Ekki rugga bátnum í ólgusjó.

 

Þó nokkuð sé um liðið frá hruni efnahagslífs á Íslandi hefur ekki komið neitt sem sprautað hefur vítamíni í það að nýju. Nokkur fyrirtæki hafa notið góðs af lágum launum vegna gengisfallsins og eru að plumma sig, örfá lítil sprotafyrirtæki hafa litið dagsins ljós en þau hafa litlu breytt fyrir heildina. Enn ganga þúsundir Íslendinga atvinnulausir og næstum því annað eins hefur flúið land.  Mörg tækifæri hafa birst sem gætu hleypt hingað lífi að nýju en það er sama hvað er það er eins og barið sé á puttana á þeim sem hingað vilja koma. Útlendingar mega hér ekkert eiga þó við eigum alla skapað hlutu í útlöndum.  Ekki má hrófla við náttúrunni, virkja eða reisa stóriðju. Erlendir aðilar mega ekki æfa flug á vopnlausum vélum af því vélarnar líkjast stríðsvélum. Svo mætti lengi telja upp möguleika sem auka innstreymi fjár til landsins án þess að skuldsetja þjóðina upp í rjáfur.

 

Ég dreg þá ályktun að ráðandi öfl innan vinstri grænna séu veruleikafirrtar draumverur sem hafa ekki skilning á því að velferð er knúin áfram af peningum, raunverulegum peningum enn ekki lánum.  Þessir einstaklingar virðast stöðva allt þó á stundum tali forystan öðrum rómi. Talsmaður þessa hóps innan ríkisstjórnarinnar er m.a. Svandís Svavarsdóttir sem virðist ætla að klára það verk sem föður hennar tókst ekki að ljúka þ.e. að setja okkur endanlega á höfuðið. Ef til vill eru þau með sömu grillur og Svavar fékk í austur þýskalandi á námsárunum þe. Sovét ísland þó Sovét sé ekki til.

 

Læknar hverfa úr landi, gamla fólkið getur ekki keypt lyfin sín, þjóðin hefur ekki ráð á opinberum framkvæmdum og atvinnuleysið hræðilegt. Á þessum tíma ætla vinstri grænir að rugga bátnum. Þeir ætla að kollvarpa þeirri sjávarútvegsstefnu sem hefur verið til fyrirmyndar í heiminum og tveir hlutlausir erlendir aðilar hafa sagt að stór skaði okkur efnahagslega. Í sama streng hafa flestir hagfræðingar sem tjáð sig hafa um málið tekið.

 

Nú rökstyðja þeir þessa samfélags tilraun með því að það efli byggðirnar. Nú gengur sá frasi að þjóðin eigi að njóta afraksturs auðlindarinnar eins og stór hluti af þeim tekjum okkar sem ekki koma frá álveru sé ekki frá sjávarútvegi. Þó hlutur sjávarútvegs af heildar innkomu íslendinga hafi minnkað þá getum við enn sagt að við lifum af sjávarútvegi. Hvernig geta menn þá sagt að við njótum ekki arðs af auðlindinni.

 

Menn sjá ofsjónum yfir því að sjávarútvegsfyrirtæki hafa stækkað. Það er hluti af hagræðingu. Af 500 manns sem fengu gjafakvóta samkvæmt nýjum reglum höfðu á annað hundrað selt kvóta áður og fengu úthlutun af því sem tekið hafði verið af þeim sem keyptu. Þetta er réttlæti Sovét Íslands. Allt á að setja í höft og úthlutanir hins opinberra með því svindli og svínaríi sem því fylgir.

 

Ef við ruggum bátnum núna þá getur það valdið þjóðar gjaldþroti. Þá lognast af atvinnuvegirnir og við flytjum brott. Þá er hægt að friða allt ísland fyrir komandi kynslóðir.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Var fyrst að skoða þetta mikið erum við sammála þarna/Kveðja

Haraldur Haraldsson, 3.7.2011 kl. 17:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband