Mundi evran bjarga.

Mikill hluti Íslendinga trúir því að erlend mynt svo sem evra myndi bjarga ástandinu hér á landi.

 Það er ekki svo einfaldlega vegna þess að vandræðin eru ekki vegna gjaldmiðils.

Bankastarfsemi gengur út á að velta peningum. Bankarnir lána fé til langs tíma. Þeir eiga ekki það fé heldur innlánseigendur. Innlánseigendur hafa ekki bundið innistæður sínar til langs tíma og geta því kallað eftir þeim með engum eða stuttum fyrirvara. Þegar þeir gera það getur bankinn ekki innkallað langtímalánið. Bankinn fær að jafnaði jafn harðan ný innlegg fyrir þau sem fara út og lendir því aldrei í vandræðum. Ef svo ólíklega vildi til að meira gengi út en kæmi inn á einhverju augnabliki þá lána bankar í heiminum hverjir öðrum peninga á sérstökum millibankavöxtum sem eru mjög hagstæð.  Ef slík lán fást ekki eru seðlabankar til þrautavara.

Nú eru bankar hættir að treysta hverjir öðrum, sitja á sínu. Seðlabankar stórra landa hafa gripið inn í og þrautavaralán eru veitt, nema á Íslandi. Bankakerfið er svo stórt að það er ofvaxið Íslandi. Jafnframt eru innlánseigendur hættir að treysta íslenskum bönkum og taka milljarða út án þess að nokkur innlán komi á móti. Á sama tíma hafa gengi þeirra hlutafélaga sem þeir hafa lánað hríð fallið í verði og verða gjaldþrota mörg hver og geta því ekki greitt til baka lánin. Fyrst kemst bankinn í greiðsluþrot þ.e. hefur ekki handbært fé til að greiða út sparifé eða skammtíma skuldir. Þá hverfur traustið og fé rýkur út og spilaborgin hrynur.

Annað sem einkennir íslenskt efnahagslíf eru krosseignatengsl og kross kröfutengsl. Félög eiga hvert í öðru og eiga í innbyrðis viðskiptum - eiga viðskiptakröfur hvert á annað o.s.fr.  þegar eitt félag t.d. banki verður gjaldþrota tapast eigur úr félagi án þess að skuldir lækki. Slík félög geta því ekki veðsett eignir sínar til að greiða fyrir áframhaldandi rekstri og fara þannig einnig í þrot sem aftur leiðir til enn frekari gjaldþrots.

Þegar harðnar í ári hjá íslensku efnahagslífi leiðir það til þess að eftirspurn eftir krónu verður minna og hún lækkar í verði. Það þýðir í raun að laun lækka miðað við innfluttar vörur. Það er þessi innbyggða launalækkun þegar á bjátar sem væri ekki til staðar ef við værum með annan gjaldeyri.

Íslensk fyrirtæki þurfa meiri stöðugleika í venjulegu árferði heldur en krónan býður upp á og meira öryggi með gjaldmiðilinn. Það er þess vegna sem menn hrópa á evru. Ósöðugleikinn getur bæði verið skelfilegur galli og mikill kostur.

Ég hef ekki þekkingu til að bera til þess að segja til um hvað er best. Menn ættu samt að varast að falla í þá grifju að halda að evra sé allra meina bót.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Það sló mig að heyra viðskiptaráðherra benda á að hluti af vandanum tengist aðild okkar að EES. Ekki værum við betur stödd í ESB, með eða án evru (sem við mættum ekki kalla annað en euro).

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9.10.2008 kl. 04:57

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Ég veit ekki hvaða athugasemd þú ert að meina - þeir segja svo margt. Það sem ég sé sem mögulega skýringu er að vöxtur bankanna var mögulegur vegna reglna um frelsin sem EB og EES gengu úr á .

 Ég er sannfærður um að þegar um hægist verður regluverkið og eftirlitskerfin tekin upp. Allar líkur eru á því að annað hvort verði takmarkanir á möguleikum smáríkja að færast svona mikið í fang eða að sam Evrópskt tryggingar og eftirlitskerfi verði komið upp. Ég vona að það verði það síðarnefnda.

Jón Sigurgeirsson , 10.10.2008 kl. 23:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband