Af hverju mótmæla

Ég fór í gegnum eitt "bjargaheimispjall" við minn fasta viðmælanda í þeim efnum. Við höfum komist að þeirri niðurstöðu að atvinnurekendurnir (vörubílstjórar) sem eru í stríði við stjórnvöld og borgara þessa lands komi ekki fram með ástæðu reyði sinnar. Ég held að hún sé sú sama og og sögð er fyrir því að hætta sé á styrjöld við sveltandi þjóðir vegna hás matarverðs. Hætt er við að þessir stoltu eigendur sinna atavinnutækja kóngar í sínum bílum hafi miðað áætlanir sínar við það að alltaf yrði góðæri á Íslandi. Þeir hafa fjárfest í tækjum sem þeir skulda algjörlega. Vinnan hefur dregist saman og samkeppnin um þau fáu störf sem eru í boði er hörð. Þeir klóra augun hver úr öðrum með lágum tilboðum. Þeir eiga ekki lengur fyrir salti í grautinn - tekjurnar standa ekki undir afborgunum hvað þá heldur launum fyrir þá.  Hátt olíuverð er aðeins brot af kostnaði við rekstur slíkra tækja. Afborganir tikka hvort sem bíllinn er hreyfður eða ekki. Vextir hækka - e.t.v. erlend lán sem tekin voru þegar enginn átti að taka slík lán þe. þegar dollarinn var næstum gefins.

Ríkisstjórnin, Seðlabankinn og allir sérfræðingar spáðu niðursveiflu. Spurningin var hvort lendingin yrði hörð eða mjúk. Nú eigum við  - sem ekki eigum nein atvinnutæki - að borga vitleysinu í þeim þ.e. að fjárfesta í nýjum lúxustækjum í stað þess að láta gömlu bílana endast aðeins lengur. Við eigum líka að greiða niður akstur lúxusjeppanna sem eyða a.m.k. þrisvar meira en Yarisarnir sem við hjónin ökum.

Ég tek það fram að allt sem hér er sagt eru eingöngu kenningar. Ég hef enga vitneskju um eftirspurn eftir tröllatrukkum aðra en þá að mér finnst húsgrunnum hafa fækkað mjög. Það verður gaman að heyra hvort einhver sem hefur vit á þessu getur leiðrétt hugsanlega villur.

 Og hana nú.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband