Agaleysi í skólum

Þessi frétt er dæmi um agaleysi í skólum.

 Það kom fram í fréttum að kennarar væru að gefast upp vegna slíks.  Við viljum ekki að börn okkar séu lamin en það má halda uppi aga með öðrum aðferðum. Tillögur þess efnis að foreldrar verði sektaðir fyrir hegðun barna sinna hugnast mér ekki sérstaklega og minni ég á í því sambandi dóm yfir foreldrum fatlaðrar stúlku sem þurftu að borga milljónatug vegna hegðunar sem mátti hugsanlega rekja til fötlunarinnar. En meiri aga þurfum við. Mikið átak.

Ég gæti hugsað mér að skólarnir hefðu á að skipa sérfræðingum sem gætu tekið á slíku agaleysi og verið til ráðgjafar bæði fyrir kennara og foreldra. Átakið væri sameiginlegt með starfsfólki skóla og foreldrum. Foreldrunum yrðu settar reglur og hugsanlega mætti sekta ef þeir færu ekki eftir þeim. Þá yrði foreldrunum refsað fyrir eigin hegðun en ekki hegðun barna sinna sem getur verið óháð hegðun foreldranna.

Slíkt teymi gæti tekið á ýmsu sem óæskilegt er í hegðunarmynstri hópsins utan og innan skóla.

 Barnabörn mín hafa verið í erlendum skólum og er þar mikill munur á. Þau hafa bæði verið í amerískum skóla og enskum skóla.

Ég var svo heppinn að hafa sama barnaskólakennarann frá því að ég kom úr Ísaksskóla 8 ára og þar til ég fór í gagnfræðaskóla 12 ára. Í bekknum var mikill agi en mildur og góður.  Ég kom seinna í bekkinn en félagar mínir vegna veru minnar í Ísaksskóla og er mér sagt að ég hafi verið tekinn fyrir af félögum mínum og mér kennt á agann sem þar ríkti. Kennarinn þurfti ekki að koma þar nærri, bekkjarfélagarnir þekktu reglurnar.

Þeir sem voru í þessum bekk hafa margir náð langt þó einhver afföll hafi verið eins og gengur. Ég þakka það ekki síst þeim milda anda sem þar ríkti.  

Uppvaxandi kynslóð er eini lífeyrissjóður okkar sem hefur eitthvað gildi. Hlúum að henni.


mbl.is Salernin eru ekki símaheld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Landfari

Mikið til í þessu hjá þér. Veit fyrir víst að agavandamál eru víða í skólum og sífellt verið að takmarka möguleika kennara til að taka á þeim málum. Líst ekki illa á þessa humynd. Veit líka að mörg "unglingavandamál" eru í raun "foreldravandamál". Þess vegna líst mér sérstakelga vel á þessa tillögu.

Landfari, 16.4.2008 kl. 09:10

2 identicon

Kjarni málsins hjá Landfara. Í grunnskólalögunum stendur skýrt að uppeldi barna er á ábyrgð foreldra. Bara svona júristanum til fróðleiks.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:28

3 identicon

Sæll.

Ég hef margoft velt því fyrir mér hvers vegna svo mikill agamunur virðist vera á skólum erlendis og hérna heima. Fjölmargir Íslendingar sem átt hafa börn í skólum í útlöndum og hér heima tala gjarnan um að það ríki agaleysi í skólakerfi okkar. Ég þekki þetta ekki persónulega en velti því oft fyrir mér í hverju munurinn liggur. Erum við að gera eitthvað vitlaust?

Jóhanna Seljan (IP-tala skráð) 16.4.2008 kl. 09:57

4 Smámynd: Helgi Jónsson

Já Jón. Þetta er dæmi um agaleysi í skólum. Það er rétt. Agaleysi hefur því miður fylgt þessum skóla lengi. Ég gekk í þennan skóla á áttunda áratugnum og á nú tvö börn sem hafa gengið í þennan skóla. Mér finnst þetta bara versna ef eitthvað er. En hverju er um að kenna veit ég ekki. Þó maður telji sig vera að kenna börnunum það sem rétt er virðist það ekki alltaf vera nóg.  Það má vel vera rétt að það þurfi að láta foreldra taka meiri ábyrgð á hegðun barna sinna, en því miður er ekki hægt að ábyrgjast að jafnvel best upp öldu börnin geri ekki eitthvað af sér þegar foreldrarnir sjá ekki til

Helgi Jónsson, 16.4.2008 kl. 19:57

5 Smámynd: Fishandchips

Var búin að skrifa inn mjög vitræna færslu, en bara púff.... hvarf.

Nenni ekki að skrifa hana aftur, enda foreldrar orðnir þreyttir eftir 10-12 tíma vinnudag og aukavinnu um helgar. Svo þarf víst að sinna innkaupum, með dauðþreyttum gargandi krakkaormum. Og síðan er víst að reyna að elda ofaní mannskapinn.

Allir orðnir dauðþreyttir eftir daginn, þannig að það má búast við þrasi yfir kvöldmatnum. Foreldranna bíða húsverkin, þvottur og þrif sem endar kannski með rifrildi. Börnin rekin í rúmið með harðri pirrings hendi, til að reka þau á fætur eldsnemma í dagvistun eða skóla.

Held að þetta sé raunveruleiki á mörgum heimilum, þannig að það er ekkert skrýtið að agaleysið sé að plaga þjóðfélagið. Hvernig eiga útpískaðir foreldrar að geta haldið uppi aga, þegar öll orkan fer í það að hafa í sig og á.

Fishandchips, 22.4.2008 kl. 00:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband