23.5.2008 | 17:50
Það á eftir að hækka enn.
Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Í öllu þessu mali um orkukostnað, svartsýnisrausi um að orkan sé að klárast gleymist það að allt leitar jafnvægis. Við höfum aldeilis nóg af orku. Við höfum búið við þau ósköp að geta dælt upp úr jörðinni með tiltölulega litlum tilkostnaði miklu af ódýru eldsneyti. Nú þegar verðið er að verða eðlilegra þá hrökkva allir við.
Hækkun olíuverðs hefur verið fyrirsjáanleg um óratíma. Þegar verðið hækkar eykst framleiðslan - Leitað verður nýrra staða og lindir sem áður töldust óhagkvæmar vegna smæðar eða erfiðs aðgengis verða nýttar. Þannig er það.
Við höfum óhemju magn af olíusandi í Kanada sem ekki hefur verið talið hagkvæmt að nýta - Tæknin batnar og verðið hækkar og dæmið mun snúast við að lokum.
Það sem ánægjulegast er að menn leita að nýjum orkugjöfum og munu nýta betur þá sem fyrir eru. Sparneyttari flutningstæki, bílar, skip og flugvélar eru að líta dagsins ljós. Nú fyrir nokkru birtist rannsókn á möguleikum okkar Íslendinga. Þar kom fram að við getum látið eldsneyti unið úr alls kyns úrgangi koma í stað helmings af orkuþörf okkar. Hugsið ykkur ef slík tala yrði útfærð fyrir allan heiminn.
Það kreppir að og verður meðan við náum að skipta um gír. Það er bjart handan við hornið
Eldsneytisverð hækkar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Kvitt og orð i tíma töluð/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 24.5.2008 kl. 00:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.