21.8.2007 | 23:13
Báðir rétt fyrir sér 2.
Ríkisendurskoðun er löggæslustofnun Alþingis. Hún fylgist með því að stjórnvöld fari eftir þeim lögum sem Alþingi setur þeim þ.e fjárlögum.
Það er jafnframt ljóst að stjórnvöld hafa tilhneigingu að orða heimildir sínar mjög óljóst og breyta frá þeim með svona smá hliðrun á milli liða. Ríkisendurskoðun er ekki ríki í ríkinu. Henni ber að hafa eftirlit með stjórnvöldum en stjórnvöld hafa töglin hjá þeim armi ríkisvaldsins sem stýrir ríkisendurskoðun.
Það er ákveðin tilhneiging að hunsa Alþingi. Oft eru mjög víðtækar heimildir í lögum um reglugerðasetningu og jafnvel fara stjórnvöld oft út fyrir þessar víðtæku heimildir. Þegar ríkisstjórnir ráða hvort sem er Alþingi finnst þeim ekki taka því að vera að flækja málið.
Þetta er mjög mikil óheillaþróun. Lög eiga að vera um öll efnisatriði og reglugerð aðeins um nánari útfærslu laganna.
Alþingi hefur m.a. sett í lög heimild til þess að færa á milli fjárlagaliða. Það er í sjálfu sér ekkert að því að smá svigrúm sé til slíkra hluta. Það er hins vegar mjög óeðlilegt að mínu mati að settir séu svo miklir peningar í verkefni sem hefur jafn veika heimild eins og var fyrir smíði Grímseyjarferjunnar. Þó nú sé verið að jagast um þetta eina mál er þetta hluti af miklu stærra máli þ.e. þörf á að reglum sé fylgt og Alþingi setji lögin en framkvæmdaveldið framkvæmi þau. Ríkisendurskoðun á heiður skilið fyrir baráttu sína hver sem niðurstaða þessa einstaka máls verður.
Segir fjármögnun Grímseyjarferju innan fjárreiðuheimilda | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:18 | Facebook
Athugasemdir
Enn þetta með að báðir hafi rétt fyrir sér/er ekki nægjanlegt fyrir okkur sem erum að skammast út í þetta umframeyðslufargan/þetta verður að leysast hvernig sem það verður gert/Hvað væri gert við okkur hina venjulegu/Segtaðir hiklaust/Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 22.8.2007 kl. 16:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.