Einkarekstur og opinber rekstur.

Fréttir þurfa að vera fjölbreyttar. Þó menn hafi bent á ákveðinn kjarna í einhverju máli gleymist hann fljótt því fjölmiðlar lifa ekki á því að endurtaka hluti heldur finna nýja, vera síbreytilegir. Þar sem málin eru ekki mörg þá þarf að finna nýja fleti á því máli sem er til umræðu, aðal málinu, máli málanna. Fréttirnar eru valdar eftir tilfinningu en ekki upplýsingagildi. Öfundin er sterkur þáttur í mannlegu eðli. Kaupréttarsamningur er þannig miklu betri frétt en það að opinberar eignir hafi verið afhentar einkaaðilum án þess að menn og fyrirtæki stæðu jafnfætis við þá úthlutun.

Já ég er að tala um Rei vitleysuna. endaleysuna síbyljuna, æðið sem gripið hefur þjóðina og kaffihúsin er full af um þessar mundir. Ég er að nefna kjarnann sem skiptir öllu máli. Í því tugmilljarða dæmi skipta kaupréttir um upp á skitinn milljarð litlu.  

Menn skiptast í fylkingar í pólitík eftir því hversu mikið þeir telja að ríkið eiga gera og hversu mikið eigi að vera í höndum einkaaðila. Það eru þó ákveðin prinsip sem eru hafin yfir þessa umræðu og eru gild hvar sem menn eru í pólitík.

 Eignir hins opinbera eru eign okkar allra. Ráðstöfun þeirra verður að vera málefnaleg, til hagsmuna fyrir heildina. Þannig er óheimilt að hygla einstaklingum eða fyrirtækjum einstaklinga á kostnað heildarinnar þannig að allir sitji ekki við sama borð.

 Þegar miklar eignir eru látnar af hendi, hvort sem það er gert gegn gjaldi í peningum, vörum eða hlutum í fyrirtækjum (sameining) þá er skylt að ganga þannig frá því að allir sem hugsanlega vilja og geta hafi jafnan rétt til þeirra eigna.

Þessi regla er ekki eingöngu íslensk lög og stjórnarskrá heldur einnig hluti af samningi sem við höfum gert við flest öll Evrópulönd og staðið að sérstakri eftirlitsstofnun til að fylgjast með að farið sé eftir henni.

Það er ekki einu sinni að eignir hafi verið látnar út úr opinberu fyrirtæki í eitt skipti heldur hefur það skuldbundið sig til að mismuna aðilum í 20 ár. Til að tryggja að starfsmenn færu nú ekki að malda í móinn og reyna að fara eftir lögum hefur þeim verið boðið að kaupa hlut í þessu fyrirtæki og þannig eru þeir gerðir líklegir til þess að mismuna fyrirtækjum sem kynnu að fá sér dæmdan rétt til sömu upplýsinga.

Svandís Svafarsdóttir hefur verið skelegg í þessu máli. Þeir sem hafa einbeittan brotavilja láta slíkt ekki aftra sér. Þeir vita sem er að Svandís er í stjórnmálum eins og aðrir til að hafa áhrif. Þeir bjóða henni stöðu í nýrri stjórn og gelda hana þannig sem baráttukonu. Nú eru allir flokkar búnir að brenna fingurna á þessu lögbroti. Stjórnmálamenn eru hafnir yfir lög. Þegar þeir sammælast um að brjóta á okkur þegnunum þá er enginn sem getur dregið þá fyrir dómstóla. Ákæruvaldið er í höndum stjórnmálamanna sjálfra í þessu máli og okkur býðst nú enginn flokkur til að kjósa aðrir en þeir sem eru sekir.

Svell kaldur maður kærði máli til eftirlitsstofnunar EFTA. Hetja dagsins sem veit hvað er aðalatriði í þessu máli. Ef til vill eigum við almenningur von?

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Með lögum skal land byggja/og ólögum eyða!!!!Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 14.10.2007 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband