24.4.2008 | 21:57
Mótmælendur geðsjúkir.
Það mætti halda af fyrirsögninni að ég ætlaði enn eina ferðina að skrifa um Sturlu sem hefur haldið ásamt félögum sínum borginni í gíslingu síðustu vikur og missir hugsanlega bílinn sinn og ef til vill meira fyrir.
Nei ég ætla að snúa mér að öðru. Það hafa tvær hetjur komið fram og mótmælt - en hafa enga ofurtrukka til að knýja fram sinn málstað. Önnur hetjan er Árni Tryggvason leikari og hinn er Hrafn Jökulsson sem báðir tala um aðbúnað á gististað sem þeir hafa þurft að dvelja á þ.e. geðdeild LHS.
Það eru ótrúlega margir sem hafa átt eða eiga í geðsjúkdómum. Margir þeirra hafa þurft að dvelja á geðdeild. Þeir segja aldrei frá - fordómar þeirra og annarra gagnvart slíkum sjúkdómum eru svo miklir. Þessi mótmælendur eru hetjur. Þeir koma fram og sýna að vel metnir einstaklingar geta einnig veikst jafnvel á geði. Þeir segja okkur að geðsjúkir hafa ekki bara sinn tilverurétt heldur eru mætir einstaklingar sem margir hverjir hafa skilað merku ævistarfi öðrum til gagns og ánægju. Þessir menn sem koma fram og segja frá sínu eru með því að stuðla að minni fordómum.
Geðdeild á ekki að vera olnbogabarn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:59 | Facebook
Athugasemdir
Ég er hjartanlega sammála þér Jón. Ég kom fyrir nokkru á þessa deild að heimsækja vin sem þar dvaldi, einmitt vegna þunglyndis. Herbergið sem hann dvaldi í var afar óvistlegt. Ópersónulegt, kalt og steinrunnið. Ekkert líf, ekkert ljós fyrir sálina, ekkert uppörvandi, aðeins grámáluð GEYMSLA, sem geymdi eina lifandi manneskju, sem þráði ekkert heitar en finna gleði, kjark, og að umhverfið biði hann velkominn.
Starfsfólkið var yndislegt, en greinilega þreitt. Úr svip þess skein vonleysi; engin eftirvænting um breytingar eða betra og bjartar starfsumhverfi. Engin gleði. Í svip þess var EKKERT.
Það lág við að ég yrði þunglyndur þarna inni. Þegar ég var kominn út hugsaði ég.
Er þetta umhverfið sem fólki er boðið uppá til lækningar á þunglyndi?
Skilja menn ekki hvaða sjúkdóm þeir eru að fást við?
Ég held að þeir sem ráða þessu skilji ekki sjúkdóminn, því ég er nokkuð viss um að þeir eru ekki vondir menn; aðeins óvitar á þessu sviði.
Guðbjörn Jónsson, 24.4.2008 kl. 22:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.