Trúfrelsi trúleysingja og réttur samkynhneigðra

Mér hefur alltaf þótt sjálfsagt að hér sé þjóðkirkja. Þetta hefur verið ágætt fyrirkomulag. Yfir 90% af fólki hefur verið sátt við það og athafnir eins og giftingar og jarðarfarir hafa ekki klofið fjölskyldur. Nú grassera alls kyns sárstrúarsafnaðir og kirkjan er að verða að einum slíkum. Skoðanir meiri hluta fólks og kirkjunnar færast alltaf frá hvorri annarri. Nú er til umræðu að færa Kirkjuna á milli ráðuneyta. Það hefur mér alltaf fundist skondið að vista þá stofnun með lögreglumálunum og sé hún raunveruleg þjóðkirkja ætti hún að sjálfsögðu heima undir forsætisráðuneytinu. Það er hins vegar spurning hvort við eigum að hafa þjóðkirkju. Sú spurning er nátengd tilfinningu okkar sem þjóðar. Hún er að breytast. Við erum ekki lengur einsleita þjóðin sem var afkomendur víkinga sem lifað hafði af þjóðarmorð móður náttúru. Við erum að blandast við aðrar þjóðir og hingað flæða inn erlendir menningarstraumar. Lokunin er rofin.

Við byggjum þjóðfélag okkar á mannréttindum, að allir menn séu fæddir jafnir og hafi jafnan rétt til að tjá skoðanir sínar og trúarafstöðu. Hafa menn það þegar við höfum þjóðkirkju sem er eins og sagt var í animal farm jafnari en aðrar kirkjur.

 Mesta gjáin milli þjóðar og kirkju er að líkindum afstaðan gagnvart samkynhneigðum. Í biblíunni er talað um hjónaband sem samband karls og konu. Það er ekkert sem segir að það megi gagnálykta frá þeirri setningu að það geti ekki verið samband tveggja kvenna eða tveggja karlmanna. Þá gagnályktun setja menn fram vegna þess að það passar við eigin fordóma en stríðir á móti þeim túlkunarsjónarmiðum sem kristnin boðar þ.e. kærleikanum.

Það er annað sem mér finnst ekki rétt í þessari trúarumræðu en það er afstaðan til þess hvað sé trú í skilningi trúarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar. Stjórnvöld túlka það eingöngu sem trú í þessum skilningi að trúa á Guð eða Guði. Það að trúa því að enginn æðri máttur sé til eru ekki talin trúarbrögð. Eftir þessu að dæma væri hægt að skylda menn til að trúa á einhverja guði eða guð. Það gengur ekki upp. Trú byggir á því að það er ekki vissa. Trú fjallar um tilgang, sköpun og stjórnun lífsins. Þær skoðanir sem menn hafa á þessu eru trú vegna þess að enginn einn getur sagt að hann viti sannleikann og allir aðrir hafi rangt fyrir sér. Það er einfaldlega ekki hægt að sanna neitt í þessum efnum. Þeir sem trúa því að enginn æðri máttur sé til hafa sama rétt til sinnar lífsafstöðu eins og hinir. Þeir eiga að geta stofnað samfélag um sína trú eins og hinir og ekki má mismuna slíku trúfélagi. Það verður að eiga rétt á sömu styrkjum og önnur trúfélög. Í stað þess eru þeir sem vilja iðka trú sína sem trúleysi að sækja í önnur trúfélög. Það læðist að manni sá grunur og ég veit þess dæmi að menn hafi farið í umburðarlind trúfélög eins og ásatrú til að iðka sitt trúleysi. Þá er ég ekki að dæma alla sem tilheyra þeim söfnuði trúlausa.

 Semsagt veitum öllum íslenskum borgurum jafnan rétt innan þjóðkirkjunnar annars er hún ekki þjóðkirkja og veitum þeim sem vilja iðka þá trú að enginn sé guðinn rétt til jafs við aðra.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Vafalaust teljum við öll að hér á landi ríki trúfrelsi. En í hverju felst trúfrelsi? Heimilt að iðka og aðhyllast hvaða trú sem er, skipta um trú eða hafna öllum trúarbrögðum. Í þessum skilningi er fullt trúfrelsi hér á landi. En eru öll trúarbrögð jafn rétthá að lögum á Íslandi. Allir trúflokkar verða þá að hafa sama rétt til að t.d. vígja fólk í hjónaband og boða trú sína.. Með þessu einfaldast venjur og siðir trúarinnar og geta þá trúfélög sjálf ákveðið hvernig athafnir innan trúarsafnaðarins fari fram, og til að mynda getur Kirkjan á Íslandi og þeir sem hana iðka ákveðið sínar venjur sjálfir og gefi saman samkynhneigða í heilagt hjónaband.

Íslensk þjóðfélag er reyst á grunni trúarinnar og er því allt tal aðskilnaðar ríkis og kirkju í raun mjög ábyrgðarlaust nema komi til annar grunnur að þjóðfélagsbyggingu.

Og þar skulum við ekki gleyma börnunum okkar og þeirri ábyrgð sem okkur er falið,

,,að kenna þeim alment siðgæði". Þessum þætti eiga kristnu fræðin að hjálpa okkur og ekki veitir af nú á tímum.

Siðferði er svo marg ofið inn í samfélagið að ég get ekki séð hvernig er hægt að koma því á framfæri nema að byggja það frá ákveðnum grunni, eins og er hofum við ekkert til að miða við nema Kristna trú og þó við gætum hætt kennslu í trúarbragðafræði þá gætum við ekki hætt kennslu á réttu siðferði.

Tekið skal fram að greinarhöfundur er trúlaus maður

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 20.10.2007 kl. 14:02

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Góð grein þetta Jón og vel orðuð,og er eg þessu sammála að flestu leiti/það er hægt að kalla þetta jú Þjóðkirkikju að mestu, En alls ekki Ríkiskirkju eins og mönnum er tírætt um/ eg hefi til dæmis viljað aðskilnað Rikis og kirkju að fullu!!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 21.10.2007 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband