Takið frá 25. júní milli kl. 11 og 16

Klúbburinn Geysir hefur umsjón með uppákomu í vestari enda Skipholtsins í Reykjavík 25. júní nk. milli kl. 11 og 16.

 Hljómsveit hússins spilar. Þá verður flóamerkaður og örþon sem er 180 metra maraþon í frjálsum búningum og með frjálsum aðferðum. Ekki er endilega sá sigurvegari sem kemur fyrstur í mark heldur er ekki síður metið framlagið eftir skemmtanagildi. 

Klúbburinn Geysir er endurhæfingarstaður þeirra sem hafa átt eða eiga við geðræn veikindi að stríða. Með þátttöku í öllu starfi klúbbsins allt frá smæstu verkum í flóknustu stjórnunarstarfa byggja félagar upp sjálfstraust sitt. Klúbburinn veitir síðan félögum margvíslegan stuðning bæði til náms og vinnu. 

 Klúbburinn er viðurkenndur hluti af Fountain House hreyfingunni og starfar samkvæmt stöðlum hennar. Rannsóknir hafa sýnnt fram á mjög góðan árangur hreyfingarinnar og er Klúbburinn þar enginn eftirbátur. 

 Sá sem þetta ritar er félagi og stjórnarmaður í Klúbbnum. Þá er hann hluti alþjóðaráðs Fountain Húsa sem m.a. tekur út húsin og metur hvort þau standist þær kröfur sem til slíkra húsa eru gerðar. 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband