Látum þá borga til baka.

Nú ætlar hann Geir okkar að nota skattpeningana okkar til að bjarga bönkunum sem alls ekki eru okkar. Ekki höfum við haft 400 milljónir í kaupauka og aukagreiðslur sem ekki eru taldir í hundruðum heldur þúsundum milljóna t.d. við starfslok.

Það væri svo sem góðra gjalda vert að hlaupa undir bagga með þessum ofurlaunagaurum ef ríkið fengi það til baka þegar upp úr öldudalnum er komið. Metið væri hvað sú áhætta sem ríkið tekur með björguninni kostaði ef hún væri veitt á frjálsum markaði eins og hann er í dag. Þá upphæð endurgreiddu síðan bankarnir með vöxtum þegar upp úr skitnum er komið. Er það ekki réttlátt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll; Jón !

Hefi engu; við að bæta. Snilldargrein, frá þinni hendi !

Með beztu kveðjum, úr Árnesþingi / Óskar Helgi Helgason

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 3.4.2008 kl. 00:19

2 Smámynd: proletariat

ég rýndi í tölurnar.

Aðeins vextirnir af aðstöðinni sem er til umræðu eru hærri en fjárlög ríkisins.

Sjá Ísland til helvítis, að eilífu amen!

proletariat, 3.4.2008 kl. 00:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband