Hugbúnaðarvernd og fleira


Það er mikilvægt að vernda höfunda og rétt þeirra.
Reglur í lýðræðisríki er þannig að þær eiga að vera í samræi við sóma almennings. Þær styðja ekki við lægstu hvatir heldur eitthað sem býr í okkur og notuð hafa verið virðingarfull nöfn um eins og samkennd og heiður.
Við skulum taka einfalt dæmi.
Ef allir fengju sitt fram væri þeirra leið alltaf í rétti þ.e. aðalbraut og hinir yrðu að víkja. Það gengi hins vegar ekki upp því þeir ættu sama rétt á að þeirra leið væri aðalbraut.
Við getum gefið ákveðnum meiri rétt eða verndað réttindi þeirra umfram aðra ef fyrir því finnast málefna rök. Þau rök eru málefnaleg sem einhver samvitund í okkur sættir sig við.
Þegar sett eru lög um verndun ákveðna sérhagsmuna sem í sjálfu sér eru málefnaleg rök fyrir eins og tildæmis réttindum höfunda er hætt við því að rödd almennings sem illa þekkir málið víki fyrir rödd þeirra sem hagsmuni hafa af vernduninn. Þannig geta lög sem í sjálfu sér eiga rétt á sér gefið þeim sem verndar nýtur meiri réttindi en almenningur telur sanngjarnt.
Ég efast um að almenningur styðji þann rétt arkitekta að geta ráðskast með hús sem viðkomandi hefur fengið vel borgað fyrir að hanna eins og hann sé meðeigndi. Texti arkitekta er misjafn en ég hef heyrt 2% af byggingarkostnaði. Verk sem ekki er talið til meiri fjárverðmæta en sem nemur 2% af byggingarkostnaði og viðkomandi hefur fengið borgað fyrir gefur viðkomandi ákveðinn eignarrétt yfir eignni og eingu má beyta nema með hans samþykki. Eignarréttur hans er þá af höfundasköpninni einhvers konar sæmdarréttur.
Hvernig getur arkitektin verndað sinn rétt. Hann getur haft heimasíðu með frum útliti hvers verks sem hann hannar og hægt er að banna að bygging sem hann hefur hannað og síðan hefur verið breytt án hans samþykkis verði kennd við hann. Þá er hægt að hafa sérstaka vernd á einstökum verkum arkitekta sem þykja merk byggingasögulega og listsögulega. Þá myndi slík vernd lúta sömu lögmálum og vernd eldri bygginga. Arkitektinn getur sótt um slíka vernd sjálfur og verður þá að sýna fram á mikilvægið. Þá er hægt að láta opinberar byggingar sem standa þar sem almenningur sér og eru einstakar að gerð lúta strangar vernd. Ég er t.d. á því að almenningur vilji ekki klastra einhverri viðbót við Norrænahúsið eða Hörpuna.
Verndunin ætti fyrst og fremst að þjóna hagsmunum heildarinnar en ekki dutlungum einstra manna sem fengnir hafa verið til að hanna hús.
Það sem vakti þessar hugsanir eru annað dæmi um höfundarétt sem getur verið til tjóns en því miður hef ég ekki nægjanlega þekkingu til að bera til að fullyrða neitt í þessum efnum.
Nokkur amarísk hugbúnaðarfyrirtæi hafa algjöra einokun á sínu sviði. Má þar fyrst nefna Adobe og Microsoft. Hætt er við að slík einokun leiði til hærra verðs til neytenda og ekki er um neinar smá upphæðir að ræða. Það er nánast stjarnfræðilegar upphæðir sem eigendur Microsoft hafa safnað sér.
Það sem ég ekki veit er hvort þessi einokunarstaða er til kominn vegna verndunarreglna eða skorti á stöðlun og opnun á hugbúnaði. Þegar menn færðu sig yfir í Word á sínum tíma frá hinu allsráðandi Word Perfect olli það dómínóáhrifum. Maður varð að vera með Word til að geta skipst á skjölum við aðra. IBM var risi á undan Microsoft sem setti staðla fyrir allan iðnaðinn. Aðrir gátu notað þá staðla.
Microsoft hefur sett staðla sem eru í því fólgnir að þeir segja framleiðendum hvað gengur með þeirra hugbúnaði og allir verða að laga sig að því. Þeir haf ekki eingöngu haft einokun heldur fulla stjórn á gerð hugbúnaðar fyrir PC tölvur.
Mínar hugmyndir eru þær að fyrirtæki í slíkri einokunaraðstöðu verði að lúta ákveðinni alþjóðlegri stöðlunarstjórn, sem er samansett af fulltrúm neytenda og framleiðenda. Þetta ráð setji staðla sem eru opnir og öllum aðgengilegir og því gæti hver sem til þess hefur burði samið stýrikerfi sem gengur við allt eins og Windows.
Þá verður að takmarka verndun á hugverkum þeirra þannig að þeir fái réttláta umbun fyrir nýjungar en loki ekki jafnframt aðra frá samkeppni.



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband