Við lifum ótrúlega tíma.

Við erum ógnarlitil í óendnalegum heimi. Atburðarrás sem nú er verður nokkrar setningar í sögubókum framtíðar.  Ef til vill verður talað um ófullkomið hagkerfi sem hafði innbyggða áhættu á kreppum svona einu sinni á öld. Nú glímum við við þennan vanda. Við hugsum ekki í öldum til þess er líf okkar of stutt.

 Ég veit ekki frekar en aðrir hvað kemur út úr þessu öllu saman. Eitt er víst að þegar kreppunni linnir þá verður hratt vaxtaskeið. Þau fyrirtæki sem lifa af kreppuna blómstra og fylla það skarð sem gjaldþrota fyrirtæki tóku. Þannig verða þeir sem lifa betur settir en áður. Ef við Íslendingar náum að halda í sjálfstæði okkar og sleppum við gjaldþrot eins og allar líkur eru á verðum við fyrirtæki sem á eftir að vaxta. Eignatjón okkar er orðið mikið en ef við komumst í gegn tekur okkur ekki mörg ár að ná fyrra styrk. Þá vonandi erum við reynslunni ríkari og stígum varlegar til jarðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband