það að segja að þau voru röng. Bréf kom frá Landlækni sem tók af allan vafa að Kári Stefánsson er með gilt lækningaleyfi í taugalækningum frá 1984. Skilyrði fyrir slíku leyfi er að sögn landlæknis að viðkomandi haf gilt læknaleyfi.

 

Eftir ítrekaðar ólöglegar dylgju árásir Jóhanns á Kára í læknablaðinu og í blöðum er Kári spurður um málið í Kastljósi. Þar segir hann í hálfkæringi að maðurinn hafi sig á heilanum. Ég lít svo á að þar hafi Kári ekki sagt neitt ólöglegt ekki einu sinni sagt eitthvað niðrandi heldur sagt að maður sem hefur logið upp á hann vanhæfni ekki einu sinni heldur ítrekað hafi sig á heilanum. Er það ekki staðreynd.

 

Ummæli Kára réðust ekki á starfsheiður viðkomandi, voru sönn og sannleiksgildi þeirra blasti við öllum sem lásu þau blöð sem viðkomandi notaði til níðsins. Orðið að hafa eitthvað á heilanum þýðir í mínum huga að vera mjög áhugasamur um eitthvað og beina athyglinni óvenju jafnvel óeðlilega mikið að einhverju ákveðnu. Ef það er ekki að beina athyglinni óeðlilega mikið að einum hlut er að skrifa margar níðgreinar þar sem er farið með rangt mál um sama manninn þá veit ég ekki hvað að hafa á heilanum þýðir. . Ummæli Kára voru því rétt og af mjög gefnum tilefni og raun nauðsynleg í stríði milli lækna sem Kári færði ekki í fjölmiðla og læknafélagið sem átti að verja hann brást.

 

Siðanefndin setur skammir sínar í flokka. Kári fékk að vísu vægasta flokk athugasemda en það fær læknirinn sem fer með ósannan níð um Kára ítrekað í mörgum fjölmiðlum einnig. Það er sem sagt sett samasemmerki milli þessara ummæla.

 

Kári hefur barist fyrir því að fá grein Jóhanns tekna af vef Læknablaðsins. Formaður Læknafélagsins sagði að það gæti læknafélagið ekki. Það gæti ekki skipt sér af blaðamönnum. Sem sagt læknablaðið er í eigu læknafélagsins og þannig á þess ábyrgð. Það ræður ritstjóra og felur honum ábyrgðina. Læknablaðið birtir síðan óhæfu sem stríðir samkvæmt úrskurði siðanefndar á móti siðareglum félagsins og eigandi blaðsins segist ekkert geta gert af því að þetta blað sem er umræðuvettvangur lækna lútu reglum sem settar eru til þess að auðkýfingar hafi ekki áhrif á fréttaflutning sem almenningur gæti talið hlutlausan. Sjá menn ekki rökleysuna í þessu. Ég held að jafnvel auðkýfingur gæti falið ritstjóra blaðs að taka út ummæli sem hlutlaus aðili hefur dæmt ómerk út af síðum án þess að það teldist afskipti af fréttaflutningi hvað þá heldur að hagsmunasamtök manna sem almenningur verður að treysta fyrir lífi sínu láti taka meiðyrði í garð félagsmanns síns út úr eigin vefmiðli.

 

.

Það var lítil stúlka að segja mér frá einelti sem hún varð fyrir vegna öfundar. Ég sagði að það héldi áfram eftir að maður verður fullorðinn. Er stjórn læknafélagsins samsett af götustrákum. Við fáum að sjá það bráðum hvort svo sé því málið fer fyrir dómstóla.


Neðanjarðarlestir í Reykjavík

Í dag var ein af þessum undantekningum að ég þurfti að fara í gegnum bæinn á annatíma leiðina frá Sæbraut eftir Kringlumýrarbraut og sem leið liggur suður úr í Garðabæinn þar sem ég bý. Það er ósköp einfalt. Þetta gengur ekki.

Heimskir stjórnmálamenn segja að þetta sé allt í besta lagi. Þeir segja að fólk eigi bara að taka strætó. Strætó fer barasta með sama hraða og þjónustan er algjörlega óhæf. Mér fannst nokkuð gott þegar Guðrún kona Svavars Gests hélt því fram að ekki mætti auka umferðarrýmd vestan Elliðaáa eins og hún orðaði það var spurð um ferðamáta þeirra hjóna kom í ljós að þau höfðu sitt hvorn bílinn. Þau höfðu mikilvægum erindum að sinna. Það er annað en helvítis pöblikið. Þeir sem aðhyllast þessar kenningar hafa síðan staðið á bremsunni í vegaframkvæmdum og sagt öðrum að fara með strætó jafnvel þó ríkið hafi boðist til að borga brúsann.

Það geta allir verið sammála um það að einkabílavæðingin er ekki til að hrópa húrra fyrir. Hún er til komin vegna skipulags eða skipulagsleysis í borginni. Nú er borgin eins og hún er og annað tveggja verða menn að breyta henni eða sætta sig við hana.

Eldsneytisverð hækkar. Mengun fer að kosta peninga. megin hluti af mengun frá umferð kemur vegna hraðabreytinga og mesta eyðslan er þegar bifreið er tekin af stað frá kyrrstöðu. Þar er líka mesta slitið á malbiki og því mesta svifrykið. Þeir asnar sem segjast ekki vilja hafa bandaríska bílaborg og þess vegna vilja þeir ekki mislæg gatnamót óska sér því enn verra umhverfis en er í bandarískum borgum. Meiri mengun og umferðin er látin dreifast inn í íbúðarhverfin þegar menn reyna að sleppa við hnútana. Við höfum bandaríska bílaborg barasta af því að allir eiga bíla. Það er sem sagt bílafjöldinn sem gerir borgina að bílaborg. Góðar samgönguleiðir draga úr óæskilegum áhrifum umferðarinnar.

Ég hef sagt þetta áður en ekkert bítur á slíka heimsku. Allir bölva henni en kjósa síðan vitleysingana sem halda þessu fram. Ég helds að stjórnvitringarnir geri það af því að þeir halda að þeir myndu ella fæla í burt frá sér umhverfissinna, þessa sem berjast hugsunarlaust fyrir einhverju sem ekki gengur upp og er jafnvel umhverfislega slæmt bara af því þeir éta vitleysuna hver eftir öðrum.

Ef við settum svona hundrað tvöhundruð milljarða í dæmið á svona 10 ára tímabili þá gætum við gert hérna borg með lífvænlegum almenningssamgöngum.

þessi upphæð dugir ekki fyrir neðanjarðarlestum enda er það glapræði að láta sér detta slíkt í hug. Erlendis hafa verið gerðar "neðanjarðarlestir" fátæka mannsins. Ég nefni tvær.

1. Notast við núverandi strætisvagna. Gera sér göng fyrir þá undir umferðaræðar þannig að þeir einir þyrftu aldrei að bíða á ljósum og jafnframt hafa sér akreinar fyrir þá. Þetta er hægt að gera á aðalleiðum.Þannig með stuttum göngum og fórn grasbala mætti gera hér aðalleiðir sem myndu nánast vera eins hraðfærar og neðanjarðarlest. Þá þyrfti að gera veglegar "lestarstöðvar" með góðum parkeringsplássum og hituðu biðrými. Það þarf að safna saman fólki úr hverfunum yfir á aðalleiðirnar. Það mætti t.d. gera með einkarekstri smábíla sem koma eftir þörfum. Nota mætti farsíma til að "panta" strætó sem væri þá bíll sem ella væri í leiguakstri. Þegar álagið eykst á ákveðnum slíkum leiðum tæku stærri bílar við. Með þessu væri hægt að halda upp nægilega mikilli þjónustu til þess að þessi kostur væri fýsilegur.

2. Þá eru til mjög smáar lestir og mun ódýrari en stærri sem myndu þá fara um yfirborðið en fara undir vegi á vegamótum líkt og lýst er hér að ofan. Þessar lestir eru til sjálfstýrðar. Þær fara út af á biðstöð aðeins þegar beðið er um það t.d. með því að ýta á takka á biðstofunni eða takka inn í lestinni. Þær færu því hratt fram hjá biðstöðum ef enginn biður um þær og ferðatíminn með þeim væri margfalt minni en með bíl. Einhverja svipaða lausn þarf í úthverfin og hér að ofan meðan kerfið er byggt upp. Slíkar lestir eru til á gúmhjólum og þurfa þær ekki teina heldur örmjóar malbiksræmur sem kosta álíka og hjólastígir. Ef til vill þyrfti að kaupa upp eignir og breyta skipulagi til þess að koma slíku að í úthverfum en með því að hafa lestirnar litlar og ódýrar má hafa ferðirnar tíðar.

Lestirnar eru að sjálfsögðu rafknúnar og því nánast mengunarlausar.

Þriðja lausnin er að byggja upp í loftið. Fórna gömlu Reykjavík og byggja allt Seltjarnarnesið allt austur að Elliðaám með tíu til tuttuguhæða blokkum, ryðja þeim húsum sem fyrir er. Þá gæti vaxið hér borg sem gæti haldið upp almennilegum samgöngum og þjónustu.

Fjórða lausnin er að hafa hér bílaborg með greiðfærum götum.

Barasta ekki gera ekki neitt.


Hringaleysisvitleysa.

Maður á að brosa á meðan maður ritar grein sem á að verða læsileg. Þá er möguleiki að maður komi þeim sem les líka til að brosa. Þess vegna ætti ég aldrei að skrifa um umferðina. Ég brosi aldrei þegar hún ber á góma.

Fyrir mörgum áratugum var sett á skipulag braut sem lá frá Breiðholti niður í miðbæ um Fossvogsdalinn og um það sem kallað var Hlíðarfótur undir Öskjuhlíðinni. Þetta var svo sem ekki í fyrsta skipti sem skipulagt var inn í önnur bæjarfélög án þess að spyrja. Kópavogur tók þetta ekki í mál enda fékk hann einga breidd í staðinn eins og þegar Breiðholti óx óvart inn í Kópavog á sínum tíma. Málin eru nú orðin gömul og flestum gleymd. Ég rifja þetta nú upp því að Fossvogsbúar vilja ekki mislæg gatnamót á mótum Bústaðarvegar og Breiðholtsbrautar og skyldi engan undra. Allt skipulagið miðaði við braut sem aldrei var lögð og nú skiptist margfalt meiri umferð en mátti gera ráð fyrir á milli Nýbýlavegar og Bústaðarvegar. Það geta allir verið sammála um að ófært er að hafa ljósastýrð gatnamót á þessum stað. Hvað er þá til ráða?

Við getum lokað Bústaðaveginum til austurs. Þannig hefnir Reykjavík harma sinna vegna brautarinnar sem ekki mátti leggja. Það myndi kosta nokkur mannslíf á Nýbýlavegi og gera óbúandi í austurhluta Kópavogs svo ekki geri ég það að tillögu minni. Ekki gengur að auka umferðina á Bústaðarvegi og hvað er þá til ráða. Ef ekkert pláss er fyrir þessa nauðsynlegu braut verður að leggja hana í stokk eða bora göng. Bústaðarvegurinn yrði þannig hæfileg safngata fyrir hverfin í kring enda er vart hægt að koma meiri umferð um þann tvíbreiða spotta inn í miðju íbúðarhverfi. Þegar menn mótmæla slíkri óráðssíu verða menn að gera sér grein fyrir því að ekki er endalaust hægt að bæta á þær fáu austur-vestur leiðir sem eru til staðar í gegnum Reykjavík. Með þessu þá yrði létt stórlega á Miklubraut. Þá mætti gera torgbrú á Bústaðarvegi Kringlumýrarbraut og þannig yrði leiðin inn í bæinn greið þessa leið.

Já nokkra milljarða kostar þetta en hvað er til ráða. - Eigum við öll að taka strætó.


Kreppir að

Okkur þykir miklu skemmtilegra að tala um það sem eykur von okkar um bjarta framtíð en bölsýnistal. Þó eru fréttir fullar af spádómum um heimsharmleiki eins og aukin óveður þurrka og stríð sem öll eiga að koma af hlýnun jarðar.

 Ég er ekki einn þeirra sem neita því að maðurinn þarf að breyta um lífsstíl - fara úr lífsmynstri eyðslu og í far nýtingar. Ég held samt sem áður að spár um þær hamfarir sem sagt er frá í fréttum rætist aldrei. Til þess eru þær of alvarlegar og sannar. Ég var fæddur um miðja síðustu öld og hef gengið í gegnum margar slíkar spár, verið logandi hræddur áratugum saman við kjarnorkusprengjur og hráefnaskort. Það haf komið kreppur sem snert hafa margar fjölskyldur tímabundið. Ég hef alltaf séð að máttur manna er gífurlega mikill til að sporna við fyrirsjáanlegum hamförum og ég er sannfærður um að tekið verði myndarlega á málum áður en það er of seint. Þannig koma spádómarnir í veg fyrir að þeir rætist.

Það gerist vegna þess að við gerum eitthvað. Þó ég spái því að það takist þýðir það ekki að við getum verið róleg og setið með hendur í skauti. Einfaldasta ráðið sem við getum gripið til er að nýta skattheimtu þannig að það verði hvati til  minnka mengun og efnasóun. Með því virkjum við hugkvæmni fólks til þess að komast hjá skattheimtu en í fáum tilfellum er hugkvæmni íslendinga meiri. Hugmyndirnar geta síðan verið útflutningsvara hjá Geysi Green og líkum og við græðum á öllu saman. Er það ekki björt framtíðarsýn.


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband