Olían búin

Ég hlustaði á það í sjónvarpinu að sérfræðingar spá því að olía fari þverrandi í heiminum. Þessu hefur svo sem verið spáð áður en ekki ræst og því óvíst hvort nú sé kominn tíminn sem kemur fyrr eða síðar.

Við vitum að það kemur að því að olía hækkar enn meira en nú er. Þá koma ofbeldisfull mótmæli frá fleirum en vörubílstjórum. Stjórnvöldum verðu kennt um eins og venjulega en það vorum við sem lifðum orkulega um efni fram eins og við gerum í peningamálum.

Við Íslendingar getum undirbúið þetta með því að beita orkuskatti. Leggja okkur fram við að nýta innlenda orku og styðja vísindarannsóknir í þeim efnum.

Það sem þarf að finna upp er meðal annars geymsla fyrir vetni, endurbæta vetnisrafala eða finna rafgeyma sem er fljótlegt að hlaða og gefa mikla orku fljótt.

Athuga hvernig við getum breytt innlendri orku í færanlega orku fyrir  skip, báta og jafnvel flugvélar.

Við gætum þá breytt ógnvænlegri framtíð í bjarta framtíð fyrir okkur og lagt okkar að mörkum til þess að bjarga heiminum í leiðinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband