Byggjum upp betra samfélag.

Heiðarleiki og traust. Ég hef áður lagt áherslu á hversu mikilvægt það er að rækta þessi atriði.

 

Vinur minn sem kom til Íslands fyrir nokkrum áratugum en er borin og barnfæddur í Frakklandi segir að við höfum glatað þessu tvennu. Íslendingar hafi verið heiðarlegir og traustir en nú sé öldin önnur.

 

Þó trúin boði okkur að sýna náunganum kærleika og þannig vera ekki óheiðarleg er hún ekki ástæðan fyrir áherslu minni á þetta tvennt. Til að ná hámarks árangri þurfa menn að vinna saman. Hvernig er hægt að vinna saman án trausts?

 

Ég keypti nokkra hluti í Rúmfatalagernum fyrir nokkru og m.a. eitt borð. Þegar ég kem út með vörurnar sé ég að reikningurinn stemmir ekki. Ég fer inn og geri mér upp reyði og segist ekki vera sáttur við útreikninginn. Það er kallað á yfirmann og hann fer í vörn. Þá sýni ég honum reikninginn og þar stendur skýrum stöfum að borðið sem átti að seljast á um þrjúþúsund krónur er reiknað á 0 kr. Ég fékk ekki að greiða nógu mikið fyrir vörurnar. Einhver hefur slegið vitlaust inn í tölvu og eflaust margir farið út með slík borð og hlakkað yfir því að þurfa ekki að borga. Í öllu falli breyttist viðhorf afgreiðslumannsins þegar skekkjan var á þennan vegin og sagðist hann bara ekki hafa upplifað að menn kvörtuðu þegar skekkjan var þeim í hag.

 

Erlendis hefur verið gerð óformleg rannsókn á þessu þ.e. hversu mikill hluti býður leiðréttingu þegar þeir vita að það hallar á búðina í viðskiptum. Ótrúlega stór hluti viðskiptavina sneri við eins og ég. Hvað gerum við Íslendingar. Hvað myndir þú gera kæri lesandi.

 

Þetta er spurning um heiðarleika og traust. Hvernig líður þér með það að hafa af öðrum fé og hvernig líður þér með að hafa brugðist við af heiðarleika. Ég er ekki heilagur. Ég hef bæði brugðist rétt og rangt við þegar freistingar læðast að mér. Mér líður svo miklu betur með það sem ég geri af heiðarleika heldur en með hitt þar sem ég bregst rangt við.

 

Ég þekki mann sem ráðlagði syni sínum að taka frekar lán í verslun fyrir vörum en staðgreiða í þá gömlu góðu daga þegar það tíðkaðist. Hann sagði honum einnig að ákveða stund greiðslu og koma á nákvæmlega tilsettum tíma og greiða skuldina. Þetta endurtók hann nokkrum sinnum. Pabbi hans skýrði þetta þannig að með þessu byggi hann upp traust.

 

Mér er tíðrætt um þessi atriði af því að við Íslendingar erum gjarnir á að finna sökudólga fyrir bankahruni og vesöld okkar. Vorum við hin heiðarleg og traust. Misstum við okkur ekki öll í græðginni. Nú er kominn nýr kafli. Byggjum upp á nýtt á grundvelli þessara hugtaka.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þórðarson

Þetta er gott innlegg. Heiðarleikinn er einn kjölurinn í þessu öllu saman. Og ég hef búið erlendis síðan 1983 og tek undir að þessi mál hafa aldeilis breyst á þessum tíma, erfitt að treysta fólki ólíkt því sem áður var. Þessu verður að snúa við hið snarasta.

En hvernig er sú leið farin?

Ólafur Þórðarson, 27.5.2010 kl. 13:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband