Orð hafa áhrif

Þegar við tölum er eins og við skjótum örvum. Stundum tölum við umhugsunarlaust þá er eins og við skjótum út í loftið  og tilviljun ræður hvort einhver verður fyrir skotinu. Við getum valið okkur örvar góðs eða ills, örvar sem örva eða sljóvga þann sem fyrir verður. Ég hef verið minntur á orð sem ég hef látið falla fyrir tugum ára og hafa verið til góðs. Ég er örugglega ekki minntur á örvarnar sem hafa haft öfug áhrif.

 

Mér líður vel af jákvæðum örvum sem ég sendi en af sama skapi illa vegna þess að ég hef sent í reyði eða hugsunarleysi frá mér særandi örvar.

 

Hamingja mín er fólgin í því sem ég geri vel og ég vil vinna að betri líðan minni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband