Ógnir eiturlyfja

Eiturlyfjaplágan drepur ekki aðeins unga einstaklinga í blóma lífsins eins og nýlegar minningargreinar um unga stúlku fædda 1982 sanna. Sprautufíklar þurfa hundruð þúsunda króna á mánuði sem þeir afla með vændi, innbrotum og öðrum álíka aðferðum. Það eru sprautufíklarnir sem gera það að verkum að ég þarf að stimpla inn kóda í öryggiskerfi í hvert skipti sem ég bregð mér frá. Ég gæti talið upp fjölda kostnaðarliða vegna innbrotavarna sem ég verð að hafa vegna ógnarinnar af sprautufíklunum. Þó þessi kostnaður sé hjóm eitt miðað við þau mannslíf sem fíknin tekur er raunhæft að tala um hana í þessu samhengi. Það er vel hugsanlegt að minnka mætti kostnað minn í þessar greiðslur ef ríkið tæki aðeins meira af mér og greiddi fyrir þær aðgerðir sem gætu stemmt stigu við þessari vá í byrjun. Þeir sem lenda í eiturlyfjum hafa fæðst velkomnir inn í þennan heim og oft notið atlætis í uppvextinum. Eitthvað verður til þess að þau leiðast af veginum. Í mörgum tilvikum er það vegna undirliggjandi orsaka svo sem ofvirkni, eða sálrænna afbrigða eða sjúkdóma. Ég vildi miklu fremur eyða fé mínu til að stemma stigu við vandanum en til að verjast honum þegar ógnin er dunin yfir. Það er ekki eins og hún hafi fæðst í gær. Aukning í neyslu hefur hafist á hippatímanum og er alltaf að aukast. Við höfum náð árangri í löggæslu en sá endi er og verður alltaf eins og ísjaki. Það sem sést er aðeins brot af því sem er í raun og veru. Þó ég vilji efla slíkar varnir þá er eini raunhæfi kosturinn að berjast þar sem vandinn byrjar. Vinna með börnunum okkar áður en skaðinn er skeður.  Við þurfum fjölbreyttar aðferðir, breiðfylkingu en ekki marklausar yfirlýsingar sem ekkert hefur verið gert með eins og eiturlyfjalaust Ísland árið 2000 sem nú er löngu gleymdur frasi. Við viljum aðgerðir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð grein /og orð í tíma töluð!!!!Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 19.5.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hvað með venjulega áfengisneyslu sem veldur mörgum ótímabærum dauðsföllum, ofbeldisverkum og guð má vita hvað. Það veldur meiri skaða en ólögleg efni af því að það er svo mikið notað.

Sigurður Þór Guðjónsson, 4.6.2008 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband