Spámenn og fleira fólk

Davíð talar niður húsnæðisverðið, aðrir eru bjartsýnir. Við erum oft fljót að rétta úr kútnum eftir áföll. Margir sem hafa átt í vandræðum með að fá fólk til vinnu segja mér að tímar séu breyttir. Fólk fæst til ummönnunarstarfa þó fjöldi af útlendingum streymi úr landi. Þetta er alls ekki slæmt. Best er ástandið þegar jafnvægi á milli eftirspurnar eftir vinnu og framboðs er þannig aðatvinnuleysi jafngildi rúmlega  þeim fjöld sem er að flytja sig á milli starfa – leita að réttu vinnunni.

Vinur minn sagði við mig að lítið yrði að gera í ferðaþjónustu úti á landi. Fólkið með skuldahalana í eftirdragi hætti að fara út  fyrir næsta nágrenni  Reykjavíkur eða þess staðar sem það býr á.  Vonandi eykst þjónusta við útlendinga að sama skapi. Þar er þó ekki á vísan að róa því víðar kreppir  að í efnahagsmálum en á Íslandi.  Byggingariðnaðurinn er að skreppa saman. Fasteignasölum fækkar með minnkandi veltu. Bankar segja upp starfsfólki og þeir sem keyptu hundrað milljóna húseignir á lánum og miðuðu við áframhaldandi risatekjur lenda á vonarvöl. Það dregur úr flutningi vöru, bílasölum fækkar.  Hvert sem litið er þá er ástandið miðað við góðærið sem við höfum búið til með lánum.

Ríkið getur farið í miklar framkvæmdir. Verktakar og  starfsmenn þeirra fá vinnu og kaupgetu. Innstreymi lánsfjár ríkisins sem heldur genginu þokkalegu. Þetta gæti undið upp á sig þannig að höggið verði ekki eins mikið.  Þá gætum við virkjað og byggt verksmiðjur eins og álver, kísilverksmiðjur og gagnageymslur.  Vonandi lærum við af reynslunni og göngum hægar um gleðinnar dyr en hingað til. Davíð spáir og spáir. En eins og Mark Twain sagði. Það er erfitt að spá, sérstaklega um framtíðina.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eitt sin hefði þetta verið kallaður bölmóður!! en núna er þetta bara sannleikurinn blákaldur/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 18.4.2008 kl. 15:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband