Bréf til Kínverskra stjórnvalda

Mikilvægasta orsök stríða á milli manna og þjóða er sú staðreynd að einstaklingar og þjóðir meta eigin hagsmuni og hugmyndir ofar hagsmunum og hugmyndum annarra.

 

Stjórnskipulag Vesturlanda byggir á hugmyndum sem mótaðar voru í stjórnarskrár fyrsta franska lýðveldisins og þeirrar bandarísku um mannréttindi. Grunntónn í þeim báðum er réttindi einstaklingsins.  Vesturlönd hafa barist fyrir þessari hugmyndafræði um allan heim og stuðlað að því að Sameinuðu Þjóðirnar hafa samþykkt mann­rétt­inda­ákvæði sem hafa alþjóðlegt gildi.

 

Menning Kína hefur mótast í árþúsundir.  Eins og ég skil þá menningu í fjarlægð er sá megin munur á henni og okkar menningu að fyrst og fremst er hugsað um hagsmuni heildarinnar en ekki hvers einstaklings. Þá er meiri áhersla lögð á langtímamarkmið jafnvel markmið sem nást á mannsöldrum í stað þess að einblína á nútímann. Á þeirri hugsun byggðist það að þeim tókst að reisa Kínverska múrinn.  

 

Kínversk stjórnvöld hafa ákveðið að vinna að aukinni hagsæld þjóðarinnar. Þau hafa séð að leið vesturlanda til hagsældar þ.e. ákveðið frelsi á markaði skapar meiri auð en algjörlega ríkisrekið hagkerfi. Í stað þess að bylta stjórnkerfinu algjörlega eins og gert var í Rússlandi hafa þau tileinkað sér ákveðna þætti úr Vestrænu hagkerfi án þess að gefa eftir stjórnskipulagið algjörlega.  Þetta hefur leitt til efnahagsundurs. Það sem vestrænir hagfræðingar höfðu ekki séð fyrir þegar þeir ráðlegðu Rússum var mikilvægi löggæslu í efnahagsþróuninni. Kínverjar virðast ekki hafa lent í jafn miklum erfiðleikum hvað þetta varðar.

 

Mér er ljóst að alls konar erfiðleikar fylgja efnahagsbatanum, ekki síst að samheldni þjóðarinnar verður minni. Sumir hafa auðgast og lifa vel og aðrir lifa við sára fátækt. Kína er risastórt, samsett úr mörgum löndum sem hafa verið sameinuð um aldir en þó ólík.

 

Vesturlandabúar  telja sig hafa rétt til að segja Kínverjum hvernig þeir eigi að stjórna landi sínu og hvaða hugmyndafræði þeir eigi að leggja til grundvallar. Þó ég sé talsmaður lýðræðis og mannréttinda tel ég mig ekki þess umkominn að segja Kínverjum hvernig þeir stjórna sínu eigin landi, þ.m.t. hvort þeir virði mannréttindi eða ekki.  

 

 Jafnframt sem ég virði rétt Kínverskra stjórnvalda fordæmi ég fordæmingu í garð Norðmanna eftir  veitingu friðarverðlauna Nóbels.

 

Kínversk stjórnvöld beita efnahagsþvingunum til fá Norsk stjórnvöld til að skerða tjáningarfrelsi og grunn mannréttindi eigin þegna. 

 

Nóbelsnefndin Norska er óháð ríkinu. Meðan hún virðir Norsk lög hefur ríkisstjórnin engin afskipti af störfum hennar. Hún hefur sem heild fullt tjáningarfrelsi eins og einstaklingarnir sem að henni standa.  Með aðgerðum sínum gegn Norskum hagsmunum hafa Kínversk stjórnvöld skaðað ímynd sína í augum Vesturlanda án þess að hafa breytt nokkru að öðru leyti.  Ég var persónulega kominn á þá skoðun að íslendingar ættu að auka efnahagsleg tengsl sín við Kína, báðum til hagbóta. Þar sem Kínverjar beita efnahagsvopni til að þvinga upp á Vesturlönd hugmyndafræði sinni um skerðingu á mannréttindum er öll samvinna við þá stór varasöm.

 

Kínversk stjórnvöld geta meinað borgurum sínum að hafa samband við umheiminn og lokað fyrir samskiptin sín megin. Þau geta hins vegar ekki meinað íbúum vesturlanda að tjá sig um hvað sem er hvort heldur er  innan Kína eða utan svo fremi að tjáningin sé innan þeirra takmarkana sem meiðyrðalöggjöfin setur tjáningarfrelsinu.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband