Ráðstefna um stöðu kennslumála blindra barna.

Ég er að koma af Grand Hóteli þar sem kynnt var skýrsla tveggja Breta sem tóku út kennslu blindra barna á Íslandi. Niðurstaðan var auðvitað sú að það er engin kennsla fyrir blind börn. Hún var til staðar fyrir 50 árum en er engin í dag.

Skýrsluhöfundar sem voru tveir og hafa að baki samtals yfir 60 ára reynslu á þessu sviði gerðu í skýrslu sinni heildar tillögur að þjónustu við blind börn. Sjónarmið þeirra var það sem og þeir sögðu að gilda eigi um kennslu allra barna þ.e. að allir aðilar, foreldrar og stofnanir eigi að vinna að því markmið að barnið öðlist menntun.

Móðir tveggja og hálfsárs  blinds barns gat ekki komið nema taka barnið með sér og lét það ekki á sig fá. Hún þurfti að fara fram með barnið og tók ég hana tali. Barnið er eðlillegt að öllu öðru leyti en að vera al blint. Það var brosmillt og naut þarna að leika sér við móður sína og fá athygli þeirra sem fram hjá gengu. Þessi fjölskylda verður að flytja út ef ekkert er gert. Hún var reið út í aðgerðarleysið. Barnið þarf í raun að fá þjálfun sérfræðinga fljótlega skv. álit bresku sérfræðinganna. 

 Það jákvæða var að Vilhjálmur borgarstjóri lofaði að beita sér í málinu. Þarna var umboðsmaður barna. Því vona ég að áfrýjunarorð ráðstefnunnar um að tími nefnda sé liðinn og tími aðgerða sé runninn upp verði látin ráða í framtíiðinni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Þetta er smánarblettur á okkar ríka íslenzka samfélagi. Takk fyrir að
upplýsa þetta!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 28.2.2007 kl. 16:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband