Bannað að bera út börn ef þau hafa komið ljós

Það var viðtekin venja á Íslandi að bera út börn. Nú hefur verið fundið upp nýtt form á þessu og ekki talað lengur um að bera út heldur eru vísindin notuð til að rannsaka hversu mannvænlegt barnið verður og aðeins borin út "gölluð börn" eða börn sem mæðurnar af einhverjum ástæðum kæra sig ekkert um eða geta ekki sinnt vegna ýmsra ástæðna.

 Ég hef alltaf verið frekar á móti slíku hvort sem börnin litlu eru fædd eða ófædd og óháð hversu mikið þau líkjast manneskju. Þetta byggist aðallega á vitneskjunni um tilveru barnsins og tilfinningar þeirra sem að því standa. Mér finnst t.d. algjörlega rangt í allri jafnréttisbaráttu að réttur karlmanns sé enginn. Ég gæti ekki hugsað þá hugsun til enda að vita af barni á leiðinni sem ég ætti og kona ákveddi án þess að taka tilliti til minna tilfinninga að drepa það á meðgöngunni. Ef um líf móður er að tefla þá líta foreldrarnir á það sem fórn sem þeir hafa orðið að taka og geta sætt sig við ákvörðun um fóstureyðingu. Ef hitt er upp á teningnum að aðeins fjárhagsleg atriði ráða slíkri ákvörðun þá finnst mér hreinast skömm fyrir þjóðfélagið að láta slíkt viðgangast, þe. að búa ekki betur að foreldrum en það.

Ef getnaðurinn tengist nauðgun þá er réttur föðurins að mínu mati enginn og tilfinningar móðurinnar væntanlega aðrar en þær ella væru.

Á meðgöngu raskast öll hormónastarfsemi konu og hlýtur það að hafa mjög mikil áhrif á ákvörðun hennar um að eyða fóstri. Ég veit að konu sem gert er kleift að ala barn sitt sér aldrei eftir slíku. Ég hræðist meira tilfinningaleg áhrif þess að taka ákvörðun um að deyða það.

Þá er það spurningin um börn sem eru "gölluð". Það er hræðilega erfið spurning. Ég er að sjálfsögðu á sömu skoðun varðandi börn sem eru mjög lífvænleg en hafa einhver séreinkenni eins og vægar þroskahemlanir.

Kunningi minn sagði frá því að kona hans hafi gengið í gegnum legvatnsstungu laust fyrir árið 1990 ekkert fannst að barninu sem var langt gengið. Fóstrið dó litlu síðar en þá var konan gengin sjö mánuði og var dánarorsök sýking. Legið ver barn fyrir sýkingum. Þessi vinur minn sagði við mig: "Ég veit ekki hvort ég hefði látið eyða fóstri þó það hefði haft Downs heilkenni en samt samþykkti ég þessa læknisaðgerð sem hugsanlega hefur deytt fóstrið. Ég get aldrei fyrirgefið mér það.

 Þá spyr ég mig: Hvar á að setja mörkin á því sem þykir eðlilegt og hvað á að banna. Mitt sjónarmið er það að þjóðfélagið eigi að búa það vel að börnum, hvort sem þau eru af ríkum eða fátækum foreldrum, hvort sem foreldrarnir búa saman eða forsjárforeldri er einstætt að ekki þurfi að grípa til slíkra örþrifa ráða. Það á síðan að koma í veg fyrir slíkar ákvarðanir með öllum tiltækum ráðum. Ég er hins vegar ekki tilbúinn að segja aldrei við neinar aðstæður og ég hef samúð og skilning með þeim einstaklingum sem hafa gengið í gengum þessa raun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

í gegnum tíðina hafa karlmenn nú yfirleitt haft úrslitavald yfir líkama konunnar og hvort og hvað yrði gert við börnin. Samt tengjast þeir fæðingu og meðgöngu það lítið að ég skil ekki alveg afhverju þeir ættu að hafa einhvert vald yfir því ferli! En auðvitað eiga menn sem stunda kynlíf alltaf að vera undirbúnir því að það verði til barn og að sjálfsögðu eiga þeir að virða lífsrétt barnsins - ef mömmurnar gera það ekki þ.e.a.s.

halkatla, 20.6.2007 kl. 15:29

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Kveinréttindabarátta hefur verið háð um aldir. Ég styð þá baráttu af heilum hug og gekk i bleikum bol á 19 júní því til staðfestu. Jafnrétti byggist ekki eingöngu á því að bæta rétt annars kynsins og ganga yfir hitt. Þá snýst jafnréttisbaráttan upp í andstöðu sína. Að blanda því saman að karlmaður hafi sterkar tilfinningar til afkvæma sinna þó ófædd séu og að karlmenn hafi kúgað konur er algjörlega fáránlegt og sýnir lítinn skilning á tilfinningum annarra.

Þegar krafist er að af manninum að hann sinni barni sínu og taki afleiðingum getnaðar þá er sagt að hann hafi átt að gera sér grein fyrir þessum afleiðingum þegar hann tók þátt í samförunum. kröfur til konunnar eru aðrar. Hún þarf ekki frekar en hún vill að taka afleiðingunum af því hún gengur með barnið. Barnsfaðir konu sem ekki er í sambúð hefur lítinn sem engan rétt til barnsins. Hann verður hins vegar að leggja sitt til uppeldisins.

Fyrir konuna er það að vísum binding að ganga með barnið en þó ekki meiri en svo að konur halda vinnu sinni fram að fæðingu, geta stundað skóla. Hún þarf að leggja sitt til uppeldisins en nýtur aftur á móti samvista með barni sínu og þeirrar gleði sem því fylgir.

Ef karlmenn eiga að taka afleiðingum gerða sinna þá eiga konur að gera það líka. Ef karlmenn eiga að hafa tilfinningar þegar konan ákveður að eiga barnið þá hafa þeir þær líka þegar konan ákveður að drepa það.

Jón Sigurgeirsson , 20.6.2007 kl. 16:03

3 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Ég verð að segja að ég er fremur sammála þér. Fóstureyðingar eiga rétt á sér en það þarf að fara varlega í þær og þær má alls ekki  nota sem getnaðarvarnir. Ég er líka nokkuð sammála þér með rétt feðranna en það er samt sem áður mjög erfitt mál. Það er alveg ljóst að karlmaðurinn þarf ekki að ganga í gegnum neitt á meðgöngunni en konan þarf að  þola breytingar á líkamanum, vera kannski hálfveik í níu mánuði (eins og margar konur en auðvitað alls ekki allar), hormónabreytingar, o.s.frv. En á hinn bóginn er það rétt að með því að hafa samfarir tók hún jafnmikla áhættu og karlinn og ætti því að bera sömu ábyrgð. Ég hef oft hugsað um þetta en aldrei náð að komast að niðurstöðu. 

Kristín M. Jóhannsdóttir, 20.6.2007 kl. 16:28

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

konur eru ómissandi en jafnræðið þarf að vera á báða vegu/ek tel að við Feður höfum þarna nokkurn rett/Eg er á móti fósteyðingum,nema i neið/hefi sjálfur reint á svona mín kona fékk rauða hunda á  fyrtsu dögum meðgöngu,og ek samþykki þá að eyða því/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 22.6.2007 kl. 17:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband