Glæpsamleg skattheimta.

Það er alveg ljóst að núverandi ríkisstjórn hefur ekkert gert að gagni en mikið ógagn hefur hún gert. Þar sem faðir Svandísar Svavarsdóttur tókst ekki að koma Íslenskri þjóð á kaldan klakan hefur hefur hún gripið merkið á lofti og með umhverfisbrjálæði reynt að stoppa allt af sem getur orðið þjóðinni til bjargar. Samfylkingin hefur talað fyrir framkvæmdum en vinstri grænir hafa stoppað þær af jafn óðum.

Nú hafa þeir fundið tekjustofn sem er þess virði ráðast í þe eldra fólkið sem nurlað hefur saman til ellinnar og bankaræningjarnir náðu ekki í.   Konan mín hefur misst heilsuna og verður að hætta störfum. Hún hefur unnið stopullt og á takmarkaðan rétt í lífeyrissjóði og lífeyristekjur mínar nægja okkur varla báðum. Við töldum okkur það lánsöm að hafa lagt örlítið til hliðar í lífinu, svolítinn varasjóð sem við töldum að myndi lyfta okkur upp fyrir fátæktarmörkin. Þar sem við fórum ekki að ráðum Glitnis fyrir hrun heldur sóttum utanaðkomandi ráð töpuðum við ekki miklu í hrunininu.

Nú vorum við að telja fram. Þá kemur í ljós að tekið er 18%  (20% á þessu ári) af öllu verðhækkunum og vöxtum á inneign okkar. Það væri í sjálfu sér skiljanlegt ef aðeins yrði tekið af vöxtum og verðbótum á árinu. Því er ekki að heilsa. Til að sýna ykkur hversu óréttlátt þetta er þá getum við tekið dæmi. Tveir menn ákveða á árinu 2007 að leggja 10 milljónir til hliðar. Annar aðilinn tekur út sinn sjóð snemma árs 2009 og leggur  upphæðina inn aftur á sama ári. Hann greiðir 10% af verðbótum og vöxtum í fjármagns­tekjuskatt. Hinn heldur upphæðinni inni. (Sá sem tók út sína upphæð ávaxtar að vísu  ekki þann hluta sem hann greiddi en ávöxtun þess árs var ekki mjög mikil). Þegar þeir taka síðan upphæðina út á árinu 2010 þá greiðir annar 18% af allri ávöxtun, þ.m.t. þeirri ávöxtun sem varð frá 2007 til 2009. Hinn greiðir aðeins 18% af ávöxtun ársins. Vegna mjög lækkandi verðbólgu var sú ávöxtun lítil. Þá skiptir engu máli að sá fyrri hefur talið uppsafnaða verðbætur og vexti til skatts öll árin sem eign sína. Ef upphæðirnar væru hærri hefði hann þurft að greiða sérstakan eignarskatt af þessum vöxtum og verðbótum. Þar sem fólk almennt hefur ekki samúð með þeim sem eiga svo mikið stillti ég upphæðinni í hóf.

Vextirnir og verðbæturnar eru orðnar eign hans í árslok og með því að skattleggja svona aftur í tíman er um eignarupptöku að ræða og afturvirka skattlagningu. Við skulum segja að maður hafi átt í sjóði fé frá því löngu áður en nokkrir skattar voru á fjármagnstekjum. Hann fær þá 18% skatt á tekjur sem voru skattfrjálsar þegar þær féllu.

Þeir sjóðir sem um er að ræða eru þannig að sífellt er verið að höndla með bréf, kaupa og selja. Í hagræðingarskyni var sett sú regla að menn greiddu aðeins fjármagnstekjuskatt þegar þeir tækju út úr sjóðunum. Þegar fjármagnstekjuskattur var settur á í upphafi var ákvæði sem sagði að aðeins yrði greiddur skattur af þeim fjármagnstekjum sem reiknuðust eftir gildistöku laganna. Sá skattur var þannig ekki afturvirkur. Þær hækkanir sem orðið hafa á árunum 2009, 2010 og 2011 eru svo miklar að þær jafngilda nýjum skatti. (frá 10% í 20%). Þrátt fyrir það hafa menn ekki séð ástæðu til að takmarka skattheimtuna við tekjur hvers árs.  Þó mér finnist út í hött að taka 20% fjármagnstekjuskatt af hagnaði ársins getur maður lítið sagt við því þegar fólkið velur getulausa einstaklinga til forystu. En að þessir aumingjar ráðist á uppsafnaðar eignir manns svona tilviljunarkennt þá er mál að mótmæla.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband