Lúðvík Gissurarson Hermannson

Ég óska Lúðvík Gissurarsyni Hermannsyni til hamingju með staðfestingu þess að hann sé sonur föður síns. Þegar saman eru lögð þau líkindi sem DNA rannsókn gefur og frásögn móður hans á faðerninu hlýtur að vera hafið yfir allan vafa að hann er bróðir Steingríms Hermannssonar.

Í fréttum stöðvar 2 var haft eftir dóttur Hermanns og hálfsystur Lúðvíks að faðernismálið hafi verið glæpur. Það hafi svert minningu föður þeirra. Þannig fagnar hún þessum bróður sínum inn í ættina. Mér er alveg ómögulegt að skilja það hvernig sannleikurinn getur svert minningu Hermanns heitins. Það sem gat svert minningu hans voru gróusögur sem studdust ekki við neitt. Besti greiði við minningu hans var sannleikurinn. Það að halda því fram að raunveruleiki Hermanns heitins hafi verið svo ómerkilegur að það verði að halda við skáldsögu í staðinn er raunveruleg mannorðsskemmd.

Baráttu hjónabandsbarna gegn því að Lúðvík fái úr því skorið hver er faðir hans er óskiljanleg og lýsir frekar lúalegum einstaklingum sem hafa lítinn skilning á tilfinningalegu mikilvægi einstaklings að þekkja rætur sínar og fá þær viðurkenndar. Dómstólar hafa metið hagsmunina og niðurstaðan liggur fyrir. Ég fagna henni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Sæll Jón. Alveg sammála þér. Lítilmannleg framganga þeirra systkina.

Þorsteinn Sverrisson, 28.8.2007 kl. 20:41

2 Smámynd: Fishandchips

Sammála.... En oft eiga börn erfitt með að horfast í augu við að foreldrarnir séu ekki ósnertanleg. Það að foreldri sé virkt kynferðislega er bara óhugsandi fyrir suma.

 En með þekkt fólk í þjóðfélaginu, ættu þau ekki að ganga á undan með gott fordæmi. Þau systkinin eru varla þau fyrstu sem uppgötva hálfsystkini, hvort sem er innan hjónabands eða utan

Fishandchips, 29.8.2007 kl. 02:03

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég gæti ekki verið meira sammála þér, enda stendur sonur minn (og ég með honum) í svipuðu málavafstri þessa dagana, þó að kringumstæður okkar séu tölvuvert aðrar en í þessu máli.

Auðvitað hlýtur að vera erfitt fyrir þau systkinin að verða að taka föður sinn af stalli og sætta sig við að hann hafi ekki verið hafinn yfir mannlegan breyskleika, en ég er líka sammála því að þeim hefði verið sæmra, sem fullorðnum einstaklingum að taka aðra afstöðu til hlutanna. Mér finnst viðbrögð þeirra lýsa vanþroska og já, vanvirðingu við minningu föður þeirra; að geta ekki sætt sig við gjörðir hans (og fænku þeirra í móðurætt, að því er mér skilst, kannski er það þeim líka erfitt?) og elskað hann skilyrðislaust, (þó hann sé löngu látinn), heldur setja sig í stellingar vandlætingarpúka. 

Greta Björg Úlfsdóttir, 31.8.2007 kl. 14:06

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Ég horfði á þetta í Kastljósi í gærkvöldi, þar sem Guðmundur St. leggur málið töluvert öðruvísi fram en hér hefur verið gengið út frá, af hálfu fjölskyldunnar:

http://dagskra.ruv.is/streaming/sjonvarpid/?file=4301898/0 

Greta Björg Úlfsdóttir, 1.9.2007 kl. 09:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband