Takmarkanir eru til að yfirvinna þær

Lífshlaupið er eins og ferð um ókunna slóð. Alltaf ber eitthvað nýtt við þó sumt sé tilbrigði af sama stefi. Oft hef ég fallið í þann farveg að hugsa um mig sem miðpunkt alheimsins, mínar sorgir meiri og mína gleði meiri og öðru vísi en annarra.

 

Ég hugsa þetta eftir fermingaveislu sem ég fór í norður í landi. Fermingabarnið hafði nýlega komist á verðlaunapall á Íslandsmóti í siglingum, hann leikur bæði á gítar og fiðlu og stendur sig í alla staði afbragðs vel. Þetta væri svo sem ekki í frásögu færandi ef hann hefði ekki fæðst með klofinn hrygg, gengi með spelkur og hefði þurft mikið til að losna við þvoglumælgi.

 

Hver einstaklingur hefur sínar takmarkanir. Ég er viss um að þínar lesandi góður eru ekki meiri en hans Breka, fermingabarnsins sem ég nefndi.  Eins eru erfiðleikar Íslendinga þó miklir séu hjóm eitt miðað við fátækar þjóðir heimsins, þjóðir sem eiga í stríð, búa við harðstjórn og mun meiri skuldir miðað við framleiðslugetu en við.

 

Ég vona að við verðum eins og hann Breki, sigrumst á erfiðleikum okkar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband