18.10.2008 | 23:23
Sjó - ðir.
Ég sagði þetta sagði vinur minn og allir sögðu þetta svona eftir á litið. Það þýðir að einhver nagandi óvissa kom öðru hvoru upp í dansinum mikla sem þjóðin hélt síðustu árin.
Þegar Danskurinn varaði okkur við hugsaði ég að mikill gróði er annað hvort plat eða byggður á mikilli áhættu. Þannig er það á hinum fullkomna markaði. Markaður er að vísu ekki fullkominn en ekki heldur svo ófullkominn að menn geti stór grætt án áhættu. Þannig er það. Ég vissi þetta sagði ég og þó ekki. Það hvarflaði ekki að mér að hrunið yrði svona gengdarlaust.
Ég þekki snilling sem unnið hefur í banka í USA. Hann sagði að svona færi fljótlega eftir að ballið byrjaði úti. Þetta var maður sem ég treysti og fór að hans ráðum.
Það var svo sem ekkert auðvelt að fá að flytja sína smáaura í öruggt skjól fyrir sölumönnum bankans sem í nafni þekkingar og undir heitinu ráðgjafar hafa reynt að svíða út úr fólki lífsbjörgina.
Ég hef bæði eigið dæmi og annarra um hrein ósannindi starfsfólks sem hélt því fram að ákveðnir sjóðir væru aðeins bankabréf og síðan kom í ljós að keyptir voru ekki svo öryggir pappírar og viðskiptavíxlar oft frá eigendum bankana.
Ég hef dæmi um sjómanninn sem varð fyrir vinnuslysi, fékk bætur sem gera það að verkum að hann hefur aðeins meira en sultarlaun Tryggingastofnunar til að lifa á . Hann hefur ávaxtað þessa aura í öruggu skjóli bankabókar og ekki hugsað um annað en öryggið. Bankamenn hafa ásælst þessa aura inn í sjóðina. Þeir hafa beitt sjómanninn gífurlegum þrísting og nýtt yfirburði sína í þekkingu. Að lokum lét hann undan þeim nýlega og flutti féð til inn á sjóð sem fór ekki eftir eigin fjárfestingarstefnu.
Ástæðan fyrir því að bankarnir lentu í erfiðleikum voru ekki barasta af því. Það var fyrirsjáanlegt að hrunið í USA myndi draga úr möguleikum manna að fá lán. Þeir vissu það líka að þeir hefðu tekið milljarða að láni í skamman tíma og lánað áfram til lengri tíma. Þeir máttu því sjá fram á það sem sterkan möguleika að lenda í fjárskorti. Það var vitað að við höfðum ekki Seðlabanka til að bakka okkur upp. Ef þetta dugði ekki þá höfðu matsfyrirtækin sagt þetta með því að hækka lánshæfismatið. Þau voru ekki bara vondir aðilar að stríða okkur heldur gerðu þau fræðileg úttekt á því hversu líklegt væri að bankarnir færu á hausinn. Þetta skyldi ég og lét ekki undan ráðgjöfunum en sjómaðurinn fyrrverandi ekki.
Mér finnst þetta ljótt. Verða þeir hvítþvegnir í hvítbókinni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Af mistökunum skaltu læra.það hefur verið mitt mottó,en þetta er sagan og hún virðist endurtaka sig /Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 19.10.2008 kl. 17:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.