Mat kastað á Flóruna

Nokkur styr hefur staðið um svokallað verk sem birt var í Nýlistarsafninu og fólgið var í því að ata út eintak af listaverki annars mans Flóru Íslands.

 

Það kastaði fyrst tólfunum þegar hinn svokallaði listamaður tjáði sig um verknaðinn. Hann lýsti algjörri fyrirlitningu á höfundi þess verk sem hann ataði út. Hann væri ekki listamaður af því fyrirmyndir hans væru raunverulegar þe. grasafræðileg fyrirbrigði, í því væri engin sköpun. Samkvæmt sama mælikvarða er hægt að dæma flest verk úr leik, endurrita þarf alla listasöguna þar sem flestir málarar hafa notað fyrirmyndir, menn eins og Leonardo Da Vinci er ómerkilegur miðað við þennan stórkostlega listamann sem getur sett matarleifar á bók að vísu bara að hans eigin álit.

 

Andlegt ofbeldi er framið af mönnum með minnimáttarkennd sem upphefja sjálfa sig með því að niðurlægja aðra og sér meiri. Maðurinn sem ataði bæði bók og æru listamannsins sem gerði Flóru Íslands er ekkert nema ofbeldismaður sem slær ryki í augum manna með listamannatali. Það listamannatal ættu allir sem lesið hafa nýju fötin keisarans að sjá í gegnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óli minn

Veistu hvort hægt sé að sjá þetta umdeilda verk, Fallegasta bók í heimi, einhversstaðar á Netinu svo maður viti um hvað er verið að tala?

Óli minn, 29.4.2011 kl. 21:53

2 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Kæri Óli.

Hægt er að sjá kastljósþætti á netinu á RUV.is 

Jón Sigurgeirsson , 29.4.2011 kl. 22:55

3 Smámynd: Jón Sigurgeirsson

Umfjöllunin var í Kastljósi í dag 29. apríl 2011 og þar var bókin sýnd

Jón Sigurgeirsson , 29.4.2011 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband