21.4.2010 | 16:14
Hinn óumdeildi forseti vor
Ég hef rætt við menn um forseta Íslands, óumdeilanlegt sameiningartákn íslensku þjóðarinnar. Ég hef ekki fundið mann sem ver gerðir hans. Þegar svo er komið á hann að segja af sér.
Afrekaskrá forsetans:
Fyrst er hann umdeildur og orðljótur stjórnmálamaður sem flakkar á milli flokka.
Þá er hann kosinn forseti af litlum minnihluta þjóðarinnar aðallega út á konuna sína sem því miður er látin.
Næsta stóra afrek hans er að hann umbyltir íslenskri stjórnskipan með því að neita að skrifa undir fjölmiðlalögin. Með þessu kom hann í veg fyrir að löglega kjörin stjórnvöld gætu beitt sér gegn ógnarvaldi fjárglæframanna sem komu okkur á hausinn. Varla er nokkur einn maður sem hefur þannig gert jafn mikinn skaða fyrir íslenska þjóð fyrr og síðar.
Það er svo ekki eins og hann kunni að skammast sín. Nú hefur hann gefið út yfirlýsingar á erlendri grund sem eru til þess líklegar að fæla burtu ferðamenn. Einmitt þeir eru eitt af því fáa sem getur rétt Ísland úr þeirri klípu sem Ólafur hefur átt stóran þátt í að koma okkur í.
Ólafur segir að það eigi að vara við hættum. Hann er ekki ráðinn til þess. Hann er ekki vísindamaður á sviði jarðvísinda. Hann er að gefa út yfirlýsingar út í heimi um atriði sem hann hefur ekkert vit á og stangast á við yfirlýsingar fræðimanna og skaða íslenska þjóð. Hann sagði m.a. að Katla gysi á hundrað ára fresti. Jarðvísindamaður sagði að hún hefði gosið 21 sinni frá landnámi. Eftir því var Ísland numið fyrir Kristburð. Nokkrar líkur eru á því að Katla hafi gosið nokkrum sinnum án þess að gosin hafi náð að bræða jökulhettuna. Þá gæti Ólafur með sama rétti og hann kom með ofangreinda yfirlýsingu sagt að aldrei væri óhætt að heimsækja Ísland því hér væri alltaf að gjósa.
Eftir að hafa unnið nokkuð með þroskaheftum hef ég sagt. Mikið væri gaman ef gáfufólkið nýtti eins vel gáfurnar sínar og þeir þroskaheftu nota sínar. Það er ekki nóg að hafa gáfur það verður að nota þær líka.
Lýsa undrun á yfirlýsingu forsetans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Sammála
Finnur Bárðarson, 21.4.2010 kl. 16:33
gaman að sjá þig blogga aftur Jón,þu ert rökfastur og sæmir þinni stett,/Kveðja Halli gamli
Haraldur Haraldsson, 29.4.2010 kl. 23:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.